Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 40
Guðrún Pálsdóttir Innan seilingar Upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda Eftírfarandí grein byggist á ritgerð minni til meist- araprófs við Háskóla íslands vorið 1999. Aðal- leiðbeinandi var dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Rannsóknin var unnin í tengslum við starf mitt sem bókasafnsfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnað- arins (RALA) en þar hef ég unnið frá árinu 1985. Rannsóknin var unnin á árunum 1996—1998 og var að mestu leyti bundin við nokkrar stofnanir og bókasöfn þeirra. Stofnanirnar voru Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Orkustofnun (OS), Náttúrufræðistofnun íslands (Nst), Hafrann- sóknastofnunin (Hafró) og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf). Sjávarútvegsbókasafnið (Fis) þjónar bæði Hafró og Rf. Markmiðið með rannsókninni var í fyrsta lagi að skoða hversu vel ritakostur þeirra fjögurra sérfræðisafna er þjóna ofannefndum stofnunum fullnægði þörfum vísindamanna og hversu mikilvæg söfnin væru í heimilda- og upplýsingaöflun þeirra. í öðru lagi var markmiðið að fá vitneskju um það -hversu víða vísindamenn á íslandi leituðu upplýsinga og hverjar væru helstu upplýsingalindir þeirra. Rannsóknin skiptist í þrjá nokkuð sjálfstæða kafla sem fara hér á eftir, En fyrst verður fjallað um fræðilegan bakgrunn. Umfjöllun um erlendar rannsóknir til samanburðar er hér nær alveg sleppt en lítillega vísað til þeirra í niðurstöðuköflum. 1. Fræðilegur bakgrunnur 1.1 Aðferðir Tilvitnanagreining, spurningakönnun og opin viðtöl voru þær rannsóknaraðferöir sem beitt var og verða þær stuttlega skýrðar hér. Tilvitnanagreining telst til bókfræðimælinga (e. bibliometrics) sem felast meðal annars í því að athugað er í hvaða ritum/ tímaritum sérfræðingar á vissum fagsviðum birta mest, hversu oft er vitnað í ákveðna höfunda, virkni vísindamanna (mæld í fjölda ritverka) eftir vísindagreinum og svo framvegis. Þegar tilvitnanagreining er notuð til þess að meta safnkost er aðallega leitað svara við þrem spurningum: 1) Á að kaupa 38 ákveðið rit? 2) A að segja upp tímariti eða kaupa það áfram? 3) Á að fjarlægja eldri rit úr geymslu? Tilvitnanir starfsmanna þeirrar stofnunar sem bókasafnið þjónar eru þá taldar á ákveðnu tímabili til þess að sjá i hvaða rit er vitnað á því sama tímabili og hversu oft (Smith, 1981). Það var gert i eftirfarandi : rannsókn. Rannsóknir er taka til notenda bókasafna felast oft í | könnunum og viðtölum þar sem reynt er að grennslast fýrir um hvernig og hvar menn afla upplýsinga (Busha og Harter, 1980, bls. 54). Könnun var notuð í öðrum þætti þessarar rannsóknar og fólst í spurningalista sem er eitt algengasta form kannana. Opin viðtöl teljast til eigindlegra rannsóknaraðferða og eru þau oft notuð þegar rannsakendur reyna að öðlast heild- stæða mynd af lífi fólks og skilning á aðstæðum þess. Ekki er stefnt að því að fá víðtæka, tölfræðilega yfirsýn eins og þegar ; megindlegum rannsóknaraðferðum er beitt heldur reynt að lýsa aðstæðum, atburðum og viðhorfum eins nákvæmlega og kostur er (Taylor og Bogdan 1998, bls. 4-6 og 87-88; Rann- veig Traustadóttir, 1995, bls. 99). Rannsakendur I stétt bókasafnsfræðinga hafa notað eigind- legar rannsóknaraðferðir (auknum mæli á undanförnum árum. Þær hafa þótt falla vel að þjónustumarkmiðum bókasafna og aukið skilníng á þörfum notenda. Þeir sem hafa rannsakað upplýsingahegðan vísindamanna með opnum viðtölum hafa sumir greint upplýsingaferlið niður í þætti, aðrir hafa flokkað þátttakendur eftir vinnuumhverfi og aðstæðum og enn aðrir 1 eftir frumkvæði manna við að afla upplýsinga. Flokkunin er gerð til þess að ákvarða hvaða þjónusta hæfir hverjum flokki : fyrir sig (Palmer, 1991; Frid, 1992; Ellis, 1993; Ellis, Cox & Hall, 1993). 1.2 Kenningar í eigindlegum rannsóknum byggist flokkun upplýsingaferlis ; eða vísindamanna oft á grunduðum kenningum (e. grounded theories). Kenningar eða tilgátur eru unnar upp úr gögnunum Bókasafnið 24. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.