Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Qupperneq 16

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Qupperneq 16
 Kópvogskaupmenn íjólaönnum — en Ijóst er þó að verslunin í næst stærsta bæ landsins geldur að nokkru fyrir sambýlið við Reykjavík KÓPAVOGUR er ungur bær, kaupstaður frá því á vordögum 1955. Menn á miðjum aldri minnast Kópavogs sem hálf- gerðrar eyðimerkur, þar sem þrautgóðir menn og konur sett- ust að og byggðu sinn bæ á tímum þegar Reykjavíkurborg gat ekki útvegað byggingalóð- ir. Þenslan í byggingamálum var ótrúleg í þessum bæ, svo mlkil að enn þann dag í dag líður bærinn fyrir og er haldinn sannkölluðum vaxtarverkjum. Bærinn er hinsvegar vinalegur og hinir dugmiklu íbúar hafa komið sér vel fyrir. Kaup- mannastétt bæjarins er orðin öflug og þar er boðið upp á víð- tækja verslunarþjónustu sem mun fleiri en bæjarbúar njóta, enda er Kópavogur óneitan- lega vel staðsettur á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrsta verslun bæjarins mun hafa verið söluskáli sem Jónas Bergmann kaupmaður opnaði í landi Sæbóls við Hafnarfjarð- 16 arveg. Varsúverslun ígömlum herskáia, en Jónas vakti at- hygli fólks fyrir góðar glugga- skreytingar. Þetta mun hafa verið 1944, en tæpu ári seinna keypti Guðni Erlendsson rekst- urinn. Skömmu síðar kom Gísli Þorkelsson kaupmaður inn í reksturinn með Guðna og var við verslunina í ein 2 ár, þegar búðin var seld Ragnari Jó- hannessyni, sem setti upp skó- deild í versluninni. Árið 1950 tók Guðni Þorgeirsson við rekstrinum, en hann átti eftirað byggja nútímaiega verslun við Borgarholtsbraut árið 1960 og var hann kaupmaður í Kópa- vogi í 23 ár þar til hann gerðist starfsmaður Kaupmannasam- takanna. Við rekstri Verslunar- innar Fossvogs tók þá Gísli bróðirhansaðnýju, varþábúið að byggja nýja verslun handan Kársnesbrautarinnar og rak Gísli þar verslun þar til hann flæmdist á brott vegna vega- mannvirkis, sem þarna kom gegnum kaupstaðinn. Með stórauknum íbúafjölda á tímum þegar húsmæður voru heima við daginn langan, varð mikil þörf fyrir ma tvöruverslanir og aðra verslunarþjónustu. Verslanir voru því á tímabili fjölmargar, einkum í eldri hluta bæjarins, vesturbænum, trú- lega ekki færri en tíu á tímabili. Þetta voru yfirleitt litlar verslan- ir, en um 1970 voru stofnaðar verslanir sem þá þóttu stórar og nútímalegar, Kársneskjör Guðna Þorgeirssonar og síðar enn stærri verslun Jóhanns Kristjánssonar, Borgarbúðin, auk Kjarakaups við Kársnes- braut, sem Jóhann byggði og rak um skeið. Bæjarfeður Kópavogs boðuðu á sínum tíma blaðamenn til við- tals í bænum sínum og kynntu fyrir þeim miklar hugmyndir um nýstárlega verslunarmiðstöð í Hamraborg. Þótti mörgum nóg um þær miklu hugmyndir, sum- ir kölluðu það loftkastala. Engu að síður varð Hamraborg að veruleika og varð jafnvel stærri og meiri en áður hafði verið ráðgert. Þar starfa nú milli 70 og 100 fyrirtæki, þar af fjölmar- gar verslanir sem selja nánast allt milli himins og jarðar. í Hamraborginni má segja að hafi ríkt mikill stöðugleiki í versl- un. Þar eru margar verslanir sem hafa starfað þar frá upp- hafi og njóta virðingar og traustra viðskipta. Má þar til nefna Blómahöllina, Skóbúð Kópavogs, Vedu, Álfhól og raunar fleiri. Kaupmönnum ber þó saman um að Kópavog- skaupmenn gjaldi fyrir það að vera í svo nánu sambandi við Reykjavík, - bærinn er nánast eins og hvert annað úthverfi höfuðborgarinnar. Verzlunartíðindi fylgdust nokk- uð með jólaösinni í Kópavogi um nýliðinjól. Verður ekki ann- að sagt en að Hamraborgin hafi notið góðra viðskipta um þessi jól sem fyrr. Þar var líflegt um að litast flesta daga, og síð- ustu dagana fyrir jól nánast ör- tröð í flestum búðunum. VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.