Bókasafnið - 01.01.2000, Page 29

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 29
lýsingakerfi, gagnasöfn og gagnakerfi og svo framvegis. Einnig eru í boði námskeið sem snerta hönnun á kennslu- búnaði fyrir fjarnám, en ekki nám sem snertir rekstur safna eða því um líkt. Þrándheimur Víð Háskólann í Þrándheimi er stofnun sem ber heitið Institutt for datateknikk og informasjonsvitenskap og þar eru kenndar svipaðar greinar og í Bergen. Boðið er upp á nokkur sórsvið svo sem gervigreind, myndvinnslu (Image Pro- cessing) og upplýsingastjórnun sem tengist einna mest bókasafnsfræðinni þar sem um er að ræða söfnun, vinnslu, stjórnun og notkun á upplýsingum og þekkingu. Sagt er í lýsingum að hotaðar séu heimildir í öllu formi, en mest virðist þó áherslan eðlilega vera á tæknihliðar málsins enda lesefnið mest um sýndarbóka- söfn. Þessir tveir síðastnefndu skólar eru yfirleitt ekki taldir með þegar fjallað er um bóka- varðamenntun og forsvarsmenn þeirra mæta yfirleitt ekki á fundi forstöðumanna bókavarða- skólanna, en þeir eru hins vegar aðilar að NordlS-NET og því ekki ástæða til annars en að nefna þá hér. Svíþjóð Námskeið fyrir bókaverði hafa verið haldin í Svíþjóð frá 1908 og frá 1926 var sett upp nám sem styrkt var af fræðsluráði landsins. Frá 1953 var sett upp nám fyrir almenningsbóka- verði og það var Almenningsbókasafnið í Stokkhólmi sem sá um það en á sama tíma voru háskólabókasöfnin og Konung- lega safnið með nokkurs konar meistarakerfi sem sniðið var að hverjum starfsmanni fyrir sig. Það var svo árið 1972 að bókavarðaskólinn var stofnaður í Borás, Bibliotekshögskolan - Biblioteks- och informationsvetenskap (BHS). í Svíþjóð hefur orðið sprenging í menntamálum bókavarða á síðasta tug aldarinnar og nýjar leiðir opnast. Lengi vel var eingöngu kennt í Borás en nú er einnig hægt að stunda nám við háskólana í Lundi, Umeá og Uppsala. Borás Stærstu breytingar á náminu við Bibliotekshögskolan í Borás urðu árið 1993 þegar bókavarðaprófið (bibliotekarieexamen) var lagt af og meistaraprófsnám ( bókasafns- og upplýsinga- fræði var innleitt, Meistarapróf er alls 160 sænskar einingar eða 8 misseri þar sem 20 einingar eru teknar á hverju misseri, Þetta nám mundi svara til 120 eininga við Háskóla íslands eða fjögurra ára náms. Af þessum einingum verður minnst helmingur að vera í bókasafns- og upplýsingafræði. Grunnnámið er 40 einingar (tvö mísseri) þar sem kennd eru fjögur svið: bókasöfn og sarmfélag, skipulagning þekkingar, maður og bókasafn og rekstur stofnana. Kandidatsnámið er svo 20 einingar (eitt misseri) til viðbótar við grunnnámið Þessum hluta er skipt í þrjú svið: kenningar og aðferðafræði, skipulagning þekkingar og loks lokaritgerð sem er 10 einingar. Magisternám er svo 40 einingar sem byggja má ofan á að minnsta kosti grunnnámið, Magisternámið er í fjórum hlutum: Kenningar og rannsóknar- aðferðir, skipulagning þekkingar, tvö valfög upp á 5 einingar hvort og svo ein lokaritgerð upp á 20 einingar eða tvær á 10 hvor. Nem- andi verður síðan að gera grein fyrir verk- efnum sínum á seminari þar sem hann kynnir verk sitt. Það fyrirkomulag kom íslendingi alltaf spánskt fyrir sjónir að í Borás fór öll kennslan fram, en eini prófessorinn á landinu f faginu var við Háskólann í Gautaborg og hafði þar sérstaka stofnun í bókasafns- og upplýsinga- fræði (Institutionen för biblioteks- och informationsvetenskap) sem sett var upp 1988. í samvinnu gátu skólarnir þó útskrifað fólk með doktorspróf og árið 1993 lauk fyrsti nemandinn doktorsprófi frá Gautaborg. Frá janúar 1999 hafa þessar tvær stofnanir verið sameinaðar og munu framvegis sjá um bæði grunnmenntun og rannsóknarþjálfun nemenda. Þrófessorinn sem áður var í Gautaborg, Lars Höglund, er því fluttur til Borás. Síðastliðið ár var svo auglýst eftir tveimur prófessorum við skólann og þar af átti annar að vera kona! Lundur Nám hefur verið í boði við Háskólann í Lundi frá 1994. Menntunin við BIVIL (Biblioteks- och informationsvetenskap i Lund) er tveggja ára nám sem byggt er ofan á annað tveggja ára háskólanám í einhverri grein. Námið leiðir til magistergráðu í bókasafns- og upplýsingafræði, Inntakan eru 33 nemendur á ári sem eru valdir sérstaklega með viðtali og prófi. Þetta er eini skólinn í Svíþjóð sem hefur ströng inntökuskilyrði. Námið hefur haft á sér mjög gott orð þar sem áherslur hafa verið á upplýsingatækni, stjórnun og markaðssetningu, og þar sem nemendur fá sérstakan undirbúning fyrir starf á vinnumarkaði. Litið er svo á að bókasafnsfræðingar þurfi góðan akadem- ískan bakgrunn til að geta fljótt sett sig inn í nýjar aðstæður, jafnframt því að vera vel að sér í því sem er að gerast í umheiminum og hafa á sínu valdi ýmiss konar tækni sem Bókasafnið 24. árg. 2000 27

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.