Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Page 40

Heima er bezt - 01.03.2002, Page 40
Alftafjörður. Yst til vinstri Austurhorn með Hvalnes- og Þvottárskriðum. Starmýri og Lónsheiði fyrir miðri mynd. Kjölfjall og Brimilsnes til hœgri. Þar segir: „Forfeður Guðmundar hafa búið á Melrakkanesi um nokkurra kynslóða tímabil, og hafa örnefni geymst vel í minni ættarinnar.“- „Þau munnmæli eru alkunn þar í sveit, að Ingólfur Arnarson dveldi sinn fyrsta vetur á Melrakkanesi, þegar hann fór fyrst að leita íslands, og er mælt að vetursetu hefði hann suðvestan á nesinu. Þetta kemur heim við það sem um könnunarferð Ingólfs segir frá í Landnámu, að hann dveldi einn vetur í Álftafirði hinum syðra, og gæti þá Hamarsfjörður hafa heitið upp- haflega Álftaljörður hinn ytri.“ Þetta fellur vel að því áliti Stefáns Einarssonar sem áður var minnst á, að Brand-Önundur hefði sennilega búið á Melrakkanesi. Augljóslega hafa verið allmiklar siglingar til Álfta- fjarðar syðri á landnámstímanum og alllengi eftir það. Til eru ömefni við fjörðinn, sem líklegt er að séu frá þeim tíma. Fyrst má nefna Skipasker og Skipaskerstanga litlu austar en Ósnes. Skerið er alllangt, iágt og vaxið gróðri. Sker og tangi til samans mynda skjólgóða vík vestan við Skerið. Austan Starmýrar eru Starmýrarteigar, austan við þá gengur tangi út í fjörðinn sem heitir Skipsnes. Innan við nesið er Starmýrarmöl. Vestur á engjaflesjunum er sérkennileg klettaborg kölluð Malvíkurhöfði. Fornt nafn hans er „Mölvíkurhöfði." (Fornbréfasafn). Nokkru norð- ar er svo Leiruvogur og Þangbrandsbryggja. Sunnan þess kletts er Krossvík. (Sjá kort). Knarrarsund sem áður er minnst á, er milli Úlfseyjar og Hvaleyjar, og er sú leið sem farin var á minni bátum, milli Djúpavogs, Hamars og Álftafjarða, um Djúpasund. Leið þessi var þröng, full af blindskerjum og því vandröt- uð. Enginn vafi er á að nafngiftin „Knararsund,“ er kom- in frá siglingum landnámsmanna. í bókinni Djúpivogur 400 ár við voginn, skrifar Birgir Thor- lacíus um örnefni á Búlandsnesi. Þar segir Birgir ma.: „Krosshóll er á Hörganesi hjá Bransvogi (eða Þangbrandsvogi).“ Þarna er Birgir auðsjáanlega með frásagnir Njálssögu í huga, en þar seg- ir ma. um ferðir Þangbrands: „...Hjalti fór útan um sumarit ok Gissurr hvíti. En skip Þangbrands braut austur við Búlandsnes, ok hét skipit Vísundr.“ Nokkurra missagna gætir í Kristni sögu og Njáls sögu um það hvort að Þangbrandur fari af landi brott 998 eða 999. Samkv. útreikningum Tíma- tals, hefur það verið síðsumars árið 999 og þar eru einnig taldar fram allar líkur fyrir að Þangbrandur hafi gist tvo vetur á Þvottá. Þegar Þangbrandur hefur orðið fyrir því óhappi að bijóta skip sitt, verður hann að koma því til hafnar við fasta landið. Menn hafa því getið þess til að það hafi verið þar sem síðan heiti „Brandsvogur.“ Eftir þetta óhapp hans við Búlandsnes hættir Þangbrand- ur við heimferð til Noregs í það sinn. Þess í stað fer hann samkvæmt Njáls sögu, vestur um sveitir allt vestur á Barða- strönd, til Gests Oddleifssonar í Haga, og síðan það sama sumar aftur austur um sveitir til Bergþórshvols og gisti þar: „Þá reið hann austr í Álftafjörð til móts við Síðu-Hall. Hann lét bæta skip sitt, og kölluðu heiðnir menn þat Járn- meis. Á því skipi fór Þangbrandr útan ok Guðleifr með honum.“ í þessum þætti um ferðir Þangbrands eru komin fram þrjú örnefni sem gætu verið tengd ferðum Þangbrands, og eru öll nálægt þeim stöðum þar sem hann hafði við- komu, en það eru Krossanes, Krossvík og Krosshóll. Ekki er ólíklegt að þar hafi Þangbrandur reyst kross, og þar með helgað guði staðinn, til mótvægis við hörgar, (blótstað) heiðinna manna, sem þar hafi verið fyrir. í Kristnisögu segir að Þangbrandur hrekist vestur með landi og taki land í Hítará. Þar taki skip hans út og brotni en verið bætt aftur. Sú frásögn er sögð komin úr Hauks- bók, rituð af Styrmi fróða. Útfjarðarmegin Álftaíjarðar, fyrir innan Óseyjar, er hólmi nefndur Skipmannahólmi. Hann var áður umflot- inn, en er fyrir löngu á þurru landi eða réttara sagt æg- issandi. Líklega er nafnið dregið af róðrarskipum. Sr. Jón Bergsson skrifar um hvað fjörðurinn grynnist ört og tekur dæmi: „Líklega er Skipmannahólmi nú á þurru hvar líklega fyrrmeir hefur verið skipauppsátur og alldjúpt við.“ Hann tekur annað dæmi: „Ei þarf heldur lengra að rekja en til þeirrar tíðar á hvörri elstu menn nú eru uppi að Þvottáreyjar, einkum 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.