Bókasafnið - 01.01.2000, Page 5

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 5
Nú sneri eg aftur til baka og sentist á harðahlaupum niður í barnaskólann. Þá var kl, 11 og frímínúturnar að byrja. í gang- inum hitti eg skólastjórann, sem var alt annar maður en eg bjóst við. Eg þekki hann, Hann heitir Páll og er ættaður aust- an úr Flóa. Við vorum samtíða á Akureyri 1912 og höfum síðan sézt öðru hvoru. Síðast sáumst við 1917, Páll er altaf hás og verður að tala í lágu hljóði. Eg spurði hann eftir Sigur- birni Sveinssyni. Páll sagði, að hann kæmi bráðum. Síðan fór hann með mig upp í íbúð sína á efsta lofti. Þegar við höfðum átt þar örstutt tal saman, kom Sigurbjörn inn montinn, barnalegur og híæjándi eins og tyrri dag- inn, en nú var hann spikfeitur og allur ávalur í andliti og sællegur eins og full- kominn syndari. Engin dauðamörk sjást þó á útliti Sigurbjarnar, og hann er svo unglegur í andliti eins og hann sleppi því að lifa, nema rétt á meðan langferða- menn heimsækja hann, Sigurbjörn hóf strax nervöst tal um rit- smíðar mínar og komst nú allur á loft. En tíminn var naumur, því að eftir 5 mínútur átti hann að byrja að kenna. í því að bjöll- unni var hringt, var hann byrjaður að segja mér frá skilnaði sínum við konuna og ástaræfintýrum sínum, Hann var sæll í synd sinni og kvaðst hafa verið grátlega misskilinn. Klukkan 2 ætluðum við að hittast aftur, Sigurbjörn fór nú niður, en ínn kom aftur Páll. Við töluðum saman til kl. 12, mest um pólitík. Páll trúir ekki á að jafnaðar- stefna geti blessast, fyr en búið sé að bæta mennina. Kl, 12 pípti Lyra, en eg bjóst ekki við, að hún færi fyr en kl, 4. Eg kvaddi Pál og rauk út, og Sigurbjörn sá eg ekki meira. Eg ætlaði mé’r að heimsækja ísleif Högnason og móður Krist- ínar, sem eg man aldrei hvað heitir. En af hvorugu þessu gat orðið. Á leiðinni niður að höfninni hitti eg Þórhall lögfræðing og fylgdist með honum niður eftir. Eg spurði hann hvernig á þvi stæði, að Páll væri svona íhaldssamur. Þórhallur sagði, að það orð lægi á, að hann væri nokkuð háður Gísla Johnsen og að einhverju leyti undir hans vernd. Ferðin yfir hafið gekk svona líkt og ferðir ganga yfir höf. Stundum kom vindurinn úr þessari átt og stundum úr hinni, stundum var aldan svona og stundum einhvernveginn öðruvísi en svona, stundum smá og stundum stór, stundum valt skipið og stundum valt það ekkert, Eg lá lengstum í bælinu og skrifaði esperantísktískt orðasafn og las Goos step. Eg gat ómögulega fengið mig til að lesa sænsku. Mér leiðist hún svo mikið. Svoleiðis smaatildragelser eru ekki að mínu skapi. Eg heimta eitthvað gasalegt og mikilfenglegt. Eg sé að Sinelair er enn þá ósvífnari í að nefna nöfn en eg hefi nokkurntíma verið. Knud Ziemsen og Jón Þorláksson þyrftu að fá æfisögu sína skrásetta með líku sniði og prófessor Butler í Goos step. Eg er að hugsa um að gera Jóni að minsta kosti ofurlítil skil í svari mínu til Kristjáns. Eg fór á fætur við hverja máltíð og át saðn- ingu mína, Síðan gekk eg uppi eina klukku- stund og 4 mínútur, hafði öndunaræfingar og fylti mig af einhverri óskiljanlegri lífsorku. Leiðinlegir Danir héldu uppi látlausum sam- ræðum um ekki neitt. Þvílíkur viðbjóður. Tomas frá Kempis segir, að menn spillist á ferðalögum. Þetta finn eg, að gæti átt við mig, ef eg hóldi allar mínar reglur, Heilsaðu hinum blessaða2 og segðu honum, að enn þá hafi eg enga synd framið síðan eg lét úr höfn á íslandi. Þegar við lögðum inn í skerjagarðinn, var orðið myrkt af nótt og rokviðri á suðaustan, Á báðar hendur mátti sjá vita og brim og boðar kváðu við í öllum áttum, Þá kom mér að góðu haldi þekking mín á því, hve lífs- hættur á sjó eru árangurslausar tilraunir. Af engu hefi eg lært eins margt og mikið eins og sjómenskunni, Hún er mér margfalt meira virði en mitt bóklega gugt. Eg þekki ekkert dýrlegra en að geta siglt um úthöfin með þekkingu og mætti sjómannsins. Að geta gengið teinréttur á þilfarinu á nærklæðum í ófæru veðri, að skilja tilgang haföldunnar, að vita nöfn á þessu og þessu, þegar hinir farþegarnir dragast út á þilfarið I vetrar- frökkum, halda sér dauðahaldi í dyrastafina og formyrkvast af skilningsleysi á öllu því, sem fram fer — það eru dásamleg augnablik, í skerjagarðinum orti eg gamalt viðkvæði, sem hljóðar svo: Hægt skríður Lyra mót austri. Hér er eg byrgður í klaustri. Á íslandi er tunglsljós og blíða. Mig langar ósköp að ríða. Hvass er hann enn þá á austan. Eg er skyldur Jóni gamla Austmann. Þórbergur Þórðarson, 1923. (Landsbókasafn). Bókasafnið24. árg. 2000 3

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.