Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 21
Sólveig Þorsteinsdóttir Nám og framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræðum Hugleiðingar byggðar á fyrirlestri sem haldinn var á málþingi um menntun og starfsvettvang bókasafnsfræðinga í Þjóðarbókhlöðu miðvikudag- inn 10. nóvember 1999. í haust hlustaði ég á fyrirlestur dr. Gloriana St. Clair, forstöðu- manns bókasafns Carnegie Mellon háskólans í Bandaríkjun- um, Fyrírlesturinn hét: Changes in the Educational Landscape - 1000 to 3000. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað f Banda- ríkjunum - og í heiminum öllum, sem hafa áhrif á menntun og starfsvettvang bókasafns- og upplýsingafræðinga. Helsta er þar að telja þá tæknibyltingu sem orðið hefur og má í því sambandi sérstaklega nefna tilkomu Veraldarvefsins fyrir tæpum tíu árum. Ég mun einnig fjalla um námíð hérlendis og hugleiða hvernig við getum búið nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði betur undir að mæta þessum breytingum þannig að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem gerðar verða til stéttarinnar í framtíðinni. Um leið skapa breytingarnar tækifæri fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og víkka út starfsvið sitt. í fyrirlestri dr. St. Clair kom meðal annars fram að þjóð- félagsbreytingar hafa verið örar síðasta áratuginn og rakti hún áhríf þeírra fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga meðal annars þannig: • Störfin hafa breyst. * Launin hafa breyst. • Vinnuskipti eru örari. • Vínnumarkaðurinn er alþjóðlegur. Eftirfarandi staðreyndir tala sínu máli: 20% af þeim störfum sem unnin eru nú eru störf sem ekki þekktust fyrir tíu árum. ( Bandaríkjunum fá háskólamenntaðir 71% hærri laun en þeir sem eru ekki með háskólamenntun. Hver einstaklingur skiptir að meðaltali um vinnu níu sinnum áður en hann verður þrítug- ur. Það sem hefur valdið þessum breytingum eru tækni- nýjungar. (St. Clair, Gloriana) Breytingar á starfsvettvangi kalla á breytta menntun. Gildi menntunar á háskólastigi er tvíþætt. Annars vegar er mennt- un hagnýt og nýtist vel á vinnumarkaði, hins vegar fræðileg og leiðir til frekara náms, vísinda og rannsókna sem er nauðsyn- legt fyrir frekari þróun atvinnulífsins. Til þess að mæta þörfum vinnumarkaðaríns þarf að kanna hvaða þekking er eftirsótt, Störf bókasafns- og upplýsingafræðinga hafa breyst á síðast- liðnum tíu árum. Það verður æ algengara að auglýst sé eftír bókasafns- og upplýsingafræðingum í störf sem ekkí þekktust fyrir tíu árum og má nefna sem dæmi: • skrásetjara lýsigagna (metadata cataloger) • rekstrarstjóra (fyrir til dæmís ytranet, ínnranet, „extranet") • ritstjóra (fyrir til dæmis ytranet, ínnranet, „extranet") • kerfisstjóra • framkvæmdastjóra vefbókasafns [ þessum auglýsingum (http://www.oclc.org/institute/ career.htm) er einnig leitað eftir alhliða tækni- og sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum og má þar nefna þekkingu á hópvinnutækni, kennslutækni og skipulagsmálum. Nú eru störf bókasafns- og upplýsingafræðinga unnin í sí- breytilegu umhverfi sem krefst frumkvöðla og einstaklinga sem ekki þurfa aðeins að endurmennta sig heldur símennta. Ég vitna aftur í fyrirlestur St, Clair þar sem hún telur að eftirfarandi verkefni vegna rafrænna bókasafna verði aðkallandi: • skapa umhverfí þar sem við deilum upplýsingum • skapa rafrænt bókasafn sem veitir aðgang að milijónum gagna á rafrænu formi • skapa samskiptavettvang sem er opinn allan sólar- hringinn • hanna gagnvirkar vefsíður Bökasafnið 24. árg. 2000 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.