Heima er bezt - 01.03.2002, Page 30
1 & rá fróð lei<ksfírunni Jón R. Hjálmarsson:
RAUÐI KROSSINN OG
STOFNANDI HANS
auði krossinn er al-
þjóðlegur félagsskapur
sem vinnur að mann-
úðar- og líknarmálum
um víða veröld. Þessi stórmerku
samtök leggja sig hvarvetna fram um
að hjálpa þeim sem eru í nauðum
staddir og vinna að skilningi, sam-
starfi og friði meðal þjóða heims. Og
þótt þessi gagnmerki félagsskapur sé
talsvert á annað hundrað ára gamall,
þá er hann ætíð síungur og ferskur og
tilbúinn til að mæta breyttum að-
stæðum á nýjum tímum með viðeig-
andi aðgerðum og úrræðum.
Maðurinn sem lagði grunn að
þessu stórmerka hjálpar- og mannúð-
arstarfi Rauða krossins var Sviss-
lendingurinn Henri Dunant. Hann
var fæddur í borginni Genf árið 1828
og var elstur fimm barna foreldra
sinna, en þau hjón voru vel metnir
borgarar af góðum ættum. Hinn ungi
Henri Dunant hlaut góða menntun
og starfaði síðan sem bankamaður í
heimaborg sinni um skeið. Einnig
byrjaði hann snemma að vinna sem
sjálfboðaliði að ýmsum mannúðar-
málum í borginni og fór, meðal annars, oft í fangelsin til
að lesa fyrir fangana og spjalla við þá. En þrátt fyrir
margvísleg viðfangsefni heima fyrir, þá blundaði talsverð
ævintýraþrá í brjósti þessa unga manns. Það varð til þess
að hann tók sig upp og fluttist til Alsír í Norður-Afríku,
en Frakkar höfðu hertekið landið snemma á 19. öld og
gert að nýlendu sinni. Þar keypti hann land og stofnaði
búgarð. En reksturinn gekk ekki sem skyldi og rak þar
hvert óhappið annað, svó að þessi ungi landnemi gerði
lítið annað en að safna skuldum um
árabil.
Honum kom þá til hugar að besta
ráðið til að rétta hag sinn við mundi
vera að eignast meira land og færast
síðan meira í fang í búrekstrinum.
En aukið landrými lá ekki á lausu
og öll jarðakaup voru háð samþykki
keisarans, Napóleons 3. Hann skrif-
aði honum því bréf í ítrekuð skipti,
en fékk engin svör, svo að hann
ákvað að ganga sjálfur á fund hans
hátignar og biðja hann ásjár. Hann
hélt því til Frakklands árið 1859, en
þegar þangað kom, var keisarinn
víðsQarri, því að hann hafði þá
haldið með her sinn til móts við
keisara Austurríkis til að berjast við
hann um yfirráðin á Norður-Ítalíu
við hlið ítalskra bandamanna sinna.
Henri lét það samt ekki stöðva sig,
heldur hraðaði för sinni til Ítalíu,
þar sem hann hugðist ná fundi keis-
arans. Kom hann til bæjarins
Castiglione hinn 25. júní 1859. Hitt-
ist þá svo á að daginn áður hafði
geysað þar í nágrenninu hin
grimmilegasta orrusta, þar sem
keisararnir höfðu hvor um sig teflt fram 150 þúsund
manna liði við þorpið Solferino. Keisari Frakklands hafði
farið með sigur af hólmi og var þessi viðureign upphafið
að þeirri þróun sem leiddi um síðir til frelsis og samein-
ingar Ítalíu og stofnun ítalska konungsríkisins.
En eftir þessa miklu orrustu lágu á vígvellinum yfir 40
þúsund menn fallnir og særðir. Þar af var talið að væru 22
þúsund úr liði Austurríkismanna og 19 þúsund úr liði
Frakka og ítala. Hjúkrunarlið var fámennt og vanbúið
122 Heima er bezt