Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2021, Page 46

Muninn - 01.04.2021, Page 46
Hvers vegna ákvaðstu að fara í skiptinám? Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég ákvað að fara í skiptinám afþví mér finnst mjög gaman að ferðast og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef reyndar búið í útlöndum áður svo ég vissi hvað það var skemmtilegt og langaði að upplifa það aftur. Hvernig var ferlið að komast út? Ég fór út á vegum Rótarý-samtakanna, sem er ólíkt öðrum sambærilegum samtökum á þann hátt að það kom einnig skiptinemi heim til mín á meðan ég var úti. Á meðan ég var í Brasilíu fór t.d. dóttir host-fjölskyldunnar minnar til Bandaríkjanna í skiptinám. Ég sótti um skiptinámið í desember 2018 og fór síðan út í ágúst árið eftir. Undirbúningurinn var í rauninni ekki mikill en ég fundaði þó reglulega með Rótarý með öðrum skiptinemum. MARGRÉT EMBLA Í BRASILÍU Margrét Embla Reynisdóttir er í 2. bekk en í ágúst 2019 hélt hún í skiptinám til Araçatuba í Brasilíu. Þó svo að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mark sitt á dvöl hennar tókst henni að skapa góðar minningar á þeim tíma sem hún dvaldi þar. Varstu eini skiptineminn á þessu svæði? Ég bjó í borginni Araçatuba í São Paulo fylki í Brasilíu. Við vorum átta skiptinemar þar í heildina en fjórar í skólanum sem ég gekk í. Við vorum fjölbreyttur hópur og komum frá mismunandi löndum, t.d. Taívan og Hollandi. Við urðum öll góðir vinir sem ég er mjög þakklát fyrir. „„ÞAÐ KOM EINNIG SKIPTINEMI HEIM TIL MÍN Á MEÐAN ÉG VAR ÚTI. Á MEÐAN ÉG VAR Í BRASILÍU FÓR T.D. DÓTTIR HOST- FJÖLSKYLDUNNAR MINNAR TIL BANDARÍKJANNA Í SKIPTINÁM.“ 44

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.