Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 12
VERSLUM HEIMA Athygli beint að atvinnu- og verðmæta- SKÖpun versl- unarinnar í ágúst 1984 ákvað stjórn Félags sérvöruverslana að efna til sérstaks átaks til að benda neytendum á mikilvægi þess að versla heima. Gerðist þetta í beinu framhaldi af árvissri umræðu um innkaupaferð- ir Islendinga til nágrannalandanna, þar sem talið er að þjóðarbúið missi af hundruðum ef ekki þúsundum milljóna í tekjur á ári hverju. Mark- miðið var að opna augu almenn- ings og stjórnvalda fyrir þeirri atvinnu- og verðmætasköpun sem verslun stendur fyrir og þeim virðisauka sem hún skilar hinn í landið. Yfirskrift átaksins varð Tryggjum atvinnu - verslum heima og þróaðist það fljótlega frá því að verða verkefni Félags sérvöruversl- ana í breiða samvinnu fjölda fyrir- tækja, stórra og smárra, í verslun og þjónustu. Efnt var til kynningarfundar 11. október og þangað boðaðir fulltrúar ýmissa verslunarfyrir- tækja og stórra þjónustuaðila, auk félagasamtaka vinnuveitenda og launþega. A fundinum voru kynnt- ar þær hugmyndir sem fyrir lágu og gerðu fundarmenn almennt góðan róm að. Atakið var formlega sett í gang 28. október og var Davíð Oddsson fenginn til að opna það á fundi í Geysishúsinu. Þangað mættu full- trúar ýmissa samtaka sem og kaup- menn og fjölmiðlafólk. í framhaldi var farið í dreifingu kynningarefnis - veggspjalda og límmiða til verslana um land allt og dreift var 300 þúsund innkaupapokum sem merktir voru í bak og fyrir og kost- aðir af greiðslukortafyrirtækjunum. Þá voru birtar heilsíðuauglýsingar í dagblöðum og einnig skjáauglýs- ingar, auk þes sem félög og fyrir- tæki víðs vegar um landið, tóku málið upp, hver í sínu héraði. "Við erum nokkuð sátt við hvern- ig þetta gekk til", segir Baldvin Omar Magnússon formaður Félags sérvöruverslana. "Atakið náði því sem til var ætlast og við hugsuðum þetta aldrei nema sem fyrsta vers. Fyrir liggur að halda áfram og fylgja þessu eftir í ár og næsta ár og mun undirbúningur hefjast strax í vor. Markmiðið var að á nokkrum árum gætum við náð inn í landið aftur hluta af þeirri verslun sem nú fer fram erlendis. Ahugi kaup- manna á framhaldi er mikill, en það voru vonbrigði að launþega- félögin skyldu ekki fást til þátttöku. Vonandi verður þar gerð bragarbót á í haust." Meðal þess sem átakið beindist að var að vekja athygli stjórn- valda á gildi verslunar. Af því tilefni mætti fjármálaráðherra ásamt aðstoðarmannai sínum á fund starfshópsins. A mynd- inni eru, t.f.v.: Þór Sigfússon aðstoðarm. ráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Bjarni Finnsson formaður KI, Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri KI, Einar Hall- dórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar og Gunnar Guðjónsson formaður Laugavegssamtakanna. A myndina vantar hins vegar Baldvin Omar Magnússon formann Félags sérvöru- verslana 12 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.