Mosfellingur - 12.01.2023, Page 11

Mosfellingur - 12.01.2023, Page 11
Mosfellsbær www.mos.is 525-6700 Viltu taka þátt í sögulegri uppbyggingu í Mosfellsbæ? Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, og rök­ stuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um störfin á vefsíðunni vinnvinn.is. Umsjón með umsóknum og nánari upplýs­ ingar um störfin veita Auður Bjarnadóttir audur@vinnvinn.is, og Margrét Stefánsdóttir, margret@vinnvinn.is. Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 30. janúar 2023. Undirbúningur stendur nú yfir vegna uppbyggingar íbúðasvæða í Helgafelli og við Hamraborg. Þá er í undirbúningi uppbygging á atvinnusvæðinu í Blikastaðalandi og í kjölfarið mun eiga sér stað vinna við mótun skipulags fyrir 9.000 manna íbúabyggð í landi Blikastaða sem mun byggjast upp í áföngum á næstu árum. Uppbygging nýrra svæða einkennist annars vegar af tilkomu Borgarlínu og hins vegar umhverfisvænum áherslum, meðal annars á grunni BREEAM­vistvottunarkerfisins. Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna með okkur að stækkun sveitarfélagsins og fylgja verkefnum áfram innan stjórnsýslunnar. Ef þú vilt taka þátt í þessum spennandi verkefnum, þá hvetjum við þig til þess að sækja um starf lögfræðings eða starf verkefna­ stjóra skipulagsmála. Lögfræðingur Mosfellsbær leitar að kraftmiklum lögfræðingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu, skipulags­ og umhverfismála. Um er að ræða spennandi starf lögfræðings sem mun einkum starfa með sérfræðingum umhverfissviðs auk samvinnu við aðra starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa. Verkefnastjóri skipulagsmála Mosfellsbær leitar að öflugum verkefnastjóra skipulagsmála. Um er að ræða spennandi verkefni á sviði deiliskipulags og að undirbúningi áætlana í samvinnu við skipulagsfulltrúa, aðra starfsmenn sveitar­ félagsins og kjörna fulltrúa. Frekari upplýsingar um störfin auk menntunar­ og hæfniskrafna er að finna á vinnvinn.is og á vef Mosfellsbæjar, mos.is/storf. Við erum að leita að lögfræðingi og verkefnastjóra skipulagsmála til að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem mun eiga sér stað í sveitarfélaginu á næstu árum.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.