Heima er bezt - 01.03.2002, Side 15
usar Níelssonar. Þetta voru góðar
konur, en húsnæðið sem þær höfðu
yfir að ráða, var aðeins eitt herbergi.
Varð þar að vinna öll heimilisstörf.
Konurnar voru henni góðar, en hún
saknaði að vonum mjög heimilis
síns. Móður mína hafði hún eignast í
lausaleik.
Mamma var hálfsystir Astu Sigur-
brandsdóttur, sem Sigurbjörg Arna-
dóttir ritaði minningar eftir, og nefn-
ist bókin „Hin hljóðu tár“. Kom hún
út á vegum Vöku-Helgafells 1993.
Pabbi gat aðeins talað við ömmu
þegar hann kom til Flateyjar. Aldrei
var hún ánægð eða hamingjusöm
þarna. Hún var þar til dánardags, 24.
apríl 1943.
Aður en hún dó hafði hún legið
nokkuð í rúminu, eftir að hafa fengið
heilablæðingu. Prestur í Flatey var þá
Sigurður Sigurðsson Haukdal (1903-
1985). Hann var settur
prestur í Flatey nýútskrifað-
ur guðfræðingur 1928 og
þjónaði þar til 1945, að
hann varð prestur í Land-
eyjaþingum og settist að á
Bergþórshvoli.
Mamma vissi ekkert um
dauða móður sinnar fyrr en
hún heyrði tilkynningu um
lát hennar í útvarpinu.
Mamma gekk þá með fjórt-
ánda barnið, sem, var Krist-
ín Jóhanna, fædd 5. ágúst
1943.
En oddvitinn var ekki enn af baki
dottinn. Áður en Sigurður Óli, afi,
kæmist á fætur, kom bátur vestan úr
Flatey. Var Friðrik Salómonsson eig-
andi hans. Læknirinn var með til að
skoða gamla manninn, því flytja átti
hann til Súðavíkur. Þar átti hann
sveitfesti sem kallað var. Það var
bóndinn í Sviðnum, Jens Nikulásson,
sem lánaði fullorðna vinnukonu, er
Svanborg Gestsdóttir hét, og var hún
þar. En þegar pabbi sá bátinn koma
var hann úti, og ég komst að því að
hann var reiður. Hann kreppti hnef-
ana er þeir sigldu yfir skerin Magál
og voru næstum búnir að stranda
bátnum, en logn var og komust þeir
inn á voginn.
Þetta gekk slysalaust og við krakk-
Bœrinn á Myllustöðum.
Frá vinstri: Einara Pétursdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Jóhanna Ingibjörg,
móðir Ingibjargar.
arnir eltum pabba niður á bryggju.
Man ég að pabbi spurði mennina á
hvaða leið þeir væru.
„Við erum að sækja hann Sigga,
pabba þinn (afa Ingibjargar)“.
Segja þeir einnig að læknirinn sé
með.
Síðan draga þeir upp úr bátnum
sjúkrarúm en pabbi spurði hvern
fjandann þeir væru að fara og sagði
að þeir skyldu skilja rúmið eftir í
bátnum. Þeir hlýddu því hins vegar
ekki.
„Ef þið látið þetta ekki hér niður
verður rúmið eyðilagt“, sagði pabbi
þá og hann hefði gert það,
því að hann var sterkur.
Hann bauð þeim síðan að
koma inn og fá sér kaffi
eftir þetta flan.
Einn karlinn, sem var
með á bátnum, bað Svan-
borgu að hita vatn í stórum
potti, því að hann ætlaði að
hafa heitt vatn á flösku til
að hafa það í rúminu hjá
afa.
Pabbi fór þá inn í her-
bergið til afa með lækninn.
Hann var klæddur olíugallanum og
með kalda hönd þuklaði hann afa
minn. Ég reyndi að troða mér eins
nærri og ég gat. Úr búrinu var hægt
að heyra hvað fram fór í herberginu.
Afi sagði:
„Valdi minn, farðu burt, út í hlöðu
og náðu í reipi, því öðruvísi en bund-
inn fer ég ekki“.
Þá snaggaði pabbi sér fram í eld-
hús, ekki til að ná í reipið, heldur til
að vita, hvort Svanborg væri búin að
hita kaffi fyrir karlana. Þá sér hann
að einn karlinn er að ausa vatni á
flöskumar og segir við hann:
„Hvað ertu að gera hérna maður,
ertu farinn að elda?“
Pabbi tók pottinn af eldavélinni og
henti honum út í kálgarð. Þar með
fór heita vatnið og flaskan líka.
Heima er bezt 111