Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 4

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 4
LEIÐARI KJARASAMNINGAR OG MENNTAMÁL Sem kunnugt er standa nú yfir viðræður um kaup og kjör. Félögin sem standa aS ÍSLENSKRI VERSLUN eru aSilar aS þessum samningum, meS misjöfnum hætti þó. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur sagt sig úr VSI og semur því beint viS launþegafélögin, en Kaupmanna- samtökin og BílgreinasambandiS eru aSilar aS Vinnu- veitendasambandinu. ViSsemjendur FIS og Kl hafa lagt fram kröfur sem eru meS öSru sniSi en óSur. Kröfurnar eru vel unnar og framsettar ó þann hótt aS til fyrirmyndar er. í inngangi kröfugerðar þeirra segir: I upphafi kjarasamninga er óvallt erfitt aS meta hvaða aSferð og útfærslu eigi að beita til aS órang- ur verSi sem mestur. A undanförnum óratugum hefur ýmsum aðferSum veriS beitt meS misjöfnum órangri. Margoft hafa verið settar fram hóar kaup- kröfur sem verSbólgan og stjórnvaldsaðgerSir hafa jafnharðan gert aS engu. Reynslan er harSur hús- bóndi og þeirri staðreynd verður ekki haggaS aS ekki er hægt aS skipta meiru en er til skiptanna. Það skiptir hins vegar miklu móli hvernig því er skipt og VR vill hafa óhrif ó það. MarkmiS Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í kom- andi kjarasamningum er aS auka kaupmótt jseirra sem eru undir meSaltekjum og leitast viS aS verja kaupmótf annarra félagsmanna, viðhalda stöðug- leika og draga úr atvinnuleysi. Bílgreinasambandið stendur frammi fyrir því verkefni að taka þótt í vinnu við að samræma kjarasamninga hinna ýmsu iðnaSarfélaga innan Samiðnar og er slíkt mikiS verk, um leið og metin eru kjör hvers hóps fyrir sig. Þegar þetta er skrifaS er ekki Ijóst hvernig samningum reiðir af. Yfirvofandi er verkfall kennara og ýmsir hópar launafólks hafa aflaS verkfallsheimildar. Oðum styttist í kosningar og hafa ýmsir skarpskyggnir skynjað pólítískan draugagang í þeim efnum. MENNTAMÁL I kjarasamningum er oft tekiS ó menntun launafólks. Mörg ókvæði um nómskeiSahald og jafnvel skólahald hafa ótt upptök í kjarasamningum. Þannig hefur veriS samiS um mörg helstu framfaraskref í menntunarmólum undanfarin ór og slík atriði hafa öSlast stöSugt meira vægi gegn oft á tíSum óraunhæfum kröfum um beinar launahækkanir. I þessu sambandi má nefna námskeiS fyrir afgreiSslufólk verslana, sem nú eru haldin reglu- lega, Eftirmenntun bílgreina, sem býður upp á fjölda námskeiða fyrir sína starfshópa, og fleira mætti til taka. I bílgreininni skipa menntun og endurmenntun æ stærri sess og innan tíSar mun taka til starfa hinn nýi bílgreinaskóli. Flann markar um margt tímamót í starfs- menntun hér á landi þar sem BílgreinasambandiS mun taka virkan þátt í mótun hans og rekstri. Á sama tíma hafa hinir eiginlegu starfsmenntaskólar um margt sofið á verðinum og alls ekki reynst þær fræðslu- og uppeldismiðstöSvar sem nauSsynlegar eru til endurnýjunar og þróunar mikilvægra atvinnugreina, eins og t.d. verslunar. Á meðan skólastofnanir hafa sett markiS æ hærra og einblínt á aS efla nám á "æðri" skólastigum, hefur láðst að styrkja undirstöðumar sem bera eiga uppi vöxt verslunar á komandi árum. MEÐAL EFNIS: SKÝRSLA SAMKEPPNISSTOFNUNAR........................ 5 Dagvörukaupmenn eru litlu nær um þær spurningar sem lagðar voru fram. FAGGILT ENDURSKOÐUN................................ 7 16 bifreiöaverkstæði eru komin meö faggildingu og fleiri eru á leiöinni BÍLGREININ í UPPHAFI ÁRS........................... 10 Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins kveöur brýna nauös aS endurnýja marga stóra bílaárganga STALDRAÐ VIÐ Á NÝJU ÁRI...,........................ 14 Forsvarsmenn fyrirtækja innan ÍSLENSKRAR VERSLUNAR skoöa nýliöiS ár og horfa fram á viS. HVAÐ GERIST MEÐGATT?................................ 19 Um áramót gerSust Islendingar astofnaöilar aS AlþjóöaviSskiptastofnuninni og GATT er oröiö aö veruleika. Hverju breytir það? ÁSGEIR SIGURÐSSON OG EDINBORGARVERSLUN............. 25 Guðjón Friðriksson sagnfræöingur skoöar llf og starf eins áhrifamesta frumkvööuls í íslenskri verslun FRÉTTIR, FÓLKOG FLEIRA... 4 VERZLUNARTÍÐINDI VERZLUN ARTIÐIN Dl 45. ÁRG. 1 .TBL. 1995 Málgagn ÍSLENSKRAR VERSLUNAR Húsi verslunarinnar • 103 Reykjavík Sími 588 8910 Formaður: Bjarni Finnsson Umsjón: Jóhanna Birgisdóttir Sími 561 0707 Ljósmyndir: SPESSI o.fl. Prentun: SVANSPRENT ISLENSK VERSLUN BÍLGREINASAMBANDIÐ FÉIAG ÍSLENSKRA STÖRKAUPMANNA KAUPMANNASAMTÖK iSLANDS

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.