Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 19
GATT í GILDI
Nýtt GATT-samkomulag færir
versluninni fjölmörg tækifæri
Um áramótin síðustu tók
gildi eitt mikilvægasta
samkomulag sem þjóðir
heims hafa gert frá upphafi. Alls
voru það 124 þjóðir, auk ESB, sem
innsigluðu Uruguay-lotu GATT
samkomulagsins og samþykktu að
koma á fót Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni, WTO (World Trade Organ-
ization). Talsvert færri þjóðir teljast
þó meðal stofnaðila, því þjóðþing
hverrar þjóðar þurfti að fullgilda
samninginn fyrir árslok 1994, til að
komast í þann hóp. Hér á landi
tókst naumlega að herja þings-
ályktunartillögu um samninginn í
gegn á Alþingi fyrir áramót. Al-
mennt eru menn sammála um að
samningurinn um Alþjóðavið-
skiptastofnunina muni virka sem
vítamínsprauta á efnahag heimsins
á næstu árum og nýjustu útreikn-
ingar segja að fyrir vikið verði
heimstekjur 510 milljörðum Banda-
ríkjadollara hærri eftir tíu ár.
Jafnræði enn í öndvegi
Megininntak GATT er að viðskipti
skuli stunduð á grundvelli jafn-
ræðis og að ríki megi ekki mis-
muna vörum við innflutning með
tollum eða magntakmörkunum
vegna uppruna eða áfangastaðar.
A ofanverðum áttunda áratugnum
þótti ljóst að hið almenna sam-
komulag um tolla og viðskipti frá
1947, svaraði ekki lengur kröfum
nútíma heimsviðskipta, m.a. vegna
þess að samningurinn var tak-
markaður við vöruviðskipti. I kjöl-
farið hófust Uruguay-viðræðurnar
á ráðherrafundi aðildarríkjanna í
Punta del Este í Uruguay árið 1986.
Það tók 8 ár að komast að endan-
legri niðurstöðu enda um að ræða
langviðamestu viðskiptaviðræður
til þessa. Til viðbótar samningi um
tolla og viðskipti, sem jafnframt
nær nú til landbúnaðarvara, voru
gerðir samningar um hugverkarétt
í viðskiptum og þjónustuviðskipti,
auk þess sem ríkin komu sér sam-
an um hvernig haga skuli heildar-
athugun og eftirliti, úrlausn deilu-
mála o.fl.
WTO leysir GATT af hólmi
Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar
var ætlunin að setja á stofn þrjár
nátengdar stofnanir um alþjóðlega
efnhags- og viðskiptasamvinnu
ríkja. Einungis náðist samkomulag
um stofnun tveggja, þ.e. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank-
ans. Með samningnum um stofnun
Alþjóðaviðskiptastofnunarinar,
verður þriðja stofnunin loks sett á
fót. Henni er ætlað að mynda
stofnanalegan ramma utan um
hina ýmsu samninga sem gerðir
voru í Uruguay-lotunni.
Vöruúrval mun aukast
Island mun hafa margvíslegan
ávinning af nýja GATT-samkomu-
laginu. Hvað innflutning áhrærir á
að opnast fyrir fjölda nýrra vöru-
flokka sem áður hefur verið óheim-
ilt að flytja til landsins. Þar ber
hæst ýmsar landbúnaðarvörur og
er gert ráð fyrir að tollar leysi af
hólmi magntakmarkanir og aðrar
innflutningshindranir. Smátt og
smátt skal dregið úr tollvernd á
næstu 6 árum.
Ekki sér þó fyrir endann á land-
búnaðarþættinum. I samningnum
er áðurnefnt 6 ára tímabil ætlað til
aðlögunar innlendrar framleiðslu
og á því skal lækka tolla um 36%
að meðaltali. Þetta meðaltals-
ákvæði hefur orðið til þess að land-
búnaðargeirinn hyggst leggja mjög
há tollaígildi á t.d. grænmeti, eða
Verður væntanlega farið
að skila sér fyrir lok ársins
— segir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri
Þó að ísland hafi gerst stofnaðili að
Alþjóðaviðskiptastofnuninni um ára-
mótin er vart hægt að tala um að áhrifa
samningsins sé farið að gæta hér. Enda
þarf fleira til að koma. Fyrir liggur að
gera þarf fjölmargar breytingar á lög-
gjöf um innflutning og vöruviðskipti
áður en af framkvæmd getur orðið.
Olafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu, sem leitt hefur sam-
starfsnefnd fimm ráðuneyta sem undir-
býr þessar breytingar, segir undirbún-
inginn sem slíkan ganga ágætlega. "Við
vonumst til að bæði þeir sem viðkiptin
stunda og neytendur verði farnir að
merkja áhrif samningsins fyrir lok þessa
árs. Það er hins vegar Alþingis að af-
greiða lagabreytingar og ákveða hven-
ær sú afgreiðsla fer fram og héðan af er
ljóst að ekkert gerist fyrr en nýtt þing
kemur saman í haust."
- En hvernig munu menn merkja áhrif
samningsins?
''Fyrst og fremst í auknu vöruvali,
aðallega með innflutningi á landbúnað-
arvörum sem hingað til hafa ekki verið
fluttar til landsins. Ennþá er þó nokkuð
óljóst hversu víðtækur sá innflutningur
verður.
- Hvað með pann ótta innflytjenda að t
tilboði íslands um tollbindingar á land-
búnaðarvörur, sé í raun verið að opna fyrir
mögulega verðlwekkun en ekki lækkun ?
"Það er ótvírætt að öll samningsgerð-
in gekk út á að draga úr viðskiptahindr-
unum og því stríðir hækkun tolla þvert
gegn anda samningsins. Framkvæmdin
verður að tryggja að ekki verði gengið
gegn þessum megintilgangi. Það er
samkomulag milli ríkisstjórnarflokk-
anna um að efnislegt forræði landbún-
aðarmála skuli vera í landbúnaðarráðu-
neytinu og við það hefur allur undir-
búningur miðast. Framkvæmdin hlýtur
hins vegar að byggja á samkomulagi
þeirra ráðuneyta sem um málið fjalla,
þau verða að komast að sameiginlegri
niðurstöðu.
Island mun hafa margvíslegan hag af
þessum samningi. Það hefur sýnt sig að
þegar vöxtur er í heimsbúskapnum
eykst eftirspurnin eftir okkar afurðum
og verð á þeim hækkar. Við sjáum fram
á Iækkun tolla á fjölmörgum afurða
okkar í ýmsum löndum, í samræmi við
tvíhliða samninga sem gerðir voru.
Aukið frjálsræði mun greiða fyrir öllum
viðskiptum og vöruúrval verður í kjöl-
farið meira en áður. Þá hefur ísland
ótvíræðan ávinning af því að Alþjóða-
viskiptastofnunin taki við af GATT.
Stofnunin mun hafa meira vald til að
fylgja eftir kvörtunum og betri tök á að
treysta réttaröryggi smærri þjóða.
Þannig ættu hagsmunir okkar að verða
betur tryggðir en ella."
VERZLUNARTIÐINDI 19