Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 20

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 20
GATT í GILDI mörg hundruð prósent í sumum tilvikum, og opnar þannig fyrir minni lækkun á öðrum vöruteg- undum. Þessum flókna talnaleik er í raun ætlað að viðhalda inn- flutningshindrunum á ýmsum landbúnaðarvörum svo lengi sem mögulega er hægt. Afleiðingin er einföld: Hækkun vöruverðs. Og þetta gerist innan veggja landbún- aðarráðuneytisins, sem fengið hef- ur forræði í innflutningsmálum matvara og þannig frítt spil til að standa vörð um hagsmuni land- búnaðargeirans Möguleikar útflytjenda Það er hins vegar ekki hvað síst útflutningsverslunin sem fær ný og áður óþekkt tækifæri með samn- ingnum. Kröfur Islands um tolla- lækkanir beindust einkum að fiski og fiskafurðum, sem og ýmsum iðnaðarvörum tengdum sjávarút- vegi. Þar náðist mikill árangur í tvíhliða viðskiptasamingum við stórar viðskiptaþjóðir eins og Bandaríkin og Japan, en aðgangur að mörkuðum Evrópu er þegar tryggður með EES og fríverslunar- samningum við ríki Mið- og Austur Evrópu. Jafnframt er ljóst að Island nýtur góðs af tilboðum annarra ríkja innan samkomulags- ins, því í krafti bestukjarareglunnar nýtur Island þeirra tollalækkana sem önnur ríki hafa náð fram í við- ræðunum. Vegna þessa eru fyrir- sjáanlegar umtalsverðar tollalækk- anir inn á ýmsa þá markaði sem Islendingar horfa vonaraugum til í náinni framtíð, einkum í Asíu, en einnig í Mið- og Suður-Ameríku. Og þá má ekki gleyma þeim mögu- Hvar verða tækifærin? í þingsályktunartillögunni um full- gildingu samningsins um stofnun Álþjóðaviðskiptastofnunarinnar er að finna upplýsingar um þær tollalækk- anir sem verða á helstu framleiðslu- vörum Islendinga á ýmsum mörkuð- um. Kemur m.a. fram að óvegin tolla- lækkun á fisk og fiskafurðuir er 29,6% til Bandaríkjanna, 26% til Japan, 27,2% til Kóreu, 51,2% til Singapúr, 28,1% til Malasíu og 28,8% til Mexíkó. I þessu ljósi er fróðlegt að skoða upplýsingar sem fram komu í tíma- ritinu Economist nýverið um efna- hagshorfur í heiminum á næstu árum. Þar eru spáð fyrir um vöxt landsfram- leiðslu í hinum ýmsu heimshlutum næstu tíu árin og kemur engum á óvart að þar tróna löndin í Asíu og Mið-og Suður Ameríku efst á lista. Þarna er um að ræða gífurlega fjöl- menn svæði og má nefna að Kínverjar eru nú komnir yfir milljarðinn, á Indlandi búa um 900 milljónir, í Mið- og Suður Ameríku um 450 milljónir og í Hong Kong, Singapore, S-Kóreu, Tai- wan og Japan tæpar 300 milljónir, þar af 200 milljónir í Japan. Batnandi efnahagástand í þessum ríkjum, eykur kaupgetu íbúanna og opnar fyrir innflutning þeirra á ýms- um varningi frá efnaðri þjóðum heims. Sem dæmi er nefnt að í Kína, Indlandi og Indónesíu séu í dag um 100 milljón- ir manna með sömu kaupgetu og Spánverjar, sem eru stór kaupandi fiskafurða frá íslandi. Árið 2010 verð- ur samsvarandi tala hins vegar 700 milljónir. Haldi landsframleiðsla áfram að aukast í Kína svipað og verið hefur, verða meðaltekjur á mann árið 2020 um 13 þúsund Bandaríkjadalir, en það samsvarar meðaltekjum Spán- verja í dag. leikum sem íslensk landbúnaðar- vara fær á erlendum mörkuðum. Aukin viðskipti - betri kjör Almennt eru menn sammála um að samningurinn um Alþjóðavið- skiptastofnunina muni leiða til aukinna heimsviðskipta, hagvaxtar og betri lífskjara. Er það kærkomin upplyfting eftir efnahagslega lá- deyðu undanfarinna ára. Ymsum tölum hefur verið velt upp í því sambandi og margir sett sig í spá- mannlegar stellingar. I skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis í apríl 1993 kemur fram sú áætlun að heimstekjur muni aukast um 200 milljarða dollara á ári í kjölfar Uruguay-viðræðnanna. I þings- ályktunartilögunni um fullgild- ingu samningsins um WTO segir hins vegar að samkvæmt nýjum útreikningum sérfræðinga GATT megi ráðgera að eftir 10 ár verði heimstekjur a.m.k. 510 milljörðum dollara meiri, en ella hefði verið, vegna samningsins. Hvernig svo sem menn velta slíkum tölum upp, er ljóst að viðskipti munu aukast verulega. Jafnframt verður þróun- arlöndum tryggð meiri hlutdeild í heimsviðskiptunum með aukinni fríverslun. Allt hangir þetta á sömu spýtunni því um leið og útflutn- ingur þróunarlandanna vex, eykst geta þeirra til að kaupa margvís- legan varning frá iðnríkjum, sem þannig auka einnig framleiðslu sína, útflutning og tekjur. Hvar sem borið er niður í heiminum, eru væntingar til samningsins því þær sömu, það er að aukið viðskipta- frelsi og afnám viðskiptahindrana muni leiða til betri lífskjara fyrir alla þegar upp er staðið. Og hvaða atvinnugrein ætli verði þar í lykil- hlutverki? Jú, eimitt - verslunin. Jón í Nóatúni sjötugur Jón Júlíusson, kaupmaður f Nóatúni, varð sjötugur nú í byrjun ársins. Jón hefur lengi verið í forystu matvörukaup- manna innan Kaupmannasam- taka Islands og gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum sam- takanna og utan þeirra. I tilefni afmælisins færðu Kaupmanna- samtök íslands honum að gjöf málverk frá æskuslóðum Jóns á Snæfellsnesi eftir Bjarna Jóns- son listmálara. 20 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.