Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 31

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 31
EDINBORGARVERSLUN ... - ■ Einar kaupir armbönd, hringa, ætlar brátt að láta syngja: "Forðum til hins fyrsta manns." I gær tók Björg sér ballskó eina, biður að taka frá en leyna göngustafi gentlemanns. Hanar, fuglar, kýr og kettir, kassar perluskeljum settir. Stundanegrinn. Flest má fá. Dómínó og dýr sem synda. Dómínó stærri og albúm mynda og ótal fleira er að sjá." Eitt sinn var auglýst í Edinborg að hver sem keypti pund af kaffi fengi með í pakkanum miða sem bókstafur var prentaður á og þegar sá hinn sami gæti skilað miðunum þannig að úr þeim mætti lesa orðin: "Edinborgar Excelsior-kaffi", þá mátti hann kjósa sér einhvern nyt- saman búshlut úr versluninni. Eitt ráðið var það að hlaða kolum í stafla og áttu menn að giska á hveresu þungi þeirra væri mikill. Sá sem komst næst hinu rétta fékk kolabinginn að launum, að sjálf- sögðu heimsendan sér að kostnað- arlausu. Einu sinni var auglýst að hver sem verslaði fyrir krónu minnst fengi afhent póstkort og skyldi sá fá verðlaun sem oftast gæti skrifað Verslunin Edinborg á kortin. Brautryðjandi úti í heimi, í hvers konar auglýsingabrögðum, var um þær mundir fyrirtækið Lever Brothers sem framleiddi Sunlight- sápu og fleiri vörur. Edinborg hafði umboð fyrir þetta fyrirtæki og lét ekki sitt eftir liggja. Það þótti tíðindum sæta er Edinborg auglýsti að sá fengi 20 þúsund króna verðlalun sem gæti sýnt fram á að Sunlight-sápan væri ekki eins góð og lofað væri. Verka- menn í Reykjavík sem aðeins höfðu nokkur hundruð krónur í árslaun, kannski í mesta lagi eitt þúsund, hugleiddu mjög hvernig þeir gætu nælt sér í þessa peninga en engum hugkvæmdist ráð til þess. Hins vegar varð þetta til þess að nafn Sunlight-sápunnar var á hvers manns vörum og var því um snjallt auglýsingabragð að ræða. FRÍ HEIMSENDING Á HESTVAGNI Helsti keppinautur Edinborgar var Thomsens-magasín. Þessum tveimur verslunum lenti stundum harkalega saman og háðu opin- berar deilur vegna hinnar hörðu samkeppni í Reykjavík á fyrstu árum 20. aldar. Arið 1906 byrjaði Edinborg á þeirri nýjung að bjóðast til að aka öllum vörum heim til viðskiptamanna, hverju nafni sem þær nefndust, og fékk sér þrjá hestvagna í þessu skyni. Þennan heimflutning tóku svo flestar aðrar verslanir upp og var óspart auglýst í blöðum bæjarins: "Vörurnar send- ar frítt heim", "vörurnar sendar heim að kostnaðarlausu". Sigur- björn Þorkelsson, þá starfsmaður Edinborgarverslunarinnar, segir í endurminningum sínum. "Nú kom samt í ljós að talsverðir annmarkar voru á þessari heim- sendingu vara og kaupmenn höfðu ekki gert ráð fyrir því að fólk tæki þessu nýja boði um bætta þjónustu svo bókstaflega sem raun varð á. Menn komu ofan úr sveitum og heimtuðu allt sent heim til sín. Heimsendingarástríðan fór nú að grípa svo mjög um sig meðal bæjar- búa að undrun sætti. Beðið var um einn eða tvo eldspýtustokka eða eitt títuprjónabréf eða pund af salti - allt áttu kaupmennirnir að senda heim." PÁFINN GERIR GRIKK Á árunum 1907 til 1908 gekk fjárkreppa yfir Vesturlönd. Sigurbirni Þorkelssyni segist svo frá: "Það duldist engum að eftir árið 1908 til 1909 varð hlutafélagið Cop- land og Berrie fyrir ægilegum töp- um á fiskkaupum, allt að tveimur milljónum. Sú saga gekk að það hefði verið páfanum í Róm að kenna. Hann hefði allt í einu tekið m fyrir: SKRIFSTOFUNA? rekstrarvorur Irekstrarvöru v.i ;1 I íiinprrlís (BÉlilÍÍ! ■■ L|ii»J[J Ljósritunarpappír, tölvupappír, faxpappír, bréfabindi, plastmöppur, skrifblokkir, stílabækur, gatarar, heftarar, pennar o.m.fl. Hagstætt verð. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! ^ REKSTRARVÖRUR Ry RÉTTARHÁLSI 2 • 1 10 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 VERZLUNARTÍÐINDI 31

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.