Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2021, Page 73

Muninn - 01.04.2021, Page 73
Þegar baka skal góða pizzu er mikilvægt að nota heilhveiti í stað þess venjulega, en það gefur pizzunni meira bragð. Vegna þess er nauðsynlegt að setja ekki of lítið af geri. Að öðru leiti er deigið nokkuð hefðbundið. Ofan á pizzuna skal setja bæði grænt og rautt pestó. Það getur t.d. verið gott að blanda því við smá pizzasósu til þess að fá fjölbreyttara bragð. Á pönnu skal svo svissa einn heilan rauðlauk, dálítið mikið af hvítlauk og rauða papriku til þess að gera pizzuna fallega. Á aðra pönnu eru smátt skornir sveppir steiktir á miklum hita upp úr smjöri svo þeir sjóði ekki. Eftir að grænmetið er steikt skal það vera sett í kælingu svo gerið drepist ekki. Ofan á pizzuna fer humar en við val á honum er mikilvægt að passa upp á útlit og lykt. Við undirbúning er best að láta hann afþýðast í sigti. Þegar því er lokið skal fara vel yfir humarinn, passa að það sé engin skel og hreinsa gorröndina. Á pizzuna fer svo allt áleggið og er því raðað vel og vandlega. Auk áleggsins fer pizza ostur og ein dós af piparrjómaosti. Að lokum er pizza kryddi og blönduðum pipar stráð yfir pizzuna áður en hún fer inn í ofn. Þá ert þú komin með hina fullkomnu humarpizzu að hætti Jóns Más. PIZZA ALA JÓN MÁR Það vill svo skemmtilega til að skólameistarinn okkar, Jón Már Héðinsson, er mikill matgæðingur og kokkur. Við fengum að heyra hjá honum hans eftirlætis uppskrift að pizzu. Hér er smá ráð til þeirra sem eiga erfitt með að flysja hvítlauk: Setja hvítlaukinn í sultukrukku og hrista hana duglega. Þá fer allt hýðið af. 71

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.