Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Page 33

Heima er bezt - 01.03.2002, Page 33
í Hveragerði, er hann vann við verslun þar á staðnum. Mér finnst auðséð, að Kristmann hafi verið gott efni í ljóðskáld, en hann skrifaði margar skáldsögur, sem þýdd- ar voru á ýmis tungumál: Við eigurn að leiía og leita í Ijóssins og sannleikans málurn, því dýpsta og göfugasta gleðin er gullið í eigin sálum. Vísa eftir Jens Sæmundsson (1878- 1948) var vinsæl í minningabókum skólafólksins, enda yfir henni heiðríkja og fegurð: Njóttu lífsins bestu blóma, baðaðu í rósum sérhvert spor. Hlýddu á þýða unaðsóma, elskaðu Ijós og fagurt vor. Vísuna, sem hér fer á eftir, veit ég ei um höfund að, en hún fer vel í minningabók og túlkar æskuhugsjón: Þá, sem hafa þrek og kjark, þrautir aldrei buga. Aldrei sett er ofhátt mark œskudjörfum huga. Minningavísurnar verða alls tíu að þessu sinni, en meira síðar. Halldór Sigurðsson, frá Valþjófsstöðum í Núpasveit, sendi mér þetta erindi í minningabókina: Vegir skiljast; héðan burt skal halda, og hverjum þeim, sem nú er staddur hér, þúsundfaldar þakkir vil ég gjalda; með þeirri ósk i burt ég fer. „Rammislagur er nafn á ýmsum dýrum og torveldum bragarháttum, einnig á kvæðum sem ort eru undir þeim. Þar er margt sagt í fáum orðum, og eiga flest orð þar eitt rímorð.“ Þannig farast Bjarna Theódór Rögnvaldssyni, kennara og presti, orð. Hann yrkir ijögur erindi, sem hann nafnir „Kveðju til vorsins“. Fer hún hér á eftir: Dýrt má rœða kvœðakall, kanna sinnisþankann. Skýrt þá frœða, skilja spjall, skanna minnisbankann. Bragur prýðir Ijóða lund, lyftu vorsins blíðu stund. Dagur skrýðir góða grund, giftu þorsins stríðu mund. Mundu að yrkja á óskavori, andann munda nýjum draumi. Stundu virkja visku, þori, vandann grunda hlýjum straumi. Friður hljómar, fagnar, gleður Fljóða róminn mceta hér. Þýður ómur þagnar, kveður; þjóða Ijóminn kæta fer. Hagyrðingur marsmánaðar er fyrir skömmu farinn frá okkur á vegu eilífðarinnar, eftir að hafa dvalist með okk- ur í níu áratugi. Hann hét Ágúst Vigfússon (1909-2000), og var Dalamaður. Stundaði nám í Laugarvatnsskóla og í Kennaraskólanum og lauk prófi á báðum stöðum. Stund- aði barnakennslu í fjóra áratugi, í Bolungarvík og í Kópa- vogi. Hann sendi frá sér þáttasöfnin „Mörg eru geð guma“ og „Dalamaður segir frá“. Ágúst var hagmæltur og lét iðulega fjúka í kviðlingum. Vísur hans báru vitni glöggri hugsun og hnyttni. Ágúst var róttækur í stjórn- málaskoðunum, og kom það iðulega frarn hjá honum. Eitt sinn sem oftar átti Ágúst leið framhjá Tjarnargötu 20, en þar höfðu sósíalistar haft aðsetur um árabil, en voru ekki lengur þar. Fannst Ágústi sem þarna hefðu orð- ið dapurleg umskipti, og kvað að því tilefni: Ur mér dregur allan mátt, - einhver dapur leiði. Á þessum bæ var hugsað hátt; - hann er nú í eyði. Mannlýsing sú, sem Ágúst dregur upp í eftirfarandi vísu, má teljast nokkuð sérstök, svo ekki sé meira sagt: Þó að drottinn þyki snjall, þá kom samt á daginn, að þegar hann gerði þennan karl, þá var hann ekki laginn. Þegar Ágúst að vetrarlagi gekk á móti norðanátt og horfði til Esjunnar, varð honum þessi vísa á munni: Finnst mér hrinan hvöss og köld, - karli ferðalúnum, enda bráðum komið kvöld, kólga á fjallabrúnum Einar Olgeirsson var skoðanabróðir Ágústs og félagi til margra ára. Þegar Einar varð áttræður, 1982: Aldrei varstu sviðasár, síst í tali myrkur. Að vaxa fram á elliár var aðall þinn og styrkur. Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.