Bókasafnið - 01.01.2000, Page 21

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 21
Sólveig Þorsteinsdóttir Nám og framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræðum Hugleiðingar byggðar á fyrirlestri sem haldinn var á málþingi um menntun og starfsvettvang bókasafnsfræðinga í Þjóðarbókhlöðu miðvikudag- inn 10. nóvember 1999. í haust hlustaði ég á fyrirlestur dr. Gloriana St. Clair, forstöðu- manns bókasafns Carnegie Mellon háskólans í Bandaríkjun- um, Fyrírlesturinn hét: Changes in the Educational Landscape - 1000 to 3000. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað f Banda- ríkjunum - og í heiminum öllum, sem hafa áhrif á menntun og starfsvettvang bókasafns- og upplýsingafræðinga. Helsta er þar að telja þá tæknibyltingu sem orðið hefur og má í því sambandi sérstaklega nefna tilkomu Veraldarvefsins fyrir tæpum tíu árum. Ég mun einnig fjalla um námíð hérlendis og hugleiða hvernig við getum búið nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði betur undir að mæta þessum breytingum þannig að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem gerðar verða til stéttarinnar í framtíðinni. Um leið skapa breytingarnar tækifæri fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og víkka út starfsvið sitt. í fyrirlestri dr. St. Clair kom meðal annars fram að þjóð- félagsbreytingar hafa verið örar síðasta áratuginn og rakti hún áhríf þeírra fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga meðal annars þannig: • Störfin hafa breyst. * Launin hafa breyst. • Vinnuskipti eru örari. • Vínnumarkaðurinn er alþjóðlegur. Eftirfarandi staðreyndir tala sínu máli: 20% af þeim störfum sem unnin eru nú eru störf sem ekki þekktust fyrir tíu árum. ( Bandaríkjunum fá háskólamenntaðir 71% hærri laun en þeir sem eru ekki með háskólamenntun. Hver einstaklingur skiptir að meðaltali um vinnu níu sinnum áður en hann verður þrítug- ur. Það sem hefur valdið þessum breytingum eru tækni- nýjungar. (St. Clair, Gloriana) Breytingar á starfsvettvangi kalla á breytta menntun. Gildi menntunar á háskólastigi er tvíþætt. Annars vegar er mennt- un hagnýt og nýtist vel á vinnumarkaði, hins vegar fræðileg og leiðir til frekara náms, vísinda og rannsókna sem er nauðsyn- legt fyrir frekari þróun atvinnulífsins. Til þess að mæta þörfum vinnumarkaðaríns þarf að kanna hvaða þekking er eftirsótt, Störf bókasafns- og upplýsingafræðinga hafa breyst á síðast- liðnum tíu árum. Það verður æ algengara að auglýst sé eftír bókasafns- og upplýsingafræðingum í störf sem ekkí þekktust fyrir tíu árum og má nefna sem dæmi: • skrásetjara lýsigagna (metadata cataloger) • rekstrarstjóra (fyrir til dæmís ytranet, ínnranet, „extranet") • ritstjóra (fyrir til dæmis ytranet, ínnranet, „extranet") • kerfisstjóra • framkvæmdastjóra vefbókasafns [ þessum auglýsingum (http://www.oclc.org/institute/ career.htm) er einnig leitað eftir alhliða tækni- og sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum og má þar nefna þekkingu á hópvinnutækni, kennslutækni og skipulagsmálum. Nú eru störf bókasafns- og upplýsingafræðinga unnin í sí- breytilegu umhverfi sem krefst frumkvöðla og einstaklinga sem ekki þurfa aðeins að endurmennta sig heldur símennta. Ég vitna aftur í fyrirlestur St, Clair þar sem hún telur að eftirfarandi verkefni vegna rafrænna bókasafna verði aðkallandi: • skapa umhverfí þar sem við deilum upplýsingum • skapa rafrænt bókasafn sem veitir aðgang að milijónum gagna á rafrænu formi • skapa samskiptavettvang sem er opinn allan sólar- hringinn • hanna gagnvirkar vefsíður Bökasafnið 24. árg. 2000 19

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.