Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár RútubílstjóRi óskast Hópferðabílar Reynis óska eftir að ráða rútubílstjóra með D réttindi í gildi. um er að ræða heilsársstarf, skólaakstur í Mosfellsbæ yfir veturinn og annar akstur á sumrin. Við erum með starfsstöðvar í Mosfellsbæ, Akranesi og Stóra-Lambhaga Hvalfjarðarsveit. Upplýsingar: hopo@simnet.is eða í síma 662-1881 (Birkir Snær) Hópferðabílar Reynis Jóhannsonar Laugardaginn 4. febrúar fór fram lang- þráður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar en aðalfundur samtakanna hefur fallið niður síðustu ár vegna Covid- faraldursins. Hollvinasamtök Reykjalundar eru sam- tök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbygg- ingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Aðalfundurinn heppnaðist mjög vel og í stjórn samtakanna voru kjörin Bryndís Haraldsdóttir, formaður, Haukur F. Leós- son, Halla M. Hallgrímsdóttir, Júlíus Þór Jónsson og Örn Kjærnested en varamenn eru þær Eva Magnúsdóttir og Hafdís Gunn- björnsdóttir. Á fundinum afhentu Hollvinasamtökin Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af full- komnustu gerð, til að fylgjast með hjarta- línuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 milljóna króna. Reykjalundur þakkar félögum í holl- vinasamtökunum kærlega fyrir hlýhug og glæsilegt framlag síðustu ár. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsókn- um um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2023. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: Fjárframlög til almennrar listastarfsemi. Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2023 í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Niðurstöður Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 8. mars 2023 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. Mosfellsbær www.mos.is 525 6700 Fjárframlög til lista- og menningar- starfsemi 2023 Gjöf að verðmæti 4 milljóna • Hjartarafrit og sendar Afhentu glæsilega gjöf á aðalfundi Hollvinasamtakanna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.