Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2020, Side 42

Skinfaxi - 01.03.2020, Side 42
42 S K I N FA X I Sjálfboðaliðar endurnýja skíðasvæði Mývetninga „Við erum hér vaskur hópur fólks við að koma skíðasvæðinu í gagnið,“ segir Anton Freyr Birgisson þar sem hann hangir utan á einu af átta möstrum skíðalyftunnar við Mývatn þegar rætt er við hann. Hann, eins og nærri allir í ferðaþjónustugeiranum á Íslandi, hafði lítið að gera eftir að ferðamennska lagðist nánast af þegar COVID-far- aldurinn æddi yfir heimsbyggðina. Anton Freyr hefur síðastliðin 12 ár verið á fullu í ferðaþjónustugeiranum, nú síðast hjá ferðaskrifstofunni GeoTravel Iceland sem sérhæfir sig í jeppa- og vélsleðaferðum. En nú er lítið um að vera. Ferðaþjónustan er sérlega stór atvinnugrein í Mývatnssveit og því eru ýmsir í sömu sporum og Anton. Anton og fleiri eru að taka allt skíðasvæðið í gegn. Búinn var til hóp- ur á Facebook sem tengir fólkið saman. Alla jafna eru um 15–20 manns virkir í viðhaldinu. Antoni telst til að verkið hafi tekið samtals 400 vinnustundir. „Allir eiga sér hlutverk. Við erum búin að laga skíðaskálann, setja upp innréttingu svo að hægt er hita kaffi og hafa það notalegt í hon- um. Síðan erum við með troðara til að troða skíðabrekkuna og göngu- skíðabrautirnar, “ segir hann en bætir við, að framkvæmdirnar hefðu aldrei orðið að veruleika án öflugra bakhjarla, sveitarfélagsins Skútu- staðahrepps og fyrirtækja í kring sem hafi stutt við starfið. Anton segir allt tengt skíðasvæðinu unnið í sjálfboðavinnu og ung- mennafélagsandinn sé leiðarljós í allri vinnunni. „Heilsuspillandi þjónustulund og sjúkleg bjartsýni einkennir fólk í ferðaþjónustu. Við sjáum alltaf tækifærin. Nú gafst tækifæri til að sinna börnunum sínum og samfélaginu. Þetta er tækifæri sem við fáum aldrei aftur og við gripum það auðvitað. Ungmennafélagsandinn er allsráð- andi,“ segir hann og bendir á að nærri allt efni, sem til þurfti til verks- ins, hafi verið gefið. Félagar í Ungmennafélaginu Mývetningi lögðu hönd á plóg í byrjun vetrar og hófu að gera við skíðalyftu sem hafði legið óhreyfð í fimm ár. Markmiðið er að halda upp á 20 ára afmæli lyftunnar í vor. Allt verkið er unnið í sjálfboðavinnu. Fengu skíðalyftu gefins Skíðaiðkun Mývetninga er rótgróin og vel þekkt. Skíðalyfta var hins vegar ekki á svæðinu um síðustu aldamót. Þorvaldur nokkur Þorsteins- son var þá nýfluttur austur yfir frá Siglufirði og honum fannst lyftuleysið í brekkunum ótækt. Þegar hann frétti af því að verið væri að rífa skíða- lyftu Ármanns í Bláfjöllum, seint á tíunda áratug síðustu aldar, hafði hann samband við rétta aðila og fékk lyftuna gefins. Haldið var suður og komið með skíðalyftuna í bútum norður á flutningabílum. „Það átti að henda lyftunni upp á einni helgi. En fólki leist sannast sagna ekki á blikuna þegar haugnum var sturtað á bílastæðið. Samt var farið í að gera og græja, stytta og laga lyftuna að skíðasvæði Mý- vetninga,“ segir Anton. Rúmlega tæplega tvö þúsund vinnustundum síðar var skíðalyftan komin upp. Hún var tekin formlega í notkun veturinn 2001. Árið 2021 verða liðin 20 ár síðan gamla skíðalyfta Ármenninga var reist við Mývatn. Töluvert er farið að sjá á henni og hefur hún ekki verið í notkun síðastliðin fimm ár. Var svo komið að Vinnueftirlitið setti rekstrar- aðilum skíðasvæðisins afarkosti: Annaðhvort yrði stólalyftan endur- nýjuð eða rifin. Seinni kosturinn varð ofan á. Anton segir endurbæturnar á lyftunni núna heilmiklar. Þegar hlutir eru teknir úr henni eru þeir lagaðir og málaðir, allur öryggisbúnaður endurnýjaður og margt er á sömu lund. Framkvæmdaaðilar eru jafnframt í góðu sambandi við framleiðand- ann, franska fyrirtækið Poma, ef redda þarf varahlutum. Stefnt er að því að skíðasvæðið verði tekið í notkun á næsta ári þeg- ar 20 ár verða liðin frá því að eftirlitsaðilar gáfu ungmennafélaginu leyfi til að keyra lyftuna í fyrsta sinn. „Þetta verður gaman. Ég á líka ung börn og mun nota skíðasvæðið næstu árin,“ segir Anton að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.