Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 9
Tæknin við að fjölfalda myndir varð fljótlega til þess að farið var að nota þær f áróðursskyni. Var þeim bæði dreift til já- kvæðra áhrifa og neikvæðra. Á siðskiptatímanum gátu mót- mælendur til að mynda klekkt á páfanum með því að dreifa níðmyndum af honum um alla Evrópu, Þannig flugrit hafa þó varla nokkurt listrænt gildi, Einnig varð vinsælt að kaupa sér fyrirgefningu synda sinna med þrykktu aflátsbrófi. Nú hafði tré- skurður sem einföld og ódýr tækni slegið í gegn sem aðferð við að dreifa þekkingu og varð brátt öflugt tæki til tjáskipta. Elstu tréskurðarmyndir minna töluvert á kalkmyndir í kirkjum frá miðöldum. Þær voru skipulega unnar og segja oft langa sögu, Þörfin fyrir áð láta myndirnar tala og segja sögu var sterk, Frásagnarlistin fær nú að blómstra og fígúrur, menn og dýr, eru áberandi. Mikil dýpt og alvarleiki var f meðhöndlun á trúarlegu efni, Þetta er tiltölulega frumstæð og „naiv" • list, ákveðið kerfi má finna í andlits- dráttum og hreyfingum manna og dýra. Þær einkennir oft ákveðinn frfsk- og hreinleiki og eru unnar af mikilli list- rænni gleði þar sem unnt er að lesa gang frásagnar í trúarlegum athöfnum sem oftar en ekki eru fyrirmyndir tré- skurðarmeistarans. Heil saga var iðu- lega skorin á myndrænan hátt í tréð. Tvær flugur í einu höggi Algengt var að auk myndar væri einnig skorinn texti út í sömu tréblokk. Þrykkið af því eru svokallaðir blokkarbókstafir og þetta var næsta skref í þróun til prentlistarinnar sem endanlega var fullmótuð þegar letur og myndir voru skilin að. Listgreinarnar fóru hvor sína leið en slepptu þó aldrei takinu hvor á annarri. Leturgerð fékk sitt eigið kerfi og þróaðist í átt að því sem við þekkum nú til dags í prentlistinni, og tréskurðurinn fékk nýja þýðingu sem mynd- skreyting í myndrænni útfærslu bókanna. Oft á tíðum eru myndirnar ómerktar enda átti hugsun um höfundarrétt ekki sess í hugum manna í sama mæli og nú er. Orsök þess að tréskurður, sem tækni við myndskreytingu, er svo tengdur við útfærslu á prentletri er sú, að hvort tveggja er runnið af sömu rót. Bæði eru skorin í fast efni, f tré þegar um myndir er að ræða og í málm þegar um letur er að ræða.3 Nokkru fyrir miðja 15. öld hófu menn að prenta bækur með lausaletri í Þýskalandi. Þar með var listin að prenta bækur í nútíma skilningi orðin að veruleika og olli straumhvörfum ( menningu Vesturlandabúa, því lestrarkunnátta jókst hröðum skrefum og nú var ekki einungis á færi auðmanna að komast yfir bækur. Vandað handverk var fyrirmyndin Handskrifaðar bækur höfðu áður verið fagurlega myndskreytt- ar og þegar að því kom að menn náðu tökum á prentun bóka var eftir mætti líkt eftir lýsingum handrita við myndskreytingar. Tréskurður, sem byggir á háþrykkstækni eins og prentun með lausaletri, varð eðlilegasta aðferðin til myndskreytinga í prent- uðum bókum. Myndir unnar með koparstungu byggja hins vegar á lágþrykkstækni, Þær eru unnar á þann veg að í málmplötuna er rist mynd sú sem þrykkja á. Yfir plötuna var borin sverta sem settist sérstaklega ofan í allar skorur sem verkfærin höfðu markað í plötuna, Svertan var síðan strokin af yfirborðinu en sat eftir þar sem lægra var f plötunni, það er að segja f skorunum og þrykktust þeir fletir á pappfrinn og urðu dökkir, Þar sem svertan hafði strokist af urðu fletirnir Ijósir. Kopar- stungan náði smám saman meiri vinsældum enda mun hún hafa verið ódýrari aðferð við myndskreytingar bóka. Samt var sá galli á gjöf Njarðar að hér mættust tvenns konar þrykk- aðferðir, önnur byggði á háþrykki og hin á lágþrykki og gerði þetta vinnsluferlið erfiðara, Prentuðu bækurnar voru vandunnar. Kröfur um listfengi mynda voru mjög miklar, alveg á sama hátt og vandað var til handskrifaðra bóka. Leitað var fulltingis vandvirkra og virtra listamanna við gerð mynda. Blómatími fyrir tréskurð í Evrópu var 15. öldin. Við lok þeirrar aldar fékk tréskurður nýja stöðu sem tjáningarmiðill á háu listfengu plani. Áttu meistarar tréskurðarlistarinnar eins og Abrecht Durer og Hans Holbein i Þýskalandi, Lucas van der Leyden í Hollandi og Tizian á Ítalíu sinn þátt í því. Þeir og aðrir listamenn greinarinnar notfærðu sér tæknina til að ná dreifingu á list sinni. Að líkindum höfðu þeir færa tréskurðarmenn sem unnu það grófasta eftir teikn- ingum sjálfra meistaranna. Listamennirnir sjálfir lögðu svo síð- ustu hönd á verkið og fínpússuðu það. Starfsstétt útskurðar- manna, sem sáu um handverkið, var þegar til og listamenn þessa tíma létu uppdrætti sína í hendur slíkra manna til að fá myndirnar skornar.4 Við vinnuna voru notaðir hnffar með þunnum blöðum. Tréð var af mismunandi tegundum, fór sennilega eftir efnahag lista- Tréskurðarmynd eftir Albrecht Durer frá því um 1498. Myndin er einkennandi fyrir þennan tíma hjá Durer. Bókasafnið24. árg. 2000 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.