Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 6

Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 6
Eg hefi þekkt Árna ísleifsson í mörg ár, ljúfan og þægilegan mann í viðmóti, sem gerir sér engan mannamun. Slíkir menn eru mér að skapi - og vonandi flest- um. Eitt sinn skrifaði Árni niður tvö dægurlög við ljóð eftir mig, sem ég hafði þá sett saman. Þau sendi ég síðan í dægurlagasamkeppnþsem þá var í gangi. Árni vann verk sitt af sinni alkunnu smekkvísi og kunn- áttu, þó að lögin hlytu ekki það brautargengi, sem ég vænti. í Tívolígarðinum í Reykjavík sá ég Árna fyrst leika á hljóðfæri, og var það píanó. Hann mun þá hafa verið rétt um tvítugt.Tívoligarðurinn var, eins og margir muna sem komnir voru til vits og ára fyrir hálfri öld, í Vatnsmýrinni, þar sem Tívolí var um skeið (opnað 1946). Þessi skemmti- og dansstaður var allmiklu lengur við lýði en sjálft Tívolí. Loks var þessum stað lokað, þegar hann hafði um skeið borið heitið Vetrargarðurinn. Þar þótti óregla ganga nokkuð langt. En margir muna Vetrar- garðinn enn og minnast þar margra glaðra stunda. En víkjum að tónlstarmann- inum Árna fsleifssyni. Hver man ekki eftir dægurlögunum hans, eins og Stína, ó, Stína, Þetta er ekki hægt, Ég er far- maður, fæddur á landi og Sumar er í sveit, svo að fá ein séu nefnd. Á seinni árum er Árni hvað þekktastur orðinn vegna áhuga síns á djassi og af djasshátíð- um þeim, sem hann hefur stað- ið fyrir undanfarin fjórtán ár á Egilsstöðum á Héraði. Árni hefur lengi haft miklar mætur á hinni amerískættuðu tónlist, sem djass nefnist, og hefur hvergi látið deigan síga á þeim vettvangi, þrátt fyrir hækkandi aldur. Hann er nú 74 ára og fyrir nokkru hættur tónmennta- kennslu, sem hann stundaði á Egils- stöðum í yfir tvo áratugi. Mér fannst ómaksins vert að eiga tal við þennan % w Foreldrar: ísleifur Árnason og Soffia Gísladóttir. Asgrímur Arni Þorkelsson, afi, og ísleifur Arnason, faðir. ágæta mann, sem helgað hefur sig tónlist um langa ævi og er enn að á þeim vettvangi, þótt hlutverkum sé að nokkru breytt. Að svo mælti gef ég Árna Isleifssyni orðið. Ætt og uppruni Ég er fæddur 18. september 1927, að Túngötu 18 í Reykjavík. Þar er nú þýska sendiráðið. Ég er því Reykvík- ingur, þó að ég væri sendur fjögurra ára að Móbergi í Langadal, til frænd- fólks míns, og dveldi þar í þrjú og hálft ár og sex sumur að auki. Þar leið mér vel. Faðir minn var ísleifur Áma- son,lagaprófessor og hæstaréttar dómari (1900- 1962), sonur Árna Ásgríms Þorkelssonar (1852-1940), hreppstjóra og búhölds á Geitaskarði í Langadal og Hildar Sólveigar Sveinsdóttur, konu hans. Móðir mín var Soffia Gísladóttir, fædd 1907, dáin 1995, en hún var dóttir Gísla J. Johnsens, stórkaupmanns og útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum og Reykjavík og Önnu Gísladóttur, konu hans. Ég er að ættemi Húnvetning- ur og Vestmannaeyingur, þó að ég telji mig kunnugri í Húna- þingi en á Heimaey, því að nyrðra var ég mikið sem barn. Systkini mín eru Gísli Guð- mundur, hæstaréttarlögmaður, Ásdís húsmóðir, ekkja eftir Ragnar Alfreðsson, sem lengst var sölumaður hjá Eiríki Ket- ilssyni, heildsala. Hildur Sól- veig lést um aldur ffam. Sonur hennar er ísak Harðarson, fæddur 1956, eitt af hinum ungu, efnilegu skáldum okkar. Almenn menntun Um almenna menntun mína er það helst að segja að ég lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands 1946, 18 ára gamall. Ekki varð það þó til þess að ég gerðist verslunarmaður, en þarna hlaut ég samt staðgóða, almenna menntun. Þarna var úrvals kennara- lið. Skólastjórinn var Vilhjálmur Þ. 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.