Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Page 4

Heima er bezt - 01.03.2002, Page 4
V [1 i Agœtu lesendur. Gjaman, þegar menn vilja tákna áhyggjuleysi æskuáranna, gleði og sakleysi, þá birta þeir mynd af bami, sem hleypur um í háu grasi og er að eltast við fiðrildi. Fiðrildin bera gjaman með sér írnynd góðviðris og ffiðsemdar og passa því vel inn í slíka mynd. Fiðrildaflóra íslands er ekki ýkja fjölbreytt miðað við það sem gerist víða erlendis, en þó era til ýmis afbrigði sem hér lifa. Auk þess koma oft hér við flækingar, og það býsna skrautlegir sumir. Fiðrildin teljast til ættbálks skordýra er nefnist hreisturvængjur, og svolítið merkilegt er það að flest- um er afar vel til fiðrilda, jaínvel þeim sem yfir höfuð hugnast ekki skordýr. Þó eru þau að flestu leyti sömu gerðar og ýmis skordýr, að því undanteknu þó að vænghaf þeirra er meira og tvímælalaust mun skrautlegra en gerist og gengur innan þessa dýraflokks. Era sum þeirra búin slíku litaflóði og skrauti að undrum sætir og eru rnörg þeirra sannkölluð skrautfiðrildi. Allt þjónar þetta þó ákveðnum tilgangi, og er að sjálfsögðu ekki bara til þess að gleðja augu mannfólksins. Oft á tíðum eru þetta blettir og litir til þess að blekkja óvinina, t.d. er ein erlend tegund með tvo hringlaga bletti á neðra vængparinu er líkjast mjög stórum augum, og virðist það nægja til þess að ragla að- vífandi óvin í ríminu. Fyrir mannsaugað er þetta hins vegar skemmtilegt skraut og litasamsetning. Litaskrautið er mest hjá fiðrildum sem fljúga um á daginn en næturfiðrildin era hins vegar í mun daufari litum, sem segir sína sögu um það hversu þýðingarmiklu hlutverki útlitið hefur að sinna hjá fiðrildunum ekki síður en öðrum dýrategundum. Ættflokkur fiðrildanna er afar fjölbreyttur og sömuleiðis stærðir þeirra. Vænghaf stærsta fiðrildisins mun spanna meira en 28 sentimetra, og verður það að teljast ekki svo lítið hjá skordýri. Þó eru það hin minni fiðrildin hygg ég, sem hugnast mönn- um einna helst og verður að segjast að þegar maður nálgast fiðrildi af stærri gerðinni þá minnkar nú svolítið ljóminn yfir þeim. Minnist ég þess eitt sitt að hafa setið á útiveitingastað á Ítalíu að kvöldlagi, þegar ég eins og sá útundan mér nálgast eitthvað sem mér datt fyrst í hug að væri lítill fúgl, en sá svo þegar það nánast straukst framhjá öðra eyranu á mér og skall á gluggarúðu rétt hjá með talsverðum smelli, að var fiðrildi og það nokkuð af stærri gerðinni, þó öragglega hefði það talist vera rétt miðlungs stórt miðað við þau stærri sem til eru. Varð mér ekki vel við heimsóknina í fyrstu. Einhvem tíma sá ég ritað um fiðrildi sem hafði sér það til vama gegn fúglum sem ásældust það til matar, að hafa eftirlík- ingu af hausnum á afturendanum. Það mun vera siður fúgla sem eltast við fiðrildi til átu að ráðast beint á haus þeirra og með því að hafa þennan gervihaus að aftanverðu jók fiðrildið lífslíkur sínar um helming, skyldi maður ætla. Litir fiðrilda era oft gjörólíkir á rnilli kynjanna og er til dæmis hjá einni tegundinni karldýrið blátt en kvendýrið brúnt. Eins og flest skordýr þá era fiðrildin til um allan heim, og sagt er að þau byggi tilveru sína mjög á lyktarskyni. Þreifiang- ar þeirra era aðalverkfærin til að skynja lykt en sumar tegundir em með nefið á löppunum, ef svo mætti segja, lyktarskynið er staðsett neðarlega á fótum þeirra. Sérstakt er það líka, og undirstrikar það enn hlutverk litanna á vængjum þessara dýra, að dagfiðrildin halda vængjum sín- um jafnan uppi þegar þau em ekki á flugi en næturfiðrildin leggja þau niður að búknum líkt og mörg önnur flugskordýr. Er greinilega verið að halda sýningu í fyma tilfellinu. Ferðalög sumra fiðrildanna era líka fræg og eftir því merki- leg. Sumar tegundimar flúga gífúrlegar vegalengdir í geysistóram hópum og er líklega kóngafiðrildið einna kunnast hvað það varðar. Fiðrildin nærast á hunangslegi úr blómum og era því gjam- an flögrandi í kringum þau. Sums staðar erlendis þar sem að- stæður eru til slíks, þá býr fólk sér sérstaka fiðrildagarða, með því að rækta á skjólsælum og hlýjum stað þau blóm sem fiðr- ildin sækjast einkum í. Ef menn kynna sér hvaða blóm hver tegund sækist einkum eftir er ekki ólíklegt að hægt sé að koma sér upp nokkuð líflegum garði með fjörlegum skrautfiðrildum og er ekki að efa að slíkur reitur getur verið augnayndi og góð viðbót við það jurtalíf sem þar er ræktað. Svo sem kunnugt er tíðkast það í sumum austrænum lönd- um, svo ekki sé nú talað um Aftíku, að borða ýmsar skordýra- tegundir. Siður, sem okkur hér á norðurhjara þykir lítt hugnan- legur, enda úrval tegundanna öllu fátæklegra hér en í suðlæg- ari og heitari löndum. Ég minnist þess að hafa eitt sinn séð það á prenti að fiðrildi væra yfirleitt vel hæf til átu, en jafnframt var þess getið að veiða þyrfti býsna mikið magn af þeim ef gagn ætti að vera af. Rétt er að taka ffam að þama var í alvöru skrifað og ekki til gríns. Verður líklega að segjast að stæði maður frammi fyrir því að hafa ekkert annað til átu en skordýr, af einhvetjum ástæðum, þá væra fiðrildin líklega einnan hugnanlegust í því efni, og þá aftur útlitsins vegna. Væri það líklega eitt af fáum tilvikum þar sem útlitið væri þeim til ógagns. En slíkt tal er nú heldur grátt grín í hugum íbúa á norður- hveli og skal ekki lengra haldið á þá braut. Eftir stendur að fiðrildin eru eitt af mörgu sem skaparinn hefúr dreift um þennan bústað okkar, jörðina, og gjaman gleð- ur augu okkar og sál með tilvera sinni, litauðgi, fluglagi og ýmsri háttsemi. Hafa enda bæði skáld og rithöfúndar eytt tals- verðu púðri í skrif um þau og fegurð þeirra, og hygg ég að segja megi að í því efni komist fá skordýr í samjöfnuð. Stór hluti fiðrildamia má því teljast til margra annarra og fjölbreyttra skrautfjaðra móður náttúra. Guðjón Baldvinsson. 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.