Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 Nýtt glernámskeið Nýtt glernámskeið byrjar 16.febrúar og er fimmtudaga kl. 9:00-13:00. Haldið í glervinnustofunni í kjallara Hlaðhömrum 2. Lágmarksþátttaka er 6 manns. Áhugasamir hafi samband við félagsstarfið í síma 586-8014 eða elvab@mos.is eða Fríðu í síma 823 4217. Tunglið og ég á Harðarbóli Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 20. febrúar í Harðarbóli, félagsheimili hestamannafélagsins Harðar, klukkan 20:00. Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson píanóleikari flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932- 2019), en hann er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir samdir af Árna Ísakssyni og Braga Valdimari Skúlasyni. Kaffinefndin verður svo með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 (posi er ekki á staðnum). Með kveðju, Menningar- og skemmtinefnd FaMos. aðalfundur FaMos-2023 Aðalfundur FaMos verður haldinn í Harðarbóli, félagsheimili hesta- mannafélagsins Harðar, mánudaginn 6. mars klukkan 20:00. Dagskrá sam- kvæmt lögum félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum mun Helgi R. Einarsson skemmta okkur með gítar við hönd og limrur á takteinunum. Að lokum verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Enginn aðgangseyrir. Með kveðju Stjórn FaMos. Viltu koma í lítinn hóp og æfa þig í að tala ensku? Vegna mikils áhuga ætlum við að byrja með nýjan enskuhóp sem verður á fimmtudögum kl. 11:00 á Hlaðhömrum 2. Við munum byrja fimmtudaginn 2. mars. Við ætlum að leiða saman fólk sem vill þjálfa sig í að tala ensku saman. Flest kunnum við eitthvað í ensku en æfum það lítið en gaman að geta styrkt það. Við erum búin að mynda lítinn samheldinn hóp sem hittist reglulega og æfir talmálið ensku. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn endilega hafi samband við okkur í félags- starfinu í síma 586-8014/ 6980090 eða á elvab@mos.is. Félagsvist Félagsvist er spiluð alla föstudaga kl. 13:00 hjá okkur í borðsal Eirhamra Hlaðhömrum 2. Allir velkomnir. Að- gangur er ókeypis en auðvitað er alltaf frír kaffisopi og vinningur ef heppnin er með þér. Útsaumur og postulín Minnum á frábæru hópana okkar, postulínshópur sem kemur saman og málar á postulín þriðjudaga og fimmtudaga til skiptis kl. 11:30 og einnig útsaumshópur sem hittist alla miðvikudaga kl. 12:30. Allir velkomnir að vera með. gaman saman SÖNgUr Hlaðhömrum kl. 13:30, næstu skipti eru 16. feb og 2. mars og alltaf annan hvern fimmtudag í vetur. STjórN FaMoS jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com MAIAA gefur út sitt fyrsta lag, Sober Mosfellingurinn María Agnesar- dóttir, MAIAA, hefur gefið út sitt fyrsta lag og nefnist það Sober. Lagið gerði hún í samstarfi við tónlistarmanninn Baldvin Hlyns- son. María byrjaði snemma að stíga á svið en hún tók meðal annars þátt í „Ísland Got Talent“ með afa sínum þegar hún var 14 ára. Þá komst hún ekki áfram í keppninni en árið eftir mætti hún aftur til leiks og nældi sér í gullhnappinn. MAIAA hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir tónlist og er gítarinn aldrei langt undan. Hún hefur þó ekki menntað sig mikið í tónlistarfræðunum en hún stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands og er forseti Animu, nemendafélags sálfræðinema. Síðustu ár hefur hún verið að semja tónlist en vantaði upptökustjóra þar til hún kynntist Baldvini. Þau hafa nú leitt saman hesta sína og eru spennt að leyfa fólki að heyra fyrsta lagið sem hefur nú litið dagsins ljós. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá þessari 22 ára mosfellsku tónlistarkonu. Sjálfboðaliði heiðraður í fyrsta sinn mosfellsbær heiðrar sitt íþróttafólk Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2022 fór fram á Blik þann 19. janúar. Átta konur og tíu karlar voru tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Bæjarbúum gafst kostur á, ásamt nefndinni, að kjósa íþróttafólk ársins. Á sama tíma voru þjálfari, lið og sjálf- boðaliði ársins heiðruð. Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2022 eru Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona frá Aftureldingu. Afrekslið Mosfellsbæjar 2022 er Meistaraflokkur kvenna úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þjálfari ársins er Davíð Gunnlaugsson, þjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sjálfboðaliði ársins er Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Blakdeildar Aftureldingar. Þetta er í fyrsta sinn sem sjálfboðaliði ársins er heiðraður í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög í bænum. gunna stína sjálfboðaliði ársins og davíð gunnlaugsson þjálfari ársins afrekslið ársins leifur og erla stýrðu athöfninni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.