Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 28

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 28
Oulu I Oulu var sett upp nám fyrir bókaverði árið 1988 til þess að bæta úr brýnni þörf fyrir bókaverði i nyrðri byggðum landsins og var því komið fyrir innan hugvísindadeildarinnar enda hvorki félagsfræði né hagfræði kennd við þennan háskóla. Þar eru nú tveir prófessorar, Mirja livonen og Vesa Suominen, tveir lektorar og tveir rannsóknarmenn. Skólinn hefur verið virkur í alþjóðlegri samvinnu og til dæmis var ég kennari þar á vegum Sokrates áætlunarinnar vorið 1997 og kenndi um skólasöfn og upplýsingaleikni, Námið fer samt að langmestu leyti fram á finnsku og mjög lítil sænskukunnátta er i norðlægum byggð- um Finnlands. Það hefur verið einkennandi fyrir Finnland að námið er á há- skólastigi og enginn skóli hefur sýnt meiri virkni í rannsóknum en FHáskólinn í Tampere. Ábo Akademi er mjög vaxandi stofn- un og er mikill áhugi á að efla rannsóknir þar. íslendingar eiga greiða leið í doktorsnám þar ef þeir vilja stunda það innan Norðurlandanna. Þar sem Ábo Akademi og Háskóli íslands hafa skrifað undir samvinnusamninga geta íslendingar stund- að nám við Ábo Akademi og fengið einingar fluttar til Háskól- ans eða tekið námskeið á íslandi og fengið þau flutt til Ábo. Noregur Fjórar stofnanir í Noregi bjóða nú kennslu í bókasafns- og/eða upplýsingafræði. Stærsta deildin er Högskolan i Oslo, Avdel- ing for journalistikk, bibliotek- og informasjonsfag. Kennd er heimildafræði við Háskólann í Tromsö (Institutt for dokumenta- sjonsvitenskap) í bókmennta- og tungumáladeild skólans. í Þrándheimi er boðið upp á nám í tölvunarfræði og upplýs- ingafræði og við Háskólann í Bergen er kennd upplýsinga- fræði. Auk þess hefur Hogskolen i Nesna hafið kennslu í samvinnu við Þjóðbókasafnið i Mo í Rana og er fyrst og fremst um að ræða hagnýtt nám fyrir þá sem starfa í minja- söfnum og skjalasöfnum auk bókasafna. Menntun fyrir bókaverði í Noregi hófst árið 1940 eftir langan undirbúning og umræður. Námið hafði bókavarðanám í Danmörku og Svíþjóð til hliðsjónar hvað varðaði inntak og stofnaður var Statens bibliotek- og informasjonshogskole. Kennt var um sögu safna og bóka, flokkun og skráningu, bókfræði og hlutverk safna í samfélaginu. Allt frá því 1940 hefur námið veríð að lengjast og frá 1972 hefur það verið til þriggja ára. Árið 1990 fékk námið viðurkenningu sem „grunn- studie" sem er nokkurn veginn sambærilegt við B.A.-próf. Námi til meistaraprófs var komið á 1984 þar sem nemendur gátu sérhæft sig í tölvunarfræði, Högskolan i Oslo, Avdeling for journalistikk, bibliotek- og informasjonsfag Þessi stofnun varð formlega til árið 1994 með þvi að steypa saman nokkrum stofnunum í einn skóla og var þá Statens bibliotek- og informasjonshogskole lagður niður og er bóka- varðamenntun síðan í deild með blaðamennsku og hvarf þar með skólinn sem sérstök stofnun. Náminu er skipt í fjögur svið og innan hvers sviðs eru mismunandi mörg námskeið. Sviðin eru: Aðferðafræði, bókmenntir og samfélag, upplýs- ingafræði, og stjórnun og skipulagning. Haustið 1999 var auglýst fyrsta prófessorstaða í bóka- safns- og upplýsingafræði við deildina og hefur nú verið skipað í hana. Það er Ragnar Audunson, sem hefur doktors- próf í stjórnmálafræði, sem mun framvegis stýra skorinni fag- lega og þar er nú einnig lögð vaxandi áhersla á rannsóknir. Tromso Heimildafræðinám var sett upp við Háskólann í Tromso árið 1996. Heimildafræði er skilgreind sem grein sem rannsakar og skoðar hvernig þekking verður að heimild og 'hvernig fram- leiðsla, notkun og miðlun heimilda kemur inn [ þekkingar- sköpun einstaklingsins. Heimildafræðin er fyrst og fremst skoðuð sem grein innan mannvísinda, tekur mið af menning- arlegum og félagslegum aðstæðum fólks og skoðar samspil manns og þekkingar, Heimildafræðinámið má tengja við aðrar háskólagreinar, bæði innan félagsvísinda og mannvísinda. Námið f Tromso hefur sérstaklega beinst að því að mennta fólk til starfa í þókasöfnum, skjalasöfnum, minjasöfnum, bóka- forlögum og stofnunum sem fást við fjölmiðlun eða annars konar miðlun upplýsinga og þekkingar. Grunnfagið er kennt á tveimur misserum og síðan er gert ráð fyrir að byggja ofan á þetta nám allt til meistaraprófs, Námið byggist á námskeiðum um heimildafræði (doku- mentasjonsvitenskap) og á snertifleti við margar aðrar greinar svo sem' sagnfræði bókmenntir, málvísindi, hugmyndasögu, heimspeki, uppeldis- og menntunarfræði, félagsvísindi svo sem félagsfræði og mannfræði, upplýsingafræði og raun- vísindi á borð við upplýsingafræði (informatikk). í Tromso er einn prófessor ( greininni, Niels Windfeld Lund sem upphaf- lega kemur frá Danmörku og er mannfræðingur að mennt en auk þess eru þrír til fjórir aðrir kennarar auk stundakennara. Bergen Háskólinn [ Bergen starfrækir innan félagsvísindadeildar stofn- un sem ber heitið Institutt for informasjonsvitenskap og býður upp á nám í tölvunarfræði og skyldum greinum, Þar eru námskeið á borð við upplýsinga- og samskiptatækni, upp- 26 Bókasafnið 24. árg. 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.