Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 28

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 28
EDINBORGARVERSLUN það er öðru nær. Verslunin Edin- borg átti sinn stóra þátt í að breyta hugsunarhættinum. Allt í einu var viðskiptamaðurinn farinn að hafa meiri rétt en afgreiðslumaðurinn. Það var hann sem hafði ávallt rétt fyrir sér en sá sem afgreiddi var aðeins þjónn hans. BLÓMLEG VERSLUN Uppgangur Edinborgarverslun- arinnar undir stjórn Asgeirs Sig- urðssonar var ævintýralegur. Um- setning verslunarinnar fyrsta árið sem hún starfaði var tæpar 43 þús- und krónur en tíu árum síðar var umsetningin komin upp í tvær og hálfa milljón og hafði nær sextíu- faldast þrátt fyrir litla sem enga verðbólgu á sama tíma. Arið 1895 voru fastir starfsmenn verslunar- innar fimm, eins og áður sagði, en tíu árum síðar voru þeir orðnir 58 og er þá ekki talinn með fjöldi dag- launamanna. Fyrst í stað flutti Edinborgar- verslun eingöngu inn útlendar vör- ur og verslaði með þær en fljótlega fór Asgeir Sigurðsson að þreifa fyrir sér með að kaupa saltfisk og aðrar íslenskar afurðir gegn stað- greiðslu í beinhörðum peningum, skíragulli frá Englandi. Sú nýjung olli einnig straumhvörfum í útflutningsverslun Islendinga. Fór svo á árunum 1901 og 1907 að Edinborg náði að kaupa stærsta hlutann af fiskframleiðslu Islend- inga og var megnið af fiskinum sent beint til Spánar og Italíu en hafði áður oftast farið um Kaup- mannahöfn með tilheyrandi milli- liðakostnaði þar. Asgeir fékk góð sambönd við spænsk og ítölsk verslunarfyrirtæki og árið 1905 urðu nokkur þeirra meðeigendur í fiskverslun Edinborgar. Má því segja að á þeim tíma hafi Verslunin Edinborg verið orðin fjölþjóðlegt fyrirtæki þar sem eigendurnir voru íslenskir, skoskir, spænskir og ítalskir. ALÞJÓÐLEG ÚTGERÐ OG FISKVERKUN Til þess að fiskverslunin gengi sem best fyrir sig voru stofnuð útibú verslunarinnar víða um land: á Akranesi, í Keflavík, Hafnarfirði, á ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í V estmannaeyjum. Árið 1901 hóf Edinborg sjálf stórfellda skútuútgerð. Það ár var stofnað á hennar vegum dóttur- Efri mynd: Auglýsing frá Edinborg á kreppuárunum. Neðri mynd: Auglýsingavagn Edin- borgar árið 1909. Efst trónir "negrinn” og sjást glögglega hin amerísku áhrif á auglýsingaaðferðina. fyrirtækið Sjávarborg. Skyldi verk- efni þess vera þilskipaútgerð, fisk- verkun og fiskverslun. Strax voru keyptir sjö stórir kútterar og hafði Sjávarborg um tíma mest umsvif allra útgerða í Reykjavík. Meðal annars keypti hún öll fiskiskip Geirs kaupmanns Zoéga í Reykja- vík og einnig skip Ágústs Flygen- rings í Hafnarfirði. Skúturnar urðu tíu eða ellefu þegar flestar voru. Munu þær reyndar að verulegu leyti hafa verið gerðar út fyrir reikning spænskra fiskkaupmanna og má segja að Edinborg hafi verið leppur fyrir þá. Miðstöð útgerðar- innar var á svokallaðri Sjávarborg- arlóð neðst við Barónsstíg. Þar var tekið á móti afla, gert að honum og fiskurinn þurrkaður, ekki aðeins fiskur úr skútum verslunarinnar meðan þær voru við lýði, heldur og frá fjölmörgum öðrum útgerðar- mönnum. Eftirfarandi frétt birtist í Þjóðólfi í febrúar 1902: "Um 600 þúsund krónur hefur verslunin Edinborg hér í bænum borgað hér á landi næstliðið ár fyrir saltfisk, sundmaga, vinnulaun við útskipun fisksins og fleira, auk þeirrar atvinnu er verslunin hefur veitt með þilskipaútgerð sinni og fiskverkun við þá útgerð. Forstöðu- maður verslunarinnar hér, hr. Ásgeir Sigurðsson, er umboðsmað- ur fiskkaupmanna á Spáni svo að þar eru engir milliliðir. Rennur því enginn ágóði í vasa erlendra milli- göngumanna og leiðir þar af að fiskurinn getur verið hér í hærra verði en ella. Verslunin Edinborg hefur fyrst allra verslana hér grundvallað viðskipti sín á pen- ingaborgun og á miklar þakkir skilið fyrir þá framtakssemi og þann dugnað sem hún hefur sýnt í því að efla bein peningaviðskipti á landinu enda hefur hún blómgast ár frá ári. Mundi mörgum bregða við ef þessi fiskkaup verslunar- innar hættu því rúm hálf milljón króna í skildingum inn í landið á ári, er allmikið fé eftir vorum mæli- kvarða." Svo mikil var þensla fyrirtækis- ins að þessar 600 þúsund krónur árið 1901 voru orðnar ein milljón og 750 þúsund krónur árið 1905. Þá var líka hámarkinu náð. Ári áður hafði allri skútuútgerð verið hætt - eins og hendi væri veifað - og var það að kröfu Spánverja sem munu ekki hafa talið borga sig að standa í slíkum rekstri lengur. SKÓLIVERÐANDI KAUPMANNA Höfuðstöðvar verslunarinnar Edinborgar voru alla tíð í Reykja- vík. Litla húsið í Hafnarstræti 8 varð nær strax of lítið og voru þá keyptar hinar gömlu eignir Knud- zonsverslunar í Hafnarstræti 10-12. Þar var reist nýtískulegt verslunar- hús árið 1905 með stærri verslun- argluggum en áður höfðu þekkst í Reykjavík og miðstöðvarkyndingu sem þá var nýjung. Enn voru færð- ar út kvíarnar og keypt hús í Austurstræti sem lágu að húsunum við Hafnarstræti. Deildir Edinborg- arverslunar í Reykjavík urðu alls um tólf, þegar flestar voru, og unnu þar fjölmargir íslendingar sem síðar urðu þekktir kaupmenn í Reykjavík. Hallgrímur Benedikts- son, síðar stórkaupmaður, var til dæmis fyrir nýlenduvöruversl- 28 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.