Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 49
hægt væri að byggja greiningu gagnanna á. í framhaldi frum- rannsókna okkar (á aðferðum fagfólks í upplýsingamiðlun og annarra til að finna upplýsingar og á upplýsingaveitum sem þeir nota) hóf annar greinarhöfundur, Jane Klobas, að rann- saka hinn kenningarlega grundvöll, Það fólst í að rannsaka og þróa kenningu sem hægt væri að byggja á rannsóknir á notkun nettengdra upplýsingaveitna (til dæmis Internetið) og jafnframt til að skýra og ef til vill spá fyrir um mynstur notkun- arinnar. Eftir því sem fræðilíkan Klobas þróaðist (með notkun ástralskra gagna) kom sífellt betur í Ijós að kenningin, sem var í mótun, gæti einnig haft gildi sem grundvöllur fyrir greiningu á gögnum sem tengdust ástæðum fólks fyrir því að vilja læra að nota Internetið. Intei;netið er nettengd upplýsingaveita, samsafn „upplýs- ingaveitna sem hægt er að tengjast í gegnum samskiptakerfi tölva" (Klobas, 1997a). Samkvæmt þessu er hægt að setja fram nokkur líkön fyrir net- tengdar upplýsingar, allt eftir því hvort nettengd upplýs- ingaveita er skilgreind fyrst og fremst sem upplýsinga- veita, sem upplýsingatækni sem upplýsingakerfi eða sem samskiptakerfi. Ef litið er á nettengda upplýsinga- veitu fyrst og fremst sem upplýsingaveitu má halda því fram í samræmi við Allen (1977) að notkun stjórnist aðallega af skynjun einstakl- ings á aðgengileika upplýs- ingaveitu, frekar en skynjun hans á gæðum upplýsinganna. Ef litið er á nettengda upplýsingaveitu sem upplýsingatækni má halda því fram, í samræmi við Davis, Bagozzi og Warshaw (1989), að notkun ráðist aðallega af skynjun einstaklings á gagnsemi tækninnar, frekar en af skynjun hans á því hversu auðveld f notkun hún er. Ef nettengd upplýsingaveita er skoðuð sem upplýsingakerfi má halda því fram að á meðal þeirra þátta sem geta haft áhrif á notkun kerfisins séu ánægja notendans, skipulagsþættir eins og viðhaldsþjónusta, auk einstaklingseinkenna eins og til dæmis ákvörðunarstíls not- anda (sjá til dæmis Swanson, 1988; Lucas, 1978 og fleiri). Ef nettengd upplýsingaveita er skoðuð sem samskiptakerfi má halda því fram að notkun einstaklings mótist mjög af yfir- lýstum skoðunum annarra á gæðum og gagnsemi kerfisins og útkomu notkunar þess (sjá til dæmis Fulk, Schmitz og Steinfield, 1990). Önnur nálgun er að líta svo á að Internetið og aðrar nettengdar upplýsingaveitur geti verið allt þetta, Samkvæmt þessari nálgun ætti líkan fyrir þætti sem hafa áhrif á notkun nettengdra upplýsingaveitna að ná yfir þætti sem hafa áhrif á notkun upplýsingaveitna, notkun upplýsingatækni, notkun upplýsingakerfa og notkun samskiptatækni. Samþætt Ifkan Jane Klobas fyrir notkun nettengdra upp- lýsingaveitna er byggt á þessari síðasttöldu skoðun (Klobas, 1997) og á rannsóknum gerðum með magnbundnum og eigindlegum aðferðum í Vestur-Ástralíu. Lfkanið nefnist líkan fyrir skipulagða hegðun innan samhengis (e. Planned Be- haviour in Context (PBiC) model) (sjá mynd 1). Samkvæmt líkaninu og í samræmi við Ajzen (1985; 1988) er notkun net- tengdrar upplýsingaveitu skýrð sem afleiðing þess að ætla að nota upplýsingaveituna. Ætlun mótast af viðhorfum notanda tii útkomu notkunar (felur meðal annars í sér skynjun á gagn- semi og ánægju af notkun) og skynjun hans á því að hve miklu leyti hann getur stjórnað henni (felur meðal annars f sér skynjun á að- gengileika og þægindum). Viðhorf til útkomu notkunar endurspeglar skynjun á gæðum upplýsinga í upp- lýsingaveitu. Skynjun ein- staklings á þvf að hve miklu leyti hann getur stjórnað notkuninni kann að endur- spegla skynjun hans á tæknilegum gæðum upp- lýsingaveitunnar (felur meðal annars í sér skynjun á því hversu auðvelt er að nota hana). Bæði þessi viðhorf til útkomu og skynjunar á stjórnun verða fyrir áhrifum frá samhenginu sem notkun á sér stað f, einkum hvað varðar viðhaldsþjónustu, áhrif jafningjahóps, væntingar fjölskyldu og vina, fjölmiðla og aðra félagslega áhrifavalda. Vinna höfunda í kjölfar þessa, þar með talin rannsókn á Internetnemum í Namibíu (Klobas og Clyde, 1998), hjálpaði bæði til að réttmæta líkanið og til að sníða af því ýmsa vankanta. Langtímarannsókn á íslandi frá 1993 til 1996 íslendingar byrjuðu snemma að nota Internetið, bæði af fag- legum, mennta-, og viðskiptalegum ástæðum. Frá árinu 1994 hefur Internetnotkun verið einna mest á íslandi miðað við höfðatölu, auk þess sem notkunin hefur aukist einna hrað- ast þar (sjá til dæmis ída Margrét Jósepsdóttir, 1995; Morgunblaðið, 1999). Til dæmis höfðu allir nemendur Flá- Mynd 1. Bókasafnið 24, árg. 2000 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.