Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 73

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 73
aldrei komið til íslands, og ég fékk það á tilfinninguna að til þess skorti hann ákveðið hugrekki, Ég fékk bókina lánaða og við lestur hennar skildi ég allt í einu hvemig afkomendumir, sem ég hafði hitt, höfðu fengið tilfinningar til „gamla landsins" í arf frá fyrri kynslóðum. Ég varð svo djúpt snortin að ég gerði nokkuð sem ég minnist ekki að hafa gert áður; um leið og ég lauk við að lesa bókina (og hafði ómæld skólaverkefni fyrirliggjandi) las ég hana aftur án þess að láta nokkuð annað trufla mig. Þannig eyddi ég tveimur sólarhringum í það eina verkefni að lesa og lifa mig inn í hugarheim þeirra sem fyrir hundrað árum yfirgáfu landið, Ijölskyldu, vini og stundum böm til þess að setjast að í óravíðáttum Ameríku. Sögulegar skáldsögur hafa alltaf heillað mig, ekki síst vegna þess að stundum er hægt að rannsaka í leiðinni hve trúverðugar þær eru. í sögunni um Ólaf fiólín er svo skemmtilega farið með heimildir að maður fær á tilfinninguna að svona og einmitt svona hafi fjölskyldan frá Seyru komist til Ameríku. Ótal smáatriðum er skotið inn s,s. um upphaf vinsælda Vínartertunnar vestanhafs, hverníg tilviljanir leiddu til þess að mögulegt var að stofna nýlenduna Nýja-ísland og áhersluna á að koma upp skóla strax í upphafi, Þetta eru sagnir sem flestir upplýstir Vestur-íslendingar þekkja að einhverju leyti. Eftir að Böðvar Guðmundsson skrifaði bókina var eins og stífla hefði brostið. Umræðan um vesturferðir hefur ekki verið jafnlífleg og núna síðan um síðustu aldamót. Þar sem ég bý eiga flestir ættingja vestanhafs og maður kemst ekki hjá því að heyra frásagnir um svipuð örlög og Böðvar lýsir. Það var t.d. ekki fátftt að eitt eða fleiri böm yrði að skilja eftir hjá ættingjum á íslandi eins og Ólafur og Sæunn þurfa að gera í sögunni. Ég eyði ekki orðum að því að segja frá söguþræði frekar, þar sem ég er viss um að lesendur Bókasafnsins eru vel kunnugir bókinni, en vil bara að lokum nefna að ég man að mfn fyrstu viðbrögð eftir lesturinn voru: Þessa bók verður að þýða yfir á ensku. Því miður er það ekM ennþá orðið að veruleika en verður vonandi fljótlega, því ef einhver listviðburður getur tengt saman „Gamla landið" og það fyrir vestan eru það bækur Böðvars um fjölskylduna frá Seyru, Þórður Vilhjálmsson Dagur B. Eggertsson: Steingrímur Her- mannsson. Ævisaga. Reykjavík: Vaka- Helgafeii, 1998-99. 2 b. Út eru komin tvö bindi af ævisögu Stein- gríms Hermannssonar rituð af Degi B, Eggertssyni. Steingrimur er þekktur og umdeildur stjórnmálamaður sem talar af djúpri þekkingu um fsland og íslenskt þjóðfélag og tengsl þess við nágrannaþjóðir og alþjóðasamtök. Hér segir maður frá sem ólst upp á nægtaheimili í kreppunni á fjórða áratugnum þegar þröngt var í búi hjá almenningi á íslandi. Bemska Steingríms hefur verið mjög viðburðarik og hann virðist hafa alist upp við mik'ð eftirlæti. Hermann Jónasson, faðir Steingríms, varð forsætisráðherra árið 1934 þegar stjóm hinna vinnandi stétta var mynduð. Fjölskyldan fluttist þá í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og þar lifði Stein- grímur sín bemsku- og unglingsár. Þangað mátti hann bjóða félögum sínum og húsið allt var þeirra leikvöllur. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir inn í klæðaskáp innan um kvöldkjóla frúarinnar að hastað var á þá. Hinn 9. maf 1940 var Steingrímur, þá tæplega tólf ára, með föður sínum austur á Laugaivatni að fylgjast með skotæfingum lögreglunnar og drengurinn fékk einnig að reyna skotfimi sína. Seint um kvöldið eftir dularfullt símtal þurfti Hermann að fara til Reykavikur í flýti. Þrátt fýrir það gaf hann sér tfma til að láta bilstjóra sinn nema staðar undir Ingólfsflalli til að leyfa Steingrími að skjóta á gæs, Sýnir þetta glöggt hve mikið Hermann vildi láta eftir syni sínum því að varla hefur Islenskur forsætis- ráðherra í annan tíma haft brýnni erindum að sinna þar sem hann var að fara til Reykjavíkur til að taka á móti hemámsliði Breta. Það vekur furðu að slíkt eftiriæti skyldi ekki spilla framtíð drengsins. En honum var ætíð treyst og faðir hans innrætti honum keppnisskap enda sjálfur íþróttamaður. Mjög ungur lenti Steingrímur í áflogum við strák og kom heim grátandi með blóðnasir. Þá spurði Hermann: „Komstu höggi á hann?". „Já," svaraði drengurinn. „Fékk hann blóðnasir?" Aftur játaði drengurinn. „Þá ætti þetta nú að vera í lagi." sagði Hermann. Snemma kom fram forystueðli hjá Steingrími. Hann var foringi Röskra drengja og þegar í menntaskóla kom var hann kosinn Inspector scholae. Eftir stúdentsprófið lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann nam rafmagnsverkfræði. Að námi loknu var hann ráðinn framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins og hefur þar ugglaust notið föður síns. Varia hefði hver sem var verið ráðinn til slíks starfs nýkominn úr námi. Síjómmálaþátttaka Steingríms hófst með því að hann var kosinn formaður Félags ungra framsóknar- manna árið 1962. Eftir það dróst hann jafnt og þétt inn í stjóm- málin, varð varaþingmaður Vestfjarðakjördæmis 1967-1971 en þá hlaut hann kosningu sem fastur þingmaður. Ráðherra var hann frá 1978-1991 Þar af tæp sjö ár forsætisráðherra. Söguritari getur þess í formála fyrsta bindis að ævisaga Stein- gríms Hermannssonar eigi ekki að verða einhliða hetjusaga í ætt við konunga-, biskupa- eða hefðbundnar ævisögur íslenskra stjómmálamanna. Steingrímur segir sögu sína án þess að víkja sér undan því sem talist getur viðkvæmt, hvort sem það snertir stjórnmál eða einkalíf. Greint er allnákvæmlega frá róstusömu hjónabandi Steingríms og fyrri konu hans, skilnaði þeirra og deilum sem á eftir fylgdu um forræði barna þeirra. í sögunni, einkum þó I Bókasafnib 24, árg. 2000 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.