Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 57
Fyrír hvatningu og áhuga félagsmanna á sameíningu bóka- varðafélaganna var svo haustið 1998 stofnaður Vinnuhópur um sameiningarmál bókavaröaféiaga á ístandi sem starfaði sleitulaust fram að stofnfundi nýja félagsins síðla hausts 1999 þegar störfum hans lauk formlega. Sameiningarmálin voru svo einnig tekin á dagskrá og rædd á aðalfundum félaga bóka- varða. Félögin sem sameinuðust í Upplýsingu Eftirfarandi félög sameinuðust í nýtt félag íslenskra bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga: Bókavarðafélag ís- lands og aðildarfélög þess, Félag um almenn- ingsþókasöfn og skóla- söfn og Félag bóka- varða í rannsóknarbóka- söfnum og ennfremur Félag bókasafnsfræð- inga, BVFÍ var stofnað þann 4. desember 1960 og voru stofn- félagar alls 38 talsins. í áranna rás hefur félag- íð gengið f gegnum ýmsar skípulagsbreyt- ingar. Ðeild rannsókn- arbókavarða var stofn- uð innan vébanda þess árið 1966 og Deild starfsfólks í al- menningsbókasöfnum tíu árum síðar eða árið 1976. Vorið 1982 var svo Deild skólasafnvarða stofnuð innan félagsins, Þá um haustið voru gerðar veigamiklar skipulagsbreytingar á Bókavarðafélaginu og deildirnar urðu þá að sjálfstæðum félögum sem hétu: Félag almenningsbókavarða, Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og Skólavarðan, félag um málefni skólasafna. Síðarnefndu tvö félögin voru svo árið 1992 sameinuð í Fólag um almenningsbókasöfn og skóla- söfn. Undirtitill Bókavarðafélags fslands varð árið 1982 Samband bókavarða og bókasafna og í stað aðalfunda voru haldin ársþing ár hvert þar sem fulltrúar aðildarfélaganna áttu sæti. Einnig áttu félögin sína fulltrúa í stjórn BVFÍ. Fyrsta ársþingið var svo haldið 28. maí 1983. Þegar sameiningin átti sér stað voru alls 450 félagar í BVFÍ (260 í FAS og 190 í FBR). Félag bókasafnsfræðinga var stofnað þann 10. nóvember 1973 og voru stofnfélagar þess 15 talsins. Félagið var nokkurs konar fagstéttarfélag og gerðist aðili að Bandalagi háskólamanna og hafði aðsetur að Lágmúla 7 í Reykjavík. Við sameininguna voru félagsmenn um 250. BVFÍ ásamt aðildarfólögum og FB hafa haft með sér öflugt samstarf, til dæmis hafa félögin gefið út fréttabréfið Fregnir í sameiningu og eins fagtímaritið Bókasafnið. Ennfremur hafa félögin einkum á seinni árum, haft samstarf um ýmis fagleg málefni þannig að stöðugt fleiri félagsmenn hölluðust að því að kröftunum væri dreift óþarflega með svo mörgum félögum. Fólk var oft með félagsaðild að fleiri en einu félaganna og skynsamlegra var talið að stíga skrefið til fulls og sameinast í einu öflugu fagfélagi. Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga á íslandi í samræmi við tillög- urnar sem settar voru fram í áðurnefndri álits- gerð varð haustið 1998 að samkomulagi milli formanna FB og BVFÍ á fundi þeirra þann 1. október að formenn allra félaganna fjög- urra, ásamt formanni þáverandi kjaradeildar (nú Stéttarfélag bóka- safns- og upplýsingafræðinga) mynduðu nýjan vinnuhóp sem hlaut nafnið Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga á íslandi. Vinnuhópurinn var nokkurs konar grasrótarnefnd, enginn formaður var kosinn heldur ákveðið að formenn BVFÍ og FB skiptust á um að stjórna fundum og formenn FAS og FBR skiptust á um að rita fundargerðir. Gjaldkerar félaganna og fulltrúar í lagabreytinganefndum voru einnig kallaðir til starfa þegar vinnan var komin vel af stað og í hópinn bættust síðan fulltrúar þeirrra. Eftirfarandi aðilar- störfuðu í vinnuhópnum á hinum ýmsu stigum sameiningarferilsins: Ásdís Flafstað formaður Kjaradeiidar Félags bókasafnsfræð- inga (nú Stéttarféiag bókasafns- og upplýsingafræðinga) Eydís Arnviðardóttir, fulltrúi lagabreytinganefnda (frá FB) Gunnhildur Manfreðsdóttir formaður Félags bókasafns- fræðinga Linda Wright varaformaður Félags bókasafnsfræðinga Lilja Ólafsdóttir, fulltrúi gjaldkera félaganna (gjaldkeri BVFÍ og FAS) Stund milli stríða. Vinnuhópurinn á góðri stund. Frá vinstri: Gunnhildur, Þóra, Ásdís, Þórdís, Eydís, Sigurður Jón og Lilja. Bókasafnið 24. Arg. 2000 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.