Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 28
 - Íþróttir28 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen mun spila með Aftur- eldingu í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Rasmus er 33 ára gamall og hefur verið einn öflugasti varnarmaðurinn í efstu deild á Íslandi í áraraðir. Hann kemur til Aftureldingar frá Val þar sem hann varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á sjö árum. Meistaraflokkur karla er á fullu að undirbúa sig fyrir Lengjudeildina sem hefst í sumar. Liðið hefur unnið marga æfingaleiki hingað til í vetur og gefur spilamennskan góð fyrirheit. Valdar í Hæfileikamótun KSÍ Fjórar stelpur úr Aftureldingu voru á dögunum valdar í Hæfileikamótun KSÍ. Þær æfa knattspyrnu með 4. flokki Aftureldingar. Frá vinstri Katla, Helga, Freydís og Íris. Fjölmennasta mót fimleikahreyfingarinnar fór fram síðustu helgi en fimleikadeild Fjölnis stóð fyr- ir GK móti yngri flokka dagana 3., 4. og 5. febrúar. Við erum að tala um 75 lið á aldrinum 9 til 12 ára sem eru um 700 keppendur. Fimleikadeild Aftur- eldingar var að þessu sinni fjölmennasta félagið á mótinu með 11 lið og 120 keppendur. Á föstudeginum 3. febrúar fór fram stökkfimi yngri flokka þar sem Afturelding var með tvö lið í þeim hluta og enduðu liðin í 2. sæti og 13. sæti. Laugardaginn 4. febrúar fór 5. flokkur og KKY flokkur inn á gólfið þar sem Afturelding var með þrjú lið í 5. flokk stúlkna og eitt lið í 5. flokk drengja og tvö lið í KKY flokki. Afturelding sigraði alla flokka á laugardeginum sem er áberandi flottur árangur. Sunnudaginn 5. febrúar var svo komið að 4. flokknum en þar er samkeppnin hörðust og flestu liðin skráð. Afturelding er með tvö lið í A deild og eitt lið í C deild. Í A deild enduðu liðin okkar í 3. og 6. sæti, annað liðið sigraði dýnuna. Í C deild endaði lið Aftureldingar í 7. sæti. Fimleikadeild Aftureldingar var með áberandi hæsta árangurinn á GK móti yngri flokka sem er virkilega gaman að sjá en það er ekki markmið númer eitt hjá deildinni að sigra öll mót. Það sem deildin leggur fyrir sig er markviss þjálfun fyrir alla iðkendur, hópefli og áhugahvetjandi æfingar og verkefni við hæfi. Komandi helgi munu eldri flokkarnir keppa á GK mótinu á Akranesi og þar stíga fram þrjú lið fyrir hönd Aftureldingar. Við hvetjum alla sem sjá sér fært um að mæta að skella sér á skagann og hvetja þessi flottu lið. Frekari upplýsingar um mót- ið koma fram inn á facebook síðu fimleikadeild- arinnar sem heitir Fimleikadeild Aftureldingar og lifandi upplýsingar inn á instagram deildarinnar fimleikadeild_aftureldingar. Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur framlengt samninga við Blæ Hinriksson, Brynjar Vigni Sigurjónsson og Þorstein Leó Gunnarsson. Allir eiga það sameiginlegt að vera á meðal efnilegustu handknatt- leiksmanna landsins og hafa látið mikið að sér kveða í leikjum Olís- deildarinnar. Blær Hinriksson, 21 árs miðjumaður og vinstri skytta, gekk til liðs við Aftureldingu frá HK árið 2020. Blær er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst allar stöður fyrir utan á vellinum. Blær hefur verið einn markahæsti leikmaður liðsins. Brynjar Vignir Sigurjónsson, 20 ára markmaður og landsliðsmaður í U-21 liði Íslands, er uppalinn hjá Aftureldingu og gríðarlega efnilegur markmaður. Brynjar hefur spilað með meistaraflokki Aftureldingar í nokkur ár og er nú þegar komin með mikla reynslu. Þorsteinn Leó Gunnarson, 20 ára vinstri skytta og landsliðsmaður í U-21 liði Íslands, er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur verið lykil- maður í góðu gengi Aftureldingar Þorsteinn hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og er í dag ein af öflugustu skyttum Olís-deildarinnar. RaSmuS Í Rauðu Í SumaR rasmus christiansen Fimleikar í sókn • 11 lið frá Afturelding kepptu um síðustu helgi með flest lið á GK mótinu hluti mosfellinganna á æfingu fyrir mótBlær, Brynjar Vignir og Þorsteinn Leó áfram Framlengja til næstu þriggja ára

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.