Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 46
4.2.2 Framherjar
Einkenni framherja voru þau helst að þeir leituðu heimilda með
þekktum aðferðum og höfðu lítinn áhuga á tölvutækninni og
voru það einkum þeir þættir sem greindu þá frá útherjum.
Peir voru gagnrýnir í efnisvali. Flestir þátttakenda féllu í þennan
flokk, alls sjö talsins, fjórar konur og þrír karlar. Sameiginlegt
einkenni fólksins var að það hafði flest komið sér upp ákveðn-
um leitaraðferðum og taldi sig finna mestallt sem máli skipti
með þeim. Það hafði ekki áhuga á að tileinka sér nýja leitar-
tækni. Sumir voru mjög skipulagðir og allir leituðu reglulega í
ákveðnum upplýsingalindum, til dæmis tímaritum og útdráttar-
ritum.
Aðstæður framherja voru ólíkar en aðhald í fjármálum
einkenndi störf þeirra mun meir en hjá útherjum. Ætla mætti
að sumir framherja hefðu fyllt flokk útherja ef fólkið hefði haft
rýmri fjárráð og aðgang að tölvutækum gagnasöfnum.
Mikil breidd var í verkefnum framherja. Öll höfðu mikinn
faglegan metnað en mismunandi útsækinn. Öll í hópnum
nýttu þjónustu bókasafnsins.
Framherjar þurfa góðar leiðbeiningar og frumkvæða þjón-
ustu, annars tileinka þeir sér ekki nýjar leitarslóðir. Persónu-
legur metnaður og kapp er yfirleitt ekki nógu mikið til að fleyta
þeim yfir helstu hindranirnar.
4.2.3 Alherjar
Það sem helst einkenndi alherja, sem voru tveir karlar, var að
þeir leituðu í þekktum upplýsingalindum og söfnuðu öllu efni á
fagsviðinu. Þeir notuðu bókasöfnin meir en aðrir, sérstaklega
millisafnalánin.
Aðstæður voru ólíkar en höfðu ekki áhrif á flokkun, Við
efnisöflun notuðu alherjar yfirleitt bókasöfn og hefðbundna
miðla þar. Þeir treystu mun meira á ritaðar heimildir heldur en
félaga. Þeir keyptu sjálfir tímarit og bækur, báðir voru hagvanir
i bókasöfnum frá barnæsku og voru tíðir gestir þar.
Persónulegur metnaður þeirra var að hafa yfirsýn um allt sem
skrifað var á viðkomandi fagsviði.
Frumkvæð þjónusta bókasafnsfræðinga við alherja ætti að
vera á svipuðum nótum og við framherja. Alherjar leita eftir
þjónustu þannig að ekki er hætta á að þeir verði afskiptir.
4.2.4 Innherjar
Aðeins tveir viðmælenda, karlar, flokkuðust sem innherjar.
Sameiginlegt einkenni þeirra var að þeir leituðu lítt eftir upp-
lýsingum. Þeir höfðu ekki sfðri menntun en aðrir þátttakendur
en voru nokkuð rosknir. Þeir þurftu ekki að afla fjár og báru
ekki ábyrgð á öðrum. Aðgengi að bókasafni og upplýsingum
var gott.
Vinna innherja fólst fyrst og fremst í gagnasöfnun og vinnslu
þeirra. Rannsóknir þeirra voru á tiltölulega þröngu sviði. Þeir
unnu í hópi eins og aðrir en hvorugur fylgdist með í tímaritum
eða öðrum upplýsingalindum og þeir söfnuðu ekki eða voru
hættir að safna sérprentum, Þeir studdust við frumgögn og
eldri skýrslur. Bókasöfnin notuðu þeir ekki.
Frumkvæð þjónusta bókasafnsfræðinga við innherja ætti
fyrst og fremst að vera sú að skrá og hafa aðgengilegar
skýrslur á fagsviði þeirra.
5 Helstu niðurstöður og ályktanir
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bókasöfnin voru
vísindamönnunum tvímælalaust mikilvægust uppspretta
heimilda, Á söfnunum eða gegnum þau fengu þeir yfir 60%
þeirra erlendu heimilda sem þeir vitnuðu til þau tvö ár sem
rannsóknin spannaði. Ennfremur kom í Ijós að fólk fékk
tiltölulega flestar tímaritsgreinar á söfnunum en annað efni
meira annars staðar frá, Niðurstöðurnar bentu til að álykta
mætti að nokkru marki um þörf vísindamanna fyrir heimildir út
frá: a) eðli stofnana, b) eðli rannsókna og c) með því að
skoða rit sérfræðinganna, Vísindamenn sem unnu á stofn-
unum þar sem rannsóknarþátturinn var sterkur þurftu á fleiri
og fjölbreyttari heimildum að halda en þeir sem unnu mikið við
þjónustuverkefni. Álykta má að þörf fyrir heimildir sé mest háð
því hvort efnissvið viðkomandi stofnunar er vítt eða tiltölulega
sórhæft. Önnur atriði, svo sem samanburður á fjölda
sérfræðinga, fjármunum sem varið var í ritakaup og fjölda
tímarita í áskrift, gátu ekki skýrt þann mun sem var á aðgengi
að heimildum, Verksvið vísindamanna og ábyrgð virtist hafa
áhrif á þörf þeirra fyrir upplýsingar og einnig á frumkvæði
þeirra og hæfni til að leita upplýsinga.
Rannsóknin var að mestu leyti bundin við fimm stofnanir og
ekki er hægt að færa niðurstöðurnar yfir á önnur söfn nema
að takmörkuðu leyti. Þær sýndu afdráttarlaust að vísindamenn
notuðu mun;fleiri heimildir en þær sem voru aðgengilegar á
viðkomandi bókasöfnum. Ætla má að annars konar notkun en
sú að vitna í rit sé heldur ekki bundin við bókasöfnin.
Aðferðirnar þrjár sem notaðar voru í rannsókninni gáfu góða
heildarmynd af notkun vísindamanna á heimildum og upplýs-
ingalindum þeirra og bættu hver aðra upp. Æskilegt er því að
nota sem fjölbreyttastar aðferðir (notendarannsóknum.
Það er trú höfundar þessarar ritgerðar að bókasöfn verði
áfram mikilvægasti hlekkurinn í upplýsingaöflun vísindamanna.
Fæstir fræðimenn geta fylgst með öllum nýjum aðferðum við
öflun og miðlun upplýsinga í vísindaheiminum og því ætti það
að vera eitt af helstu hlutverkum bókasafnsfræðinga að vera
frumkvöðlar á því sviði,
44
Bókasafnið 24. árg. 2000