Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 28
28 S K I N FA X I
Mikilvægt að takast á
við áskoranir
Við áramót eru oft góð tímamót til að fara yfir og uppfæra hitt og þetta.
Stefna er gott dæmi um það. Nauðsynlegt er að endurmeta stefnuna
reglulega, nota það sem til er fyrir annan hring stefnumótunar. Stefnu-
mótun felur í sér að skilgreina áttina sem halda skal í – að finna leiðina
inn í framtíðina og skilgreina það sem þarf að gera til að komast þangað.
Hægt er að skilgreina stefnumótun sem ákveðið ferli sem samanstend-
ur af gildum, hlutverki, framtíðarsýn, markmiðum og aðgerðum.
Stjórnendur félagasamtaka standa frammi fyrir margvíslegum áskor-
unum og tækifærum sem tengjast breyttum þörfum einstaklinga, kyn-
slóðabreytingum, tæknibreytingum, breytilegum kostnaði og aukinni
samkeppni um fjármagn, svo að nokkrir þættir séu nefndir. Hægt er að
nálgast stefnumótunarvinnu á marga mismunandi vegu, allt eftir því
hversu ítarleg og víðtæk hún á að vera. Það eina sem hægt er að vera
viss um er að félagasamtök þurfa að takast á við margs konar breytingar
„Ef búið er að marka
leiðina er líklegra að
einstaklingar vilji fylgja
henni. Þeir sjá að fram
undan er verðugt mark-
mið að stefna að.“
Jóhann Steinar Ingimundarson,
í stjórn UMFÍ.
Stefna UMFÍ, Samfélaginu til góða, kom út árið 2017 og gildir til ára-
móta 2020. UMFÍ hefur því hafið undirbúning að endurnýjun hennar.
Við vinnu stefnunnar 2017 var hlustað á grasrótina og ungmenni lands-
ins fengu tækifæri til þess að koma skoðunum sínum og hugmyndum
á framfæri. Við endurnýjun á stefnunni ætla samtökin áfram að taka
með skoðanir grasrótarinnar og ungmenna landsins. UMFÍ telur mikil-
vægt að ungmenni fái tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram-
færi og hafi skoðun á því hvernig UMFÍ vinnur með mál sem hugsuð
eru fyrir þau. Einnig þarf að opna augu þeirra, sem eldri eru, fyrir því
að ungt fólk veit best hvað hentar ungu fólki og hverju ungt fólk hefur
áhuga á. Stjórnarskipti í félögum eru gjarnan tíð og alltaf koma fram
nýir árgangar ungmenna. Mikilvægt er því að bjóða reglulega og oft
upp á samtöl ungmenna og stjórnenda. Ungmennaráð UMFÍ mun
koma að verkefninu með stuðningi frá starfsfólki og stjórn UMFÍ. Það
er von UMFÍ að ungt fólk upplifi, skynji og sjái í verki að raddir þess
séu mikilvægar, að hlustað sé á það og tekið sé mark á því sem ungt
„Ungt fólk er ekki
einungis framtíð
landsins heldur
þau sem skapa og
móta nútíðina.“
Ástþór Jón Ragnheiðarson,
formaður ungmennaráðs UMFÍ.
Samfélaginu til góða
„Fundurinn tókst ákaf-
lega vel og gaf aðal-
stjórn félagsins mikið og
gott efni til þess að taka
næstu skref í stefnu-
mótun í markaðs- og
kynningarmálum, sem og
afreksmálum félagsins.“
Guðmundur L. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri UMFF.
Ungmennafélagið Fjölnir stóð fyrir fjölmennum stefnumótunarfundi í
gegnum Facebook Live-síðu sína þann 17. október sl. Breyttir tímar
kalla á breytt vinnubrögð. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var ákveðið
að nýta tæknina sem best. Þátttakendur, sem voru félagsmenn, iðkend-
ur og forráðamenn, voru hvattir til að koma saman í 2–6 manna hópum
og deila hugmyndum, spurningum og/eða athugasemdum í gegnum
athugasemdakerfið sem notað var. Tvö málefni voru rædd þar sem
þátttakendum gafst tækifæri að koma að nýrri stefnumótun, annars
vegar í markaðs- og kynningarmálum og hins vegar í afreksmálum.
Þátttaka var mjög góð, eða vel á annað hundrað manns, og urðu
miklar og góðar umræður. Gunnar Jónatansson stýrði fundinum.
Hugsað í lausnum
til lengri eða skemmri tíma. Til að breytingar skili þeim árangri sem
þeim er ætlað er nauðsynlegt að undirbúa þær mjög vel.
fólk hefur fram að færa. UMFÍ skorar á forystufólk sambandsaðila að
hvetja ungmenni til þátttöku sem og að mæta á fyrirhugaða stefnu-
mótunarhittinga sem auglýstir verða innan tíðar.
Takk fyrir stuðninginn
&
Sími: 587 3757