Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 35

Heima er bezt - 01.03.2002, Síða 35
Svo létt og kát sem lindin tær, svo Ijúf og þýð sem vorsins blœr. Kom brátt, ef sé ég brosa þig; þá breytist allt í kringum mig. Já, kom þú hingað hala þér, mín hjartans mey, að brjósti mér. Þá verður Ijúft og létt hvert spor og lífsins stundir eilíft vor. Elsa Sigfúss (f. 15.11. 1908, d. 22.5. 1979), dóttir Sig- fúsar Einarssonar tónskálds og Valborgar konu hans (danskrar ættar), var vinsæl söngkona. Elún hafði ljúfa alt-rödd og öðlaðist vinsældir í Danmörku, þar sem hún átti lengst af heima. Elsa kom við og við til íslands og hélt söngskemmtanir. Man ég hana vel, er hún kom fram í Listamannaskálanum við Kirkjustræti í Reykjavík um jólin 1945. Fyrir utan sönginn, sem hreif alla, bar hún með sér fágaða og ljúfa persónu. Elsa söng þarna lagið „Gígjuna“, eftir föður sinn, svo og tvö önnur lög eftir hann. Þá söng hún „Vetur“, eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Þar að auki söng hún nokkur dönsk smálög, allt snoturlega, eins og segir í dagbók minni frá fimmtudeg- inum 27. desember. Gaman var að skemmta sér í Listamannaskálanum, sem margir minnast. Þar lék og söng Danshljómsveit Björns R. Einarssonar. Auk þess að vera víðkunn söngkona, samdi Elsa lög við ljóð skálda. Elún söng sjálf mjög smekklega á hljóm- plötu lag sitt við ljóðið „Kenndu mér“, eftir Ólöfu Sig- urðardóttur frá Eflöðum (1857-1933). Fer það hér á eftir: Lengi var ég lítil, snauð, lagðist þungt í efa. Loksins fann ég feikna auð, fékk hann til að gefa. Sá ég og heyrði hinna nauð, hróp úr myrkri efa. Hélt á krafti og kynja auð, kunni ekki að gefa. Aköflöngun í mér brann annarra hungur sefa. Kyntu, guð minn, kœrleikann, kenndu mér að gefa. Ingibjörg hét kona og var Benediktsdóttir (1885-1953). Hún var skáld og sendi m. a. frá sér ljóðasafnið „Frá af- dal til Aðalstrætis (1938). Þar er að finna ljóð, sem þannig hefst: „Bergþórshvoll logandi blasir við sýn“. Man ég, að þetta ljóð snart mig ungan dreng, er ég las það, einkum runnu mér til rifja örlög litla drengsins, Þórðar Kárasonar, sem brann inni, ásamt afa sínum og ömmu, þeim Njáli og Bergþóru. Anna Margrét Birgis- dóttir á Breiðdalsvík spurðist fyrir um skáldkonuna Ingi- björgu Benediktsdóttur og gat ég frætt hana nokkuð um hana og verk hennar. Hún var fædd á Bergsstöðum í Vindhælishreppi, í Austur-Húnavatnssýslu, varð gagn- fræðingur á Akureyri 1909 og tók þátt í kennaranám- skeiðum 1910 og 1912. Hún sinnti allmikið ritstörfum og kennslu. Eiginmaður hennar var Steinþór Guðmundsson cand.theol. (1890-1973). Hér á eftir fer ljóð Ingibjargar um Þórð Kárason og Bergþórshvol. Þórður Kárason Bergþórshvoll logandi blasir við sýn; blossinn við himininn dimmbláa skín. Njáll þar og Bergþóra bíða með ró; þeim boðin var útganga, en neituðu þó. Drengur þar stendur við afa síns arm, öruggur hallast að spekingsins barm. Horfir hann forviða eldsglœður á, alvara og staðfesta skín af hans brá. Gellurþá rödd við ein glymjandi há: „ Gakk, litli drengur, út voðanum frá. “ Með alvöru sveinninn þá anzar og tér: „ 0, afi, mig langar að vera hjá þér. “ „ Gakktu út, vinur minn “,Bergþóra bað; barnið þó ei vildi samþykkja það. „ Gráttu' ekki, amma mín ", gegndi hann skjótt, „ ég get ekki skilið við ykkur í nótt. “ Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dyggð, hrein var þín saklausa, barnslega tryggð. Með hugrekki leiöst þú hið logandi bál. Nú lifir þín minning í barnanna sál. Fagurt ljóð, sem skilið á að lifa og bera uppi minningu Þórðar Kárasonar, sem heldur vildi deyja en yfirgefa afa sinn og ömmu. Kæru lesendur: Vonandi hafið þið ein- hverja ánægju og fróðleik út úr þáttum mínum. Lifið heil. Auðunn Bragi Sveinsson. Hjarðarhaga 28, 107, Reykjavík netfang: audbras@simnet.is sími: 552-6826 Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.