Bókasafnið - 01.01.2000, Side 37

Bókasafnið - 01.01.2000, Side 37
Kristín Ósk Hlynsdóttir, Linda Erlendsdóttir og Svava H. Friðgeirsdóttir MA-nám í Bretlandi Þrjár mismunandi leiðir Kristín Ósk Hlynsdóttir Meistaraprófsnám í upplýsingastjórnun við University of Brighton \ Við School of Informatíon Management við University of Brighton er hægt að velja tvær leiðir til meistaraprófs í upplýs- ingafræðum. Annars vegar er um að ræða nám í upplýsinga- fræðum (Information Studies) og hins vegar upplýsingastjórn- un (Information Management), Hið fyrrnefnda er leið fyrir þá sem hafa Iftinn bakgrunn í upplýsingafræðum en það síðar- nefnda er fremur ætlað þeim sem hafa tekið B.A.-próf í upp- lýsingafræðum eða hafa umtalsverða starfsreynslu á þessu sviði. Báðar leiðirnar eru kenndar í fjarnámi eða „part time". Hér á eftir verður sagt frá skipulagi náms til meistaraprófs í upplýsingastjórnun. Samtals þarf að Ijúka 120 einingum, þar af átta nám- skeiðum sem gilda 10 einingar hvert og lokaverkefni sem metið er til 40 eininga, Unnt er að velja sex námskeið af ellefu mogulegum en auk þess eru tvö skyldunámskeið sem kallast upplýsingasamfélagið og rannsóknaraðferðir í upplýsinga- vísindum. Stöðugt er unnið að endurskoðun námskeiða til að þau fylgi tíðarandanum og þróun í greininni. Að hámarki má taka fjögur námskeið á skólaári og Ijúka má náminu á allt að sex árum. Kennt er frá seþtember til og með júní. Um það bil tveimur til þremur vikum áður en hvert námskeíð hefst er dagskrá þess og lestrarefni sent út til nema. Þar á meðal eru Ijósritaðar tímaritsgreinar og skrár yfir ítarefni, Námið fer síðan þannig fram að kennt er í fimm virka daga, sjö tfma á dag, frá mánudegi til föstudags. Að því loknu hefur námsmaður um það bil tíu vikur til að Ijúka verkefni, ritgerð eða skýrslu sem tengist efni kennsluvikunnar. Ætlast er til að nemar tengi verkefnavinnu starfsumhverfi sínu á einn eða annan hátt og nýtast því verkefni oft mjög vel á vinnustað viðkomandi. Námskeiðið upplýsingasamfélagið sem áður var nefnt er inngangsnámskeið þar sem námið, háskólinn og starfslið er kynnt. Mikið er lagt upp úr að nemar kynnist innbyrðis en í september á síðastliðnu ári, þegar undirrituð hóf nám við háskólann, hófu 23 nám. Var það met frá upphafi kennslu til meistaraprófs í upplýsingastjórnun en umsækjendum fjölgar ár frá ári og komast færri að en vilja. Síðara skyldunámskeið- ið, rannsóknaraðferðir, má ekki taka á fyrsta ári enda er ætlast til að það sé tekið rétt áður en ráðist er í skrif loka- ritgerðar. Meðal annarra námskeiða sem í boði eru má nefna markaðssetningu upplýsingaþjónustu, margmiðlun og rafræna útgáfu, skjala- og upplýsingastjórn og framsetningu upplýsinga. Upplýsingastjórnunarskor — School of Information Management við University of Brighton er staðsett í Moulsecoomb í Brighton, Þar er mjög vel búið tölvuver með imac- og pc- tölvum en deildin nýtur þar góðs af að heyra undir tölvunarfræðideild — Faculty of tnformation Technology. Aldrich bókasafnið f Moulsecoomb er eitt hið stærsta sex bókasafna við háskólann en 4000 manns heimsækja safnið á hverjum degi, Safnið var opnað árið 1997 og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Þjónusta safnsins við nema í fjarnámi er mjög góð. Bókaskráin er á Netinu og þar geta lánþegar endurnýjað lán og pantað efni. Útibú frá Blackwells bókaversluninni er í sömu byggingu og bókasafnið. Skólagjöld fyrir fjarnám í upplýsingastjórnun við University of Brighton eru nú 245 bresk pund á námskeið eða samtals 2940 bresk pund fyrir námið allt. Brighton er við suðurströnd Englands, beint suður af London og tekur um það bil tvær klukkustundir að ferðast þangað með rútu. Frekari upþlýsingar fást hjá Nicola Smith, tölvupóstur: n.l.smith@bton.ac.uk, sími: (44) 1273 643315 University of Brighton, http://www.bton.ac.uk/ MA Information Management http://www, it, bton .ac, uk/courses/cwp/html/course3. htm SILVER - upplýsingalind fyrir nema, m.a. bókaskrá http ://silver. bton .ac. uk/ Almennt um Brighton, http://tourism,brighton,co.uk/ Bókasafnið 24. árg. 2000 35

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.