Bókasafnið - 01.01.2000, Side 57

Bókasafnið - 01.01.2000, Side 57
Fyrír hvatningu og áhuga félagsmanna á sameíningu bóka- varðafélaganna var svo haustið 1998 stofnaður Vinnuhópur um sameiningarmál bókavaröaféiaga á ístandi sem starfaði sleitulaust fram að stofnfundi nýja félagsins síðla hausts 1999 þegar störfum hans lauk formlega. Sameiningarmálin voru svo einnig tekin á dagskrá og rædd á aðalfundum félaga bóka- varða. Félögin sem sameinuðust í Upplýsingu Eftirfarandi félög sameinuðust í nýtt félag íslenskra bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga: Bókavarðafélag ís- lands og aðildarfélög þess, Félag um almenn- ingsþókasöfn og skóla- söfn og Félag bóka- varða í rannsóknarbóka- söfnum og ennfremur Félag bókasafnsfræð- inga, BVFÍ var stofnað þann 4. desember 1960 og voru stofn- félagar alls 38 talsins. í áranna rás hefur félag- íð gengið f gegnum ýmsar skípulagsbreyt- ingar. Ðeild rannsókn- arbókavarða var stofn- uð innan vébanda þess árið 1966 og Deild starfsfólks í al- menningsbókasöfnum tíu árum síðar eða árið 1976. Vorið 1982 var svo Deild skólasafnvarða stofnuð innan félagsins, Þá um haustið voru gerðar veigamiklar skipulagsbreytingar á Bókavarðafélaginu og deildirnar urðu þá að sjálfstæðum félögum sem hétu: Félag almenningsbókavarða, Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og Skólavarðan, félag um málefni skólasafna. Síðarnefndu tvö félögin voru svo árið 1992 sameinuð í Fólag um almenningsbókasöfn og skóla- söfn. Undirtitill Bókavarðafélags fslands varð árið 1982 Samband bókavarða og bókasafna og í stað aðalfunda voru haldin ársþing ár hvert þar sem fulltrúar aðildarfélaganna áttu sæti. Einnig áttu félögin sína fulltrúa í stjórn BVFÍ. Fyrsta ársþingið var svo haldið 28. maí 1983. Þegar sameiningin átti sér stað voru alls 450 félagar í BVFÍ (260 í FAS og 190 í FBR). Félag bókasafnsfræðinga var stofnað þann 10. nóvember 1973 og voru stofnfélagar þess 15 talsins. Félagið var nokkurs konar fagstéttarfélag og gerðist aðili að Bandalagi háskólamanna og hafði aðsetur að Lágmúla 7 í Reykjavík. Við sameininguna voru félagsmenn um 250. BVFÍ ásamt aðildarfólögum og FB hafa haft með sér öflugt samstarf, til dæmis hafa félögin gefið út fréttabréfið Fregnir í sameiningu og eins fagtímaritið Bókasafnið. Ennfremur hafa félögin einkum á seinni árum, haft samstarf um ýmis fagleg málefni þannig að stöðugt fleiri félagsmenn hölluðust að því að kröftunum væri dreift óþarflega með svo mörgum félögum. Fólk var oft með félagsaðild að fleiri en einu félaganna og skynsamlegra var talið að stíga skrefið til fulls og sameinast í einu öflugu fagfélagi. Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga á íslandi í samræmi við tillög- urnar sem settar voru fram í áðurnefndri álits- gerð varð haustið 1998 að samkomulagi milli formanna FB og BVFÍ á fundi þeirra þann 1. október að formenn allra félaganna fjög- urra, ásamt formanni þáverandi kjaradeildar (nú Stéttarfélag bóka- safns- og upplýsingafræðinga) mynduðu nýjan vinnuhóp sem hlaut nafnið Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga á íslandi. Vinnuhópurinn var nokkurs konar grasrótarnefnd, enginn formaður var kosinn heldur ákveðið að formenn BVFÍ og FB skiptust á um að stjórna fundum og formenn FAS og FBR skiptust á um að rita fundargerðir. Gjaldkerar félaganna og fulltrúar í lagabreytinganefndum voru einnig kallaðir til starfa þegar vinnan var komin vel af stað og í hópinn bættust síðan fulltrúar þeirrra. Eftirfarandi aðilar- störfuðu í vinnuhópnum á hinum ýmsu stigum sameiningarferilsins: Ásdís Flafstað formaður Kjaradeiidar Félags bókasafnsfræð- inga (nú Stéttarféiag bókasafns- og upplýsingafræðinga) Eydís Arnviðardóttir, fulltrúi lagabreytinganefnda (frá FB) Gunnhildur Manfreðsdóttir formaður Félags bókasafns- fræðinga Linda Wright varaformaður Félags bókasafnsfræðinga Lilja Ólafsdóttir, fulltrúi gjaldkera félaganna (gjaldkeri BVFÍ og FAS) Stund milli stríða. Vinnuhópurinn á góðri stund. Frá vinstri: Gunnhildur, Þóra, Ásdís, Þórdís, Eydís, Sigurður Jón og Lilja. Bókasafnið 24. Arg. 2000 55

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.