Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2020, Side 25

Skinfaxi - 01.03.2020, Side 25
 S K I N FA X I 25 En hvernig var staðið að undirbúningi? „Árið 2014 ákváðu formenn félaganna, eftir fundi sín á milli, að halda málþing um hugsanlega sameiningu. Öllum félagsmönnum var boðin þátttaka. Á málþinginu var skipt í umræðuhópa þar sem fólk velti fyrir sér kostum og göllum sameiningar. Málþingið var vel heppnað og margir sem tóku þátt í því. Ákveðið var mjög snemma að stofna alveg nýtt félag á grunni þeirra gömlu en leggja jafnframt niður gömlu félögin. Við þekktum of mörg dæmi þess að gömul félög dröbbuðust niður og yrðu lítið annað en nafn á blaði þegar nýtt félag væri stofnað á sama svæði.“ Sex manna undirbúningsnefnd stofnuð Guðmunda var spurð hvernig ferlið við sameininguna og stofnun nýja félagsins hefði verið. Hún sagði að á aðalfundum félaganna 2015 hefði verið samþykkt samhljóða tillaga sem hljómaði svona: „Aðalfundur Umf. ... haldinn í ... ... janúar 2015 lýsir áhuga á að unnið verði áfram að stofnun nýs ungmennafélags í Flóahreppi á grunni þeirra gömlu og að stofnuð verði 6 manna nefnd sem vinni áfram að þessu verkefni.” Í nefndinni sátu formenn gömlu félaganna þriggja og hver þeirra fékk með sér einn nefndarmann úr félagi sínu. Fundað var mánaðarlega árið 2015 utan sumarmánaðanna og á hverjum fundi var tekið fyrir ákveðið málefni, t.d. eignir félagsins, ásýnd félagsins og stjórnskipu- lag. Haldinn var kynningarfundur þar sem farið var yfir drög að lögum hins nýja félags og fólki boðið að koma með athugasemdir og tillögur. Að lokum undirbjó nefndin stofnfund félagsins og fann fólk til þess að taka sæti í starfsstjórn fram að fyrsta aðalfundi. Gömlu félögin voru svo lögð niður á aðalfundum sínum í janúar 2016. Eignarhlutir í félagsheimilunum Gömlu ungmennafélögin áttu öll eignarhluta í félagsheimilum sem reist höfðu verið á sínum tíma. Guðmunda var spurð hvernig þessir eignar- hlutar hefðu verið meðhöndlaðir. „Stærstu eignir félaganna voru hlutir þeirra í félagsheimilunum þrem- ur, Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri. Nefndin ákvað að félögin skyldu afhenda Flóahreppi eignarhluta sína í félagsheimilunum gegn því að gerður yrði samstarfssamningur við sveitarfélagið um afnot af húsunum og annað tengt starfi nýja félagsins. Það hefði aldrei gengið upp að nýja félagið ætti hlut í þremur félagsheimilum auk þess að Flóa- hreppur var hvort eð er með allan rekstur heimilanna á sínum snærum og aðkoma ungmennafélaganna í raun orðin lítil. Aðrar eignir voru látn- ar renna beint inn í nýja ungmennafélagið, jafnt fjármunir sem íþrótta- áhöld. Félagssvæði Umf. Baldurs í Einbúa rann beint undir Umf. Þjót- anda en á síðasta aðalfundi Umf. Baldurs var ákveðið að í nýja félaginu skyldi vera sér bankareikningur eyrnamerktur Einbúa til þess að haldið yrði áfram með uppbyggingu á staðnum. Ákveðin upphæð frá Umf. Baldri var látin fylgja honum sérstaklega.“ Allir hæstánægðir með nýja félagið Guðmunda var kjörin fyrsti formaður hins nýstofnaða félags, Umf. Þjót- anda. Hún var spurð hvernig starfið hefði gengið hjá félaginu frá stofnun þess. „Starfið hefur að mestu leyti gengið vel og allir eru hæstánægðir með nýja félagið. Sameiningin hefur verið afskaplega góð fyrir krakk- ana og allir hinna eldri eru sáttir þrátt fyrir að hafa séð á eftir sínum góðu félögum. Allt hefur sinn tíma og gömlu félögin áttu flest frábær yfir 100 ár. Ég held að sameiningin hafi farið svona vel í alla því að við létum ferlið taka mjög langan tíma og allir fengu að venjast tilhugsun- inni áður en látið var til skarar skríða. Þar sem ég var formaður í nýja félag- inu hefði ég viljað að auðveldara hefði verið að fá fólk til þess að taka að sér störf fyrir félagið, nú þegar það hefur stækkað. Gaman hefði verið að geta gert nefndir félagsins sjálfstæðari svo að sama fólkið þurfi ekki að vera með puttana í öllum viðburðum og verkefnum. Þarna er tækifæri til að bæta úr. Ég vil nýta tækifærið til að hvetja alla til þess að bjóða sig fram til starfa fyrir ung- mennafélagið sitt. Ef við hjálpumst öll að verður þetta svo lítið mál.“ Jólasveinar á aðfangadag.Ræst í 400 m hlaupi á Flóamótinu.Örbylgjuofn notaður sem póst- kassi í útivistarverkefni Þjótanda. Glímufólk Þjótanda á palli ásamt fleiri keppendum. Árlegur reiðtúr Þjótanda. Þrír hreppar sam- einaðir í einn Flóahreppur varð til 10. júní 2006, við sameiningu þriggja hreppa í Flóanum, Gaulverja- bæjarhrepps, Villingaholts- hrepps og Hraungerðis- hrepps. Í gömlu hreppunum voru starfandi ungmenna- félög sem byggðu á göml- um merg, Umf. Samhygð (stofnað 1908), Umf. Vaka (stofnað 1936) og Umf. Baldur (stofnað 1908). Ung- mennafélögin þrjú samein- uðust svo í Umf. Þjótanda 16. nóvember 2015.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.