Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Sóley Laxdal Sindradóttir fædd- ist á Landspítalanum í Reykjavík 5. desember 2022. Hún vó 14 merkur og var 53 cm á lengd. Foreldrar eru Sindri Snær Ólafsson og Hildur Laxdal. brátt kemur sumarið ...eða hvað? Jæja krakkar mínir, hvað svo sem gengur á hjá okkur í lífinu þá er það nú þannig að þetta gengur allt sinn hægagang og líður áfram. Nú erum við flest búin að pakka niður jólunum og erum að fara tækla „jólavísa“ reikninginn sem laumast í heimabank- ann árlega á þessum tíma. Við erum mörg hver búin að setja okkur einhver áramótaheit og sumir löngu búnir að gefast upp á því að reyna að efna þau, en aðrir taka þetta á hnefanum og láta sig hafa það. Enn lætur snjórinn á sér kræla og hann er ekkert að fara yfirgefa svæðið í bráð, enda er febrúarmánuður rétt haf- inn og allt getur ennþá gerst. Svo þegar hann hverfur loksins þá mætir hann aftur með smá „up yours“ um páskana og sýnir okkur hver ræður. En sólin hækkar á lofti og áður en við vitum af fer þetta græna að láta kræla á sér og þá erum við löngu búin að gleyma öllum þessum veðurviðvörunum sem búið er að henda framan í okkur daglega og jafnvel oft á dag. Hvort sem þær eru gular , rauðar eða jafnvel appelsínugular þá fellur það í gleymsku um leið og fyrsta sumarveðrið lætur sjá sig. En djöfull er ég nú orðin þreyttur á þessum andskotans lægðum og vonskuveðrinu sem þeim fylg- ir. Ekki skrítið að annar hver Íslendingur sé búinn að fara í gegnum tollinn á Tene þennan veturinn. En sama hversu ömurlegt þetta er allt búið að vera þá getur maður látið sig hlakka til. Hlakka til betri tíma, hlakka til betra veðurs, hlakka til að fá logn og hlakka til að taka vísakortið og refsa því harðlega. Vegna þess að þetta reddast einhvern- veginn alltaf, nú og ef það gerir það ekki þá er bara að byrja upp á nýtt og halda áfram. Góðar stundir. högni snær Í eldhúsinu Brandur og Karólína skora á Jógvan og Hrafnhildi að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Brandur Einarsson og Karólína Ólafsdóttir deila með okkur uppskrift að þessu sinni. „Önd hefur alltaf verið í uppáhaldi í okkar fjölskyldu og tilvalið að deila einni einfaldri uppskrift sem allir geta gert.“ Veisla fyrir nokkra. • Andabringur • Kartöflusmælki • Gulrætur (ýmsir litir) • Fennel • Aspas • Bláber • Bláberjavín • Smátómatar • Andasoð • Rjómaostur • Sinnep • Salt • Pipar Aðferð: Skerið mestu fituna utan af bringunum og notið til að steikja meðlætið. Skerið í fituna á bringunum með hníf. Byrjið á að bræða fitu á pönnu og brúna kartöflurnar, saltið og piprið. Setjið í ofn á góðum hita. Notið fitu til að svissa fennelið á pönnu, saltið og piprið. Brúnið bringurnar á heitri pönnu, saltið og piprið. Hellið fitu af bringunum á pönnu og brúnið gulræturnar, saltið og piprið. Setjið í ofninn. Svissið aspasinn á pönnu, saltið. Setjið tómatana í ofninn með gulrótunum. Takið öndina út og af pönnunni. Bláberjavín og soð látið sjóða saman á pönnu, sinnepi, rjómaosti og bláberjum bætt á pönnuna og látið sjóða niður, saltið og piprið. Færið á diska og njótið! Við viljum skora á Færeyinginn Jógvan Hansen að skella inn einni laufléttri uppskrift úr færeysku sveitinni, „skjótið hrútinn og látið hanga“ eða eitthvað annað gómsætt. Verði ykkur að góðu! Andabringur hjá brandi og karólÍnu - Heyrst hefur...36 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is aftureldingarvörurnar fást hjá okkur heyrst hefur... ...að búið sé að opna lítinn Lemonstað með djúsum og samlokum á Olís í Langatanganum. ...að Jökull í Kaleo hafi mætt á æfingu hjá Karlakór Kjalnesinga. ...að þorrablót Dalbúa verði haldið í Harðarbóli 17. febrúar. ...að Davíð Minnar hafi átt stórafmæli á dögunum. ...að söngkonan María Ólafs hafi orðið þrítug í síðustu viku. ...að handboltastelpurnar séu komnar í efsta sæti í Grill 66-deildinni. ...að Steindi Jr. verði með pubquiz á Barion á föstudaginn og Geiri Slææ ætli að rifja upp gamla dj takta. ...að Pizzan sé búin að opna við hlið Krónunnar eftir smá hnökra í upphafi. ...að meistaraflokkur karla í fótbolta stefni á að halda stærsta steikar- kvöld Aftureldingar frá upphafi laugardaginn 11. mars. ...að búið sé að selja Aristó hárstofu og hún nú komin í hendurnar á Evu Dís. ...að hið árlega herrakvöld Lions verði haldið í Hlégarði föstudagskvöldið 17. febrúar. ...að Hákon Bergmann og Alba Rós eigi von á barni á árinu. ...að Regína bæjarstjóri sé búin að skrifa undir leigusamning í Leirutanga. ...að mosfellskir stórsöngvarar komi fram á tónleikum í gróðurhúsum Lambhaga í Mosfellsdal 22. febrúar. Diddú, Siggi Hansa, Biggi Haralds, Stefanía Svavars og Davíð Ólafs ásamt Stórsveit Íslands. ...að árshátíð Hestamannafélagsins Harðar verði haldin 25. febrúar. ...að Rasmus Christiansen, nýr varnar- maður Aftureldingar, sé einn helsti aðdáandi Jóns Kalmans, fyrrum bæjarlistamanns Mosfellsbæjar. ...að búið sé að dagsetja Liverpool- skólann á Tungubökkum í sumar en hann fer fram 9.-11. júní. ...að mosfellska leikkonan Vivian Ólafs eigi stórleik í nýjustu myndinni, Napóleonsskjölin. ...að búið sé að dæma fyrrum knattspyrnumann í Aftureldingu í árs bann eftir að hafa veðjað sjálfur á hundruð leikja. ...að mosfellska keramikkonan Valdís Ólafsdóttir hanni Míuverðlaunin þetta árið. ...að allt stefni í glæsilega árshátíð Mosfellsbæjar 25. febrúar þar sem Steindi og Auddi verða veislustjórar og fram koma Sigga Beinteins, Stebbi og Eyfi, Stefanía, Sprite Zero Klan og fleiri. ...að bingó fullorðna fólksins verði haldið á Barion fimmtudagskvöldið 16. febrúar. ...að María Agnesardóttir, MAIAA, sé búin að gefa út sitt fyrsta lag sem nefnist Sober. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.