Mosfellingur - 12.01.2023, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Eyja Elvarsdóttir fæddist í Mosfellsbæ
11. nóvember 2022, hún vó 16 merkur
og var 55 cm á lengd. Foreldrar
Eyju eru Elvar Magnússon og Klara
Óðinsdóttir. Stóri bróðir Eyju heitir
Óðinn og er á þriðja ári.
einkunnarorð
ekki ára-
mótaheit
Nú er nýtt ár gengið í garð og fólk komið á
fullt með að setja sig aftur í réttar stelling-
ar eftir rólegheitin sem fylgja jólunum.
Líklegast eru mörg sem strengdu ára-
mótaheit eða settu sér einhvers konar
markmið fyrir nýja árið sem eiga að
fleyta þeim lengra í lífinu og hjálpa þeim
að nýta hverja mínútu í sólarhringnum.
Líkamsræktarstöðvar eru yfirfullar í jan-
úar og ekki að sjá óhollustu í innkaupa-
kerrum landsmanna. Svona heldur fólk
áfram út mánuðinn en fer þó að missa
kjarkinn undir lok hans og oftar en ekki
er það komið í sömu spor og fyrir allan
hamaganginn.
Svo eru önnur sem skipuleggja árið
í þaula og eru búin að ákveða hvernig
árið eigi að vera upp á hár þann fyrsta
janúar. Þau sem þekkja eitthvað til
raunhæfrar markmiðasetningar vita að
það þarf að útlista nákvæmlega hvernig
viðkomandi ætlar sér að ná settum
markmiðum, annars er alveg eins hægt
að sleppa því. Eins og við höfum þó
fengið að upplifa síðustu ár er lífið langt
frá því að vera fyrirsjáanlegt og tekur
það stundum upp á því að taka krappa
U-beygju. Líkt og með annað sem búið
er að skipuleggja er auðvelt að láta
svoleiðis brjóta sig niður og upplifa það
að manni hafi mistekist á einhvern hátt.
Þess vegna legg ég frekar til að fólk
velji sér einkunnarorð fyrir árið í
staðinn fyrir að strengja óljós áramóta-
heit eða setja sér fastar skorður með
hárnákvæmum markmiðum. Ein af
mínum bestu vinkonum gerir þetta um
áramótin og leyfir orðinu svo að fylgja
sér í gegnum mánuðina sem geta verið
sætir en líka ansi súrir. Með þessu er
auðveldara að taka einn dag í einu og
lifa í núinu – sem þykir svo mikilvægt
í nútímanum. Hægt er að hafa orðið á
bakvið eyrað og draga það fram þegar
á því er þörf en það þarf alls ekki að
stjórna lífinu né tilverunni. Orðið
getur verið allt frá einföldu „já“-i yfir
í eitthvað stærra og háfleygara eins og
„mildi“, „gæðastund“ eða „ró“.
Í lok árs er svo hægt að líta til baka og
rifja það upp með tilliti til einkunnar-
orðsins.
ástrós hind
Í eldhúsinu
Heiða og Michele skora á Brand og Karólinu að deila næstu uppskrift í Mosfellingi
Heiða Björg Tómasdóttir og Michele
Rebora deila með okkur Mosfellingum
að þessu sinni heimatilbúnu pasta úr
kartöflum með basilíku-pestó, þjóðar-
réttur Genova á Ítalíu.
Gnocchi fyrir fjóra:
• 1 kg af kartöflum (helst ekki
mjölkenndar, t.d. bökunarkartöflur)
• 1 egg
• 250 g hveiti ca
• 1 tsk salt ca
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og stappið
vel saman. Stráið hveiti undir og yfir,
gerið holu í miðjuna og leyfið að kólna smá
stund. Stráið salti yfir og sprengið eggið í
miðjuna. Hnoðið saman eins og deig. Bætið
hveitinu saman við þar til deigið er hætt að
klessast við fingurna. Rúllið í lengjur ca 1
cm í þvermál og skerið í ca 1,5 cm kubba.
Þeir sem treysta sér í að fara alla leið, taka
hvern kubb fyrir sig, þrýsta vísifingri og
löngutöng niður í kubbinn á borðið og draga
ákveðið að sér. Þannig snýr kubburinn upp
á sig og myndar dæld, sem fangar betur
pestóið. Annars bragðast gnocchi eiginlega
alveg eins sem kubbar. Stráið smá hveiti
yfir kubbana svo þeir klessist ekki saman.
Látið vatn sjóða í stórum potti, helst 10
lítra eða meira. Bætið ca 10 g af salti per
lítra af vatni og látið suðuna koma upp
aftur. Hendið gnocchi út í vatnið þegar það
bullsýður og hrærið varlega með fiskispaða.
Hafið svo lokið á og látið suðuna koma upp
aftur. Þá eru gnocchi tilbúnir á ca 3-5 mín.
Sigtið og setjið út í pestóið. Hrærið varlega
og stráið rifnum Parmigiano Reggiano
(parmesan) yfir að vild.
Pestó - frá grunni!
• 2 búnt af ferskri basilíku frá Ártanga
• 1 hvítlauksgeiri (fjarlægja kjarnann)
• 1 dl ca af furuhnetum
• 2-3 dl Parmigiano Reggiano (rifinn)
• 1 skeið jómfrúarólífuolía
• 1 tsk salt
Skolið basilíkuna í köldu vatni og setjið
í blandara ásamt hvítlauksgeiranum,
furuhnetunum, saltinu og ólífuolíunni.
Hrærið í smá stund og bætið svo parmesan
við þar til pestóið er orðið að mjúku kremi.
Blandið saman við gnocchi.
PS. Gnocchi er borið fram NJOKKÍ.
Verði ykkur að góðu!
Gnocchi di patate al pesto hjá heiðu og Michele
- Heyrst hefur...36
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r
Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
aftureldingarvörurnar
fást hjá okkur
heyrst hefur...
...að Ísólfur rekstrarstjóri Hlégarðs
til síðustu átta ára, sé hættur.
...að Dorrit hafi dansað dátt við
álfabrennuna á þrettándanum.
...að forsala og borðapantanir fyrir
risaþorrablót Aftureldingar fari fram
á Barion á föstudaginn kl. 17.
...að framhaldsskólinn í Mosó sé
hættur að veita viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur á stúdentsprófi.
...að Mosfellingar eigi landsliðsmann á
HM í handbolta en Elvar Ásgeirsson
kom sterkur inn í hópinn á síðasta
stórmóti.
...að Hannes sé búinn að segja af sér
sem formaður handknattleiksdeild-
arinnar.
...að fjöldi minka hafi sloppið úr
minkabúinu í Helgafellsdal og
faraldurinn sé farinn að minnka.
...að Sif Sturlu og Lukka séu farnar að
vinna á bæjarskrifstofu Mosfells-
bæjar.
...að Siggeir íþróttakennari hafi verið
valinn þjálfari ársins í Garðabæ.
...að Linda Udengård, framkvæmda-
stjóri hjá Mosfellsbæ, sé að hætta
störfum.
..að Alda og Siggi Hansa séu að fara
halda svakalegt 100 ára afmæli.
...að Búbblubíllinn sé búinn að boða
komu sína á Þorrablót Aftureldingar.
...að Guðbjörg og Ingvar séu að fara að
flytja til Ítalíu.
...að Andrés og Ragga séu að fara
detta í ömmu- og afahlutverkið á
árinu.
...að Ásta Kristín hafi unnið aðalvinn-
inginn í áramótabingói Barion.
...að Tómas umhverfisstjóri sé búinn
að segja upp.
...að Svefn og heilsa sé með risa
lagersprengju í Völuteigi þar sem
fyrirtækið er með outlet.
...að Geiri Slææ sé fertugur í dag.
...að gamla Kiwanishúsið í Leirvogs-
tungu sé til sölu.
...að Afturelding mæti KA fyrir norðan
í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í
handbolta.
...að hægt sé að nálgast Fréttablaðið
á bókasafninu, en blaðinu er ekki
lengur dreift í hús.
...að skotsvæðinu á Álfsnesi verði nú
lokað eftir nýjasta úrskurð.
...að Harpa Georgs og Hlynur hafi gift
sig um síðustu helgi.
...að borholan MG-29 í Reykjahlíð hafi
brunnið yfir hátíðarnar.
...að Hilda Allans hafi farið 115 sinnum
á Esjuna á síðasta ári.
...að Sína hafi orðið sjötug í vikunni.
...að ilmsánan byrji aftur í Lágafells-
lauginni í næstu viku.
mosfellingur@mosfellingur.is