Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 27

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 27
EDINBORGARVERSLUN Stórbygging Edinborgarverslunar var fullgerð 1925. Arkitekt hússins var Einar Erlendsson og var það nýjung að greipa nafn verslunarinnar í steinsteypuna. háðir einum kaupmanni og urðu því að sæta afarkostum í verðlagi. Þeir fáu sem höfðu bolmagn til að kaupa vörur með peningum fengu hins vegar miklu betri kjör. Því var jafnvel haldið fram að munurinn væri 25-30 prósent. Asgeir Sigurðs- son sem hafði vanist allt annars konar verslunarháttum í Skotlandi ákvað að breyta þessu er hann hóf verslunarrekstur í Reykjavík. Vafa- laust hefur hann ekki gert sér grein fyrir því í upphafi að með þeirri ákvörðun var hann að skrifa nýjan kapítula í íslandssöguna. Látum Sigurbjörn Þorkelsson, síðar kaup- mann í versluninni Vísi, hafa orðið en hann var pakkhúsmaður Edin- borgarverslunarinnar. "Verkamenn, sem áður höfðu orðið að taka út vörur út á alla vinnu sína við uppskipun eða útskipun og það með uppsprengdu verði, fengu nú vinnulaun sín greidd í hreinni mynt hjá Verslun- inni Edinborg. Mikil hafði undrun karlanna orðið þegar þeir í fyrsta sinn fengu útborgaða alla vinnuna sama kvöldið og þeir höfðu verið að skipa upp og verslunin þó orðin full af vörum. "Hvað eigum við að gera við peninga?" spurðu þeir. "Við getum eins átt þá inni og tekið svo út á þá seinna, ekkert liggur á." En kaupmaðurinn Asgeir Sigurðs- son sat við sinn keip. Hann sagði að þeir gætu eins verslað við sig fyrir peningana ef hann hefði jafn ódýrar vörur og aðrir að bjóða. Og svo varð raunin á og verslunin jókst og dafnaði." Þess skal getið að Edinborgar- verslun greiddi út peninga í skíra- gulli, bæði vinnulaun og greiðslur fyrir íslenskar afurðir. Voru það sterlingspund og tíu shillinga pen- ingar sem fluttir voru inn í 100 punda kútum. Yfir dyrum Edin- borgar voru letruð einkunnarorð hennar: Lítill ágóði - fljót skil. Hugmyndin var sú að peningarnir ættu að vera fljótari í snúningum en áður, helst umsetjast oft á ári. Og það átti aftur að gera það mögulegt að selja ódýrar en ella og sæta betri innkaupum. Viðskipta- vinurinn kom ekki í Edinborg til að "taka út" og "leggja inn" - hann kom til þess að kaupa og selja. Það var nýjungin. Og Edinborg óx og dafnaði á undra skjótum tíma. Eftir fá ár varð hún ein stærsta verslun Reykjavíkur og þetta hafði þá þýðingu að vöruskiptaverslunin lagðist af í höfuðstaðnum að mestu leyti. Aðrar verslanir urðu hvort sem þeim var ljúft eða leitt, að sigla í kjölfar Edinborgarverslunar. Árið 1908 heyrði slík verslun nær algjör- lega sögunni til í Reykjavík, en þá var gamla láns- og vöruskiptaversl- unin enn í miklum blóma og raun- ar ríkjandi á flestum verslunar- stöðum úti á landi. KURTEISIVIÐ KÚNNANN Annað fylgdi líka í kjölfarið. Eitt af þeim nýmælum sem Edinborg flutti inn í landið með sér var kurteisi við afgreiðslu og var þetta í rauninni bein afleiðing af hinum breytta verslunarhætti. Skulda- verslunin hafði oft haft í för með sér undirlægjuskap viðskiptavina og að sama skapi hroka afgreiðslu- manna. Þetta breyttist með pen- ingaviðskiptunum þegar fólk var ekki lengur bundið við eina verslun heldur gat farið með peninga sína og keypt hvar sem var. Þetta þykir svo sjálfsagt nú til dags að fáum kemur til hugar að þetta hafi nokkru sinni verið öðru vísi. En VERZLUNARTÍÐINDI 27

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.