Bókasafnið - 01.01.2000, Page 74

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 74
öðru bindi hennar, eru stjórnmá! til umljöllunar og lesandínn fær að kynnast átökum og hrossakaupum sem eíga sér stað baksviðs á þeim vettvangi. Alltaf er þó stutt í gamansemi. Tilvítnanir eru margar í þókunum og heimildaskrár ítarlegar sem gerir verkið að heimildariti sem vitnað verður til. Degi B, Eggertssyni tekst hér að skrifa sannfærandi og spennandi texta sem heldur lesandanum föngnum út í gegnum söguna og við tekur óþreyjufull bið eftir síðasta bindinu, Ásta Sigurðardóttir: Sunnudagsb/öld til mánudagsmorguns. Reykjavík: Helgafell, 1961. 153, [2] bls. Mikið hefur verið pælt og spekúlerað í því hvaða bók sé verðugust til að hljóta þessa heiðursnafnbót og menn ekki verið á eitt sáttir, skiljanlega, Hver hefur sinn smekk og sínar forsendur tíl að álykta þar um. Sumír hafa notað tækifæríð til þess að velta upp þeirri hugsun hvað sé bók, hvort hún sé textinn sem fyllir síður hennar eða allt umbrotsferlið og útlitshönnunin, þ.e. hvernig bókin líti út í höndum lesandans og jafnvel hefur verið gengið svo langt að fullyrða að bók aldarinnar sé símaskráin því hún sé sú bók sem oftast komi við hendur fólks. Hvað míg varðar er bók fremur texti en útlit og þegar ég er spurð álits á því hver sé bók aldarinnar verður mér fyrst og fremst hugsað til þess hvaða bók hafi komið mestu róti á bókmennta- hefðina, hvaða bók hafi náð til „k/íku" lesenda og annarra höfunda og 'markað þar spor sem máðíst ekki út heldur sat fast og hafði áhrif á allt sem tengdist bókmenntaskrifum eða bókmenntasmekk upp frá því. Eins og spor Frjádags á eynni hans Krúsó. Þess vegna leitar hugur minn til þess rithöfundahóps sem tengja má upphafi módemismans á íslandi, til þeírra sem reyndu að breyta farvegi bókmenntanna eða bókmenntahefðinni svo- kölluðu, Höfundar eins og Thor Vílhjálmsson, Svava Jakobsdóttir, Guðbergur Bergsson og Ásta Sígurðardóttir koma þá upp í hugann en þá eru margir ótaldír, jafnvel mætti nefna Þórberg Þórðarson f þessu samhengi, ef maður víll teygja síg aðeins. En þar sem ég er kona standa konur og málefni Iwenna mér nærri, og sú kona sem opnaði hvað djarflegast hugarheim kvenna á öldinní er að mínu mati Ásta Sigurðardóttir með smásagnasafni sínu Sunnudagslwöld til mánudagsmorguns og sú bók er mitt val á „bók aldarinnar", Hvað varðar texta og útlit er þessi bók heilsteypt listaverk frá höfundi til lesenda, án þess að nokkur annar „hönnuður" komi þar við sögu, en graffkmyndir Ástu og kápumynd auka vægi textans og þar með gildi bókarinnar, Sögumar í þessari bók, sem gefin er út árið 1961, birtust margar fyrst í tímaritum á sjötta áratugnum. Það sem gerir þessar sögur svo sterkar sem raun ber vitni, enn í dag er þessi bók yfirieitt í útlání í Þjóðarbókhlöðunni, er sú staðreynd að í þeim leggur höfundur líf sitt að veði, Ásta er að skrifa um eigin reynslu, eigið líf, og hún dregur ekkert undan án þess þó að það komi beinlínis fram að hún sé að skrifa um sjálfa síg. En þar fyrir utan kann Ásta ákaflega vel að segja sögu en það hjálpar henni vissulega hve vel hún þekkir aðstæður og umhverfi persóna sinna af eigin raun, Sögur hennar endurspegla Reykja- vkursamfélag eftírstríðsáranna og andstæður ríkra og fátækra, sterkra og vanmáttugra eru skýrar. Ég ætla ekki að hætta mér út í sálma um hvort skáldsagan haldí velli á þessari (Iwik-)mynda öld sem nú er, en kannski er ein ástæða þess að smásögur Ástu hafa haldið vinsældum sínum sú hvað þær eru myndrænar, Þersónurnar birtast í nútíð sinni, án fortíðar og framtíðar, en nútíð þeirra snertir streng í brjósti allra sem þeim kynnast, Og jafnvel ekki laust við að lesendur fái samviskubit við lesturinn, og kannski til þess ætlast - bókin er jú tileinkuð Reykvíkingum - en borgaramenningin fær heldur kaldranalega útreið og harðari ádeila vandfundín, Ádeíla sem snýr ekki hvað síst að hefðbundnum H/enhlutverkum, enda konan í sögum Ástu frekar manneskja en kona í hefðbundnum skilíngi þess orðs (móðir, kona, meyja). Fyrir þeirra hluta sakir eru þær tímamótaverk, sporið sem markaði fyrstu skref nútímakvennabókmennta. FRÁ UMSJÓNARMANNI NETÚTGÁFU Kristín Ósk Hlynsdóttir Vorið 1999 var merkílegt f útgáfusögu Bókasafnsins en þá var blaðið í fyrsta sinn formlega útgefið á rafrænu- og prentformi. Alls hafa verið taldar 840 heimsóknir á heima- síðu blaðsins, <http://www.bokasafnid.is/> frá upphafi og eru gestir ekki eingöngu íslenskir þó að sjálfsögðu séu þeir í miklum meirihluta. Gestir fiafa einnig komið frá Norður- löndunum, Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Hollandi. ( júní 1999 var gestafjöldi hvað mestur en þá heimsóttu alls 424 heimasíðu Bókasafnsins eða að meðaltaii 14 gestir á dag. Þorný Hlynsdóttir 72 Bókasafnið 24. árg, 2000

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.