Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 30
nýtíst notanda við að ná þeim upplýsingum sem hann mest þarf á að halda á hverjum tíma. Innan námsins er ekki boðið upp á neinar sérgreínar heldur litið svo á að allir bóka- safnsfræðingar þurfí að hafa sömu viðhorf og leikni. Námíð er lagt upp sem PBL, problem based learning, þar sem nem- endum eru fengin víðfangsefní sem þeim er ætlað að leysa. Þeir verða að lesa sér tíl og leita þekkingar þar til þeir hafa skílíð vandamálið til fulls og fundið einhverja viðhlítandi lausn. Ætlast er til að allir nemendurnir séu mjög vírkir í náminu og geti sjálfir aflað sér þeirrar þekkingar sem þeír þurfa til að leysa viðfangsefnin. Umeá Innan félagsvísindadeildar er kennd bókasafns- og upplýsinga- fræði, nánar tiltekið f félagsfræðistofnun (Institutíonen för socíologi) og þetta nám var samþykkt árið 1993 með síðari tíma breytingum. Námið í Umeá er tveggja ára háskólanám sem byggir ofan á annað tveggja ára háskólanám eins og í Lundi og gefur meistarapróf (160 einingar eða 4 ár). Tilgang- urinn með náminu er að veita nemendum þekkingu og leikni til að miðla þekkingu, vísindum og upplýsingum bæði innan opinbera geirans og ínnan einkafyrirtækja. í framhaldsnáminu er meðal annars kennt um þekkingar- og vfsindasögu frá 1350 og hvernig hugmyndafræði og þekking hefur breyst síðan þá, samskipti og samskiptaferli innan upplýsingasam- félagsins, og kennt er um bókasafnið sem upplýsinga- og miðlunarkerfi. Sérstök áhersla er á rannsóknar- og þróunar- stefnu í sænsku samfélagi, Á fjórða misseri eiga nemendur svo að vinna magisterritgerð sem gildir 20 einingar, Uppsala Námið f Uppsala er kennt f stofnun sem ber heitið Institu- tionen för kultur- & biblioteksstudier og þar er einn fastur lektor og nokkrir aðjunktar. Námið hefur verið sérsniðið þannig að nemendur fái einkum að kynnast upplýsingatækni og einnig er talsvert lagt upp úr vettvangsþjálfun f einhverju af þeim mörgu bókasöfnum sem finna má í Uppsala. Norræn samvinna Allir skólarnir, sem hér hafa verið nefndir, nema þá kannski skólinn í Tampere, eru fyrst og fremst fyrir þá sem vilja starfa sem bókasafnsfræðingar, Rannsóknarnám er ennþá of veik- burða til að skólarnir geti staðið fyrir námsframboði og stuðn- ingi við doktorsnema á mismunandi sviðum innan þessa víða þekkingarsviðs, Þess vegna er samvinna og það sem ég vil kalla samhjálp nauðsynleg og samvinna bókavarðaskólanna hefur staðið yfir lengi. Hins vegar finnst mér að þörfin fyrir samvinnu hafi alls ekki minnkað heldur miklu fremur aukist þar sem sífellt nýjar kröfur eru gerðar til þeirra stofnana sem sjá um menntun fyrir bókaverði, Þessi samvinna milli norrænu bókavarðaskólanna nær aftur til 1974 þegar fyrsti fundur kennara við norræna bókavarða- skóla var haldinn i Kaupmannahöfn og þessir fundir hafa verið haldnir reglulega síðan. Árlega hittast rektorar eða forsvars- menn bókavarðaskólanna og ræða málefni sem eru sam- eiginleg í stjórnun og mótun kennslu, Þessir fundir eru jafn- framt yfirleitt notaðir til að segja frá nýjungum sem skólarnir eru að brydda upp á. Annað hvert ár er haldin ráðstefna þar sem norrænir kennarar hittast og undanfarin ár hafa kennarar við bókavarðaskóla í Bretlandi verið með á þessum ráðstefnum'. NORDPLUS NORDPLUS er heiti á kerfi sem hefur verið við lýði frá 1989 og hefur að meginmarkmiði að styrkja norræna samvinnu, með því að gera nemendum kleift að leggja stund á nám í bókasafnsfræði við hvaða annan skóla sem er innan Norður- landanna. Áður en þessi samningur var gerður sömdu. skól- arnir sín á milli um að meta nám hvers annars þannig að misserisnám á íslandi jafngilti misserisnámi í Noregi eða Dan- mörku. Talsvert margir íslenskir nemendur hafa nýtt sér þetta og verið við skólann í Osló eða Kaupmannahöfn og enn fleiri erlendir nemendur hafa komið til Háskóla fslands eftir að farið var að kenna hluta af bókasafnsfræðinni á ensku. Kennara- skipti eru líka möguleg innan NORDPLUS en mér vitanlega hefur það ekki verið notað í bókavarðanáminu á fslandi, hvorki til að fá kennara né að (slenskir kennarar hafi farið út, Hins vegar er ERASMUS netið svipað en nær yfir öll lönd Evrópu- sambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það hefur verið notað bæði fyrir nemendaskipti og kennaraskipti. Nem- endur hafa til dæmis farið til Þýskalands og Ítalíu og lagt stund á nám sem nýtt hefur verið annaðhvort inn í bókasafnsfræði- námið við'Háskóla íslands beint eða sem aukafag. Samvinnu- net éru þó ekki bundin við þessi kerfi og samvinna norrænna skóla við aðrar stofnanir í Evrópu og annars staðar er mjög víðtæk, NordlS-NET Nordic Information Studies Research Education NETwork samvinnunetið var sett upp árið 1996 með styrk frá NorFA til þriggja ára. Alls eru tólf stofnanir meðlimir og er netinu stýrt af stjórn sem í er einn frá hverju landi, Tilgangurinn með stofnun þessa samvinnukerfis var að styrkja rannsóknarnám í bóka- safns- og upplýsingafræði með því að fá allar stofnanirnar til að leggja í púkk. Með slíkri samvinnu átti að vera hægt að ná 28 Bókasafnið 24. árg, 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.