Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 41
og þróast er líður á rannsókn enda mótast áherslur við fram- vindu hennar (Taylor & Bogdan, 1998). í eftirfarandi rannsókn var kenningin um hagkvæmustu efnisöflun (e. optimal forag- ing theory) einnig leiðbeinandi við mótun hópa enda er í henni einnig tekið mið af hegðan notandans. Kenningin á uppruna sinn í atferlisrannsóknum á leitarhegðun dýra og vali þeirra á beitarhögum eða bráð. Þegar henni er beitt í bókasafnsfræði er reynt að skýra hvernig fræðimenn komast áfram í upplýs- ingaumhverfinu. Af hverju kjósa menn að skoða til hlítar ákveðnar upplýsingalindir en horfa fram hjá öðrum? Af hverju binda þeir sig við eina aðferð f upplýsingaleit á kostnað annarrar? Upplýsingar eru ekki eyðanleg auðlind eins og matjurt eða bráð. Þær eru aðgengilegar eftir að einhver hefur staðsett og notað auðlindina, Annað einkenni upplýsinga - nýjungagildi þeirra - getur verið mest metið meðal fræðimanna og þar af leiðandi afar verðmætt (Sandstrom, 1994, bls. 421), 1.3 Bókasöfn stofnananna sem rannsóknin tók til Bókasöfnin fjögur á stofnununum fimm sem rannsóknin tók til, RALA, OS, Nst, Hafró og Rf, þjóna fyrst og fremst sér- fræðingum sem þar starfa, Hlutverk þeirra er þó víðtækara þar sem þau varðveita umfangsmeiri ritakost hvert á sínu sviði en önnur söfn á landinu. Þau eru því mikilvæg í rannsóknar- samfélaginu enda hlutur stofnananna sem þau þjóna tiltölu- lega stór í því. Lauslegur samanburður á söfnunum er sýndur í 1. töflu. Tölurnar í 1. töflu eru mjög grófar en gefa þó nokkurn samanburð á umfangi safnanna og þjónustu þeirra. 2 Aögengi vísindamanna að heimildum 2.1 Aðferð Markmiðið með þeim hluta rannsóknarinnar, sem fjallað er um í þessum kafla, var að sjá hversu mikið af þeim ritum sem vísindamenn á RALA, OS, Nst, Hafró og Rf vitnuðu til í ritverk- um sínum árin 1994 og 1995 væri til á bókasöfnum viðkom- andi stofnana. Einnig var skoðað hvort mikið væri vitnað í rit sem ekki væru til á söfnunum. Þetta var gert með tilvitn- anagreiningu. Ritaskrár sérfræðinganna fyrir árin 1994 og 1995 voru yfirfarnar. Stuðst var við útgefnar ársskýrslur RALA, OS og Nst fyrir umrædd ár en ritaskrár sérfræðinga Hafró og Rf voru sóttar á heimasíður stofnananna. Eingöngu voru tekin ritverk sem starfsmenn viðkomandi stofnunar voru fyrstu höfundar að. Var það gert vegna þess að í náttúruvísindum er viðtekin venja að fyrsti höfundur hafi yfirumsjón með ritverki. Sleppt var lokaritgerðum við erlenda háskóla þar sem meginhluta heimilda var aflað erlendis. Heimildirnar voru flokkaðar eftir útgáfuformi í sex aðalflokka: tímarit, bækur, skýrslur, ráöstefnurit, ritgerðir og annaö. Ekki var alltaf einfalt að greina milli þessara flokka og því verður að áætla nokkur skekkjumörk. Tölurnar sem birtar eru hér á eftir eru settar fram með fyrirvara um að einhverju skeiki. Staðsetning erlendra tímarita sem vitnað var í var fundin í NOSR-samskránni. Þau voru flokkuð í fjóra meginfiokka: a) tímarit á bókasafni stofnunar viðkomandi höfundar, b) á öðr- um íslenskum bókasöfnum, c) í söfnum á hinum Norðurlönd- unum skv. NOSP- skránni, d) tímarit sem ekki fundust í NOSP-skránni. Annað efni var flokkað niður eftir stofnunum, Bóka- söfn þeirra voru síðan heimsótt og leitað að ritunum í skrám þeirra. 2.2 Niðurstöður 2.2.1 Fjöldi ritverka og heimilda Ritverk frá stofnununum fimm árin 1994 og 1995 voru alls 997. í 612 þeirra var vitnað í heimildir en ritin sem unnið var með urðu alls 445. í þeim voru heimildir 6798 alls og tekur rannsóknin til þeirra, Yfir 60% heimilda voru skrifaðar á ensku en um þriðjungur á ísiensku, Norðurlandamálin komu næst að vinsældum, þá þýska og franska. Tilvitnanir í erlend rit voru alls 4330, eða 64% af heildarfjölda tilvitnana. Á 1. mynd sést hvernig þær skiptust eftir útgáfu- formi og stofnunum Erlendar tímaritsgreinar voru mikilvægustu heimildirnar og voru hvergi minna en helmingur erlendra heimilda. Hlutfall þeirra var lægst á OS (50%) og Hafró (53%). Á þessum tveim stofnunum vitnuðu sérfræðingamir hins vegar meira í skýrslur (Hafró) og ráðstefnurit (OS) heldur en félagar þeirra á hinum stofnununum þremur. Safn Fjöldi sérfr. á stofnun Ritakaupafé, millj. kr. Bókakostur Keypt erlend tímarit Millisafna- lán á ári Beirilinu leitir RALA -50 -2,5 -4000 -135 -550 Ja OS -60 -1,6 >9000 -100 -65 Nei Nst <30 -1,2 -7000 -200 -100 Nei Fis -115 -5 -8000 -285 -1300 .Ja 1. tafla. Samanburður á söfnunum fjórum sem rannsóknin tók til. Miðað er við árin 1994 og 1995. Bökasafnið 24. árg. 2000 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.