Heima er bezt - 01.03.2002, Side 23
hin síðari ár. Einnig voru farnar
nokkrar ferðir til Austur-Grænlands
með vörur til þess að afla útgerðinni
tekna.
Því er svo við að bæta að eftir að
Fagranesið III hætti ferðum og var
lagt, tóku „Sjóferðir,“ útgerðarfélag
þeirra Hafsteins og Kiddýjar á Isa-
firði að sér ferðir til Vigur og Æðeyj-
ar, auk einstakra leiguferða í Jökul-
fjörðu og norður á Strandir, allt til
Reykjaríjarðar með ferðafólk að
sumarlagi.
Árið 2001 var bílferjan Fagranes
seld til San Fransisco í Bandaríkjun-
um, eftir nokkrar breytingar í Drátt-
arbraut Njarðvíkur h/f.
En hvað fannst fólkinu á Horn-
ströndum um vor- og haust-
ferðir Djúpbátsins þangað í
byrjun 20. aldarinnar? Frá því
segir Þórleifur Bjarnason
kennari og rithöfundur á eftir-
farandi hátt:
„Haust og vor skeði það, en
aldrei oftar þá, að Djúpbátur-
inn legði leið sína norður á
Strandir. Oftast var hann kall-
aður póstbátur þar, en vestan-
menn munu hins vegar jafnan
hafa kallað hann Djúpbát, og
skírskotaði það eindregið til
þess að hann væri fyrst og
fremst skip Djúpsins, það er ísaijarð-
ardjúps, en ekki Strandanna eða út-
kjálkanna þar nyrðra.
Allt frá því að Fitli-Ásgeir hóf
þessar makalausu ferðir, hafði Djúp-
báturinn komið norður að Horni á
vorin og svo einnig á haustin, þegar
fram liðu stundir. Þetta voru alltaf
tvöfaldar ferðir, sem farnar voru,
annars komu þær ekki að gagni, var
sagt. Hvað áttu menn að gera með
einfaldar ferðir? Þeir, sem neyddust
til þess að fara með bátnum vestur,
urðu einhvern veginn að komast
heim aftur. Tvöfaldar ferðir var það
kallað þegar báturinn kom aftur eftir
tvo, þrjá daga og skilaði þá þeim far-
þegum sem farið höfðu með honum
vestur og þeim flutningi er þeir
höfðu meðferðis úr kaupstaðnum.
Ég mun ekki hafa verið gamall
þegar ég fór fyrst að veita ferðum
bátsins athygli. Það bar við að skraf-
Fagranes II við bryggju íÆðey 1975.
Eldur kom upp í Fagranesi I í einni
Djúpferðinni 1963. Það var dregið á
land í Reykjarfirði og talið ónýtt.
Fagranes I við bryggju á Arngerðar-
eyri á fiminta áratugnum.
að var og skeggrætt um ferðir hans,
athugað nákvæmlega hvenær hann
ætti að koma og á hvaða vikudegi
ferð hans félli og þá ekki síst hvaða
daga hann ætti að standa við á Isa-
firði, hvort þar væri með helgidagur
eða einungis virkir dagar. Þetta opin-
beraðist venjulega seint að vetrinum
í bréfi, sem hafði að geyma áætlun,
prentaða á blað. Það gekk næst því
að þetta væri sjálfur reikningurinn
yfir ársviðskiptin í versluninni, svo
Heima er bezt 119