Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 49
hægt væri að byggja greiningu gagnanna á. í framhaldi frum-
rannsókna okkar (á aðferðum fagfólks í upplýsingamiðlun og
annarra til að finna upplýsingar og á upplýsingaveitum sem
þeir nota) hóf annar greinarhöfundur, Jane Klobas, að rann-
saka hinn kenningarlega grundvöll, Það fólst í að rannsaka og
þróa kenningu sem hægt væri að byggja á rannsóknir á
notkun nettengdra upplýsingaveitna (til dæmis Internetið) og
jafnframt til að skýra og ef til vill spá fyrir um mynstur notkun-
arinnar. Eftir því sem fræðilíkan Klobas þróaðist (með notkun
ástralskra gagna) kom sífellt betur í Ijós að kenningin, sem var
í mótun, gæti einnig haft gildi sem grundvöllur fyrir greiningu á
gögnum sem tengdust ástæðum fólks fyrir því að vilja læra að
nota Internetið.
Intei;netið er nettengd upplýsingaveita, samsafn „upplýs-
ingaveitna sem hægt er að tengjast í gegnum samskiptakerfi
tölva" (Klobas, 1997a). Samkvæmt þessu er hægt að setja
fram nokkur líkön fyrir net-
tengdar upplýsingar, allt eftir
því hvort nettengd upplýs-
ingaveita er skilgreind fyrst
og fremst sem upplýsinga-
veita, sem upplýsingatækni
sem upplýsingakerfi eða
sem samskiptakerfi. Ef litið
er á nettengda upplýsinga-
veitu fyrst og fremst sem
upplýsingaveitu má halda
því fram í samræmi við Allen
(1977) að notkun stjórnist
aðallega af skynjun einstakl-
ings á aðgengileika upplýs-
ingaveitu, frekar en skynjun hans á gæðum upplýsinganna. Ef
litið er á nettengda upplýsingaveitu sem upplýsingatækni má
halda því fram, í samræmi við Davis, Bagozzi og Warshaw
(1989), að notkun ráðist aðallega af skynjun einstaklings á
gagnsemi tækninnar, frekar en af skynjun hans á því hversu
auðveld f notkun hún er. Ef nettengd upplýsingaveita er
skoðuð sem upplýsingakerfi má halda því fram að á meðal
þeirra þátta sem geta haft áhrif á notkun kerfisins séu ánægja
notendans, skipulagsþættir eins og viðhaldsþjónusta, auk
einstaklingseinkenna eins og til dæmis ákvörðunarstíls not-
anda (sjá til dæmis Swanson, 1988; Lucas, 1978 og fleiri).
Ef nettengd upplýsingaveita er skoðuð sem samskiptakerfi
má halda því fram að notkun einstaklings mótist mjög af yfir-
lýstum skoðunum annarra á gæðum og gagnsemi kerfisins
og útkomu notkunar þess (sjá til dæmis Fulk, Schmitz og
Steinfield, 1990). Önnur nálgun er að líta svo á að Internetið
og aðrar nettengdar upplýsingaveitur geti verið allt þetta,
Samkvæmt þessari nálgun ætti líkan fyrir þætti sem hafa áhrif
á notkun nettengdra upplýsingaveitna að ná yfir þætti sem
hafa áhrif á notkun upplýsingaveitna, notkun upplýsingatækni,
notkun upplýsingakerfa og notkun samskiptatækni.
Samþætt Ifkan Jane Klobas fyrir notkun nettengdra upp-
lýsingaveitna er byggt á þessari síðasttöldu skoðun (Klobas,
1997) og á rannsóknum gerðum með magnbundnum og
eigindlegum aðferðum í Vestur-Ástralíu. Lfkanið nefnist líkan
fyrir skipulagða hegðun innan samhengis (e. Planned Be-
haviour in Context (PBiC) model) (sjá mynd 1). Samkvæmt
líkaninu og í samræmi við Ajzen (1985; 1988) er notkun net-
tengdrar upplýsingaveitu skýrð sem afleiðing þess að ætla að
nota upplýsingaveituna. Ætlun mótast af viðhorfum notanda tii
útkomu notkunar (felur meðal annars í sér skynjun á gagn-
semi og ánægju af notkun) og skynjun hans á því að hve
miklu leyti hann getur
stjórnað henni (felur meðal
annars f sér skynjun á að-
gengileika og þægindum).
Viðhorf til útkomu notkunar
endurspeglar skynjun á
gæðum upplýsinga í upp-
lýsingaveitu. Skynjun ein-
staklings á þvf að hve miklu
leyti hann getur stjórnað
notkuninni kann að endur-
spegla skynjun hans á
tæknilegum gæðum upp-
lýsingaveitunnar (felur
meðal annars í sér skynjun
á því hversu auðvelt er að nota hana). Bæði þessi viðhorf til
útkomu og skynjunar á stjórnun verða fyrir áhrifum frá
samhenginu sem notkun á sér stað f, einkum hvað varðar
viðhaldsþjónustu, áhrif jafningjahóps, væntingar fjölskyldu og
vina, fjölmiðla og aðra félagslega áhrifavalda. Vinna höfunda í
kjölfar þessa, þar með talin rannsókn á Internetnemum í
Namibíu (Klobas og Clyde, 1998), hjálpaði bæði til að
réttmæta líkanið og til að sníða af því ýmsa vankanta.
Langtímarannsókn á íslandi frá 1993 til 1996
íslendingar byrjuðu snemma að nota Internetið, bæði af fag-
legum, mennta-, og viðskiptalegum ástæðum. Frá árinu
1994 hefur Internetnotkun verið einna mest á íslandi miðað
við höfðatölu, auk þess sem notkunin hefur aukist einna hrað-
ast þar (sjá til dæmis ída Margrét Jósepsdóttir, 1995;
Morgunblaðið, 1999). Til dæmis höfðu allir nemendur Flá-
Mynd 1.
Bókasafnið 24, árg. 2000
47