Heima er bezt - 01.03.2002, Qupperneq 12
Lífið er dásamlegt
Lífið er dásamlegt. Ef engin væri
baráttan, væri það ansi flatt, tel ég.
Þegar maður var ungur að spila,
var sú trú almenn að menn spiluðu
betur aðeins rakir, og mörg blandan
var send inn á pallinn. Þessi drykkja
óx smám saman og tók ég mér þá tak
og fór í meðferð á Bláa bandinu,
Flókagötu 29, og smakkaði síðan
ekki áfengi í 33 ár. Vilji er allt sem
þarf, eins og skáldið Einar Ben.
sagði forðum, og á það við notkun
áfengis eins og annað. Eg er ánægð-
ur í dag, ég hef nógu að sinna, og
þarf þess vegna ekki yfir neinu að
kvarta.
Eg þakka Arna viðtalið og kynnin
fyrr og síðar og óska honum, heimili
hans og fjölskyldu alls góðs.
Djammað úti, á Egilsstöðum á djasshátíð.
Ljárinn brýndur á Kjalarnesi. Esjan í baksýn.
Ljósm.: ísland 1939.
\
ííi/J1
t i
Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði,
stað, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í
Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til
birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka?
108 Heima er bezt