Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 33
S K I N FA X I 33
Sjálfboðaliðar koma að öllu
starfi okkar og gæða það lífi
„Við hjá HSK erum ótrúlega lán-
söm og þakklát fyrir okkar frá-
bæru sjálfboðaliða. Þeir koma að
öllu starfi okkar og gæða það lífi
og sál. Dæmi um verkefni og við-
burði, sem bornir eru uppi af sjálf-
boðaliðum ár hvert á þessum árs-
tíma, er aðstoð við störf jólasvein-
anna. Vaskir sjálfboðaliðar hafa
aðstoðað sveinana við að koma
út pökkum til fjölskyldna á
aðfangadag sem og að gleðja
börnin í aðdraganda jólanna.
Verkefni, sem gætu ekki farið fram án aðkomu sjálfboðaliða, er
framkvæmd héraðsmóta og stærri móta á landsvísu. Næsta stóra
verkefni okkar er framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi um
næstu verslunarmannahelgi. Að því vinnur frábær hópur sjálfboðaliða
sem mun án efa framkvæma mótið með glæsibrag,“ segir Engilbert
Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK.
270.000
Íslendingar eru félagsmenn í a.m.k. einu
íþróttafélagi sem er innan UMFÍ.
Öfluga sjálfboðaliða er að finna í öllum íþróttahéruðum og félögum um land allt.
UMFÍ fékk sendar upplýsingar um nokkra þeirra.
Hópurinn hefur séð til þess að
fólk hefur getað horft á viðburði
„Íþróttabandalag Akraness hrósar
og þakkar þeim hópi fólks sem
stendur á bak við ÍATV fyrir óeigin-
gjarnt starf í þágu íþrótta og
mannlífs á Akranesi.
Hópurinn hefur séð til þess að
fjöldi fólks hefur getað horft á
ýmsa íþróttaviðburði hjá aðildar-
félögum ÍA. Allar útsendingar eru
unnar í sjálfboðavinnu og þessi
hópur er alltaf tilbúinn til að koma
og taka upp ef eitthvað stendur
til hjá félögum okkar. ÍATV byrjaði
með formlegar útsendingar á körfuboltaleikjum sem síðar vatt upp á sig.
Þeim, sem að þessu stóðu, var líka mikið í mun að koma öllum leikjum
hjá knattspyrnukonum Akranes í loftið til þess að auka áhorf og umfjöll-
un um kvennaknattspyrnu á Akranesi. Þetta hefur stækkað allmikið og
hefur gert alla umfjöllun og umgjörð íþrótta og annarra viðburða á
Akranesi svo miklu meiri og skemmtilegri,“ segir Guðmunda Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri ÍA.
Engilbert Olgeirsson,
framkvæmdastjóri HSK.
Guðmunda Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri ÍA.
Vissir þú að …
innan UMFÍ eru 28 sambandsaðilar sem skiptast í
21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög með beina aðild.
Alls eru um 450 félög innan UMFÍ.
innan íþrótta- og ungmenna-
félagshreyfingarinnar eru um
6.100 sjálfboðaliðar
sem sitja í stjórnum félaga og deilda. Það eru um
tvær fullar Laugardalshallir eða sem samsvarar
íbúafjölda á Grundarfirði, í Stykkishólmi, á Blönduósi
og í Þorlákshöfn – til samans!