Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Side 42

Heima er bezt - 01.03.2002, Side 42
Draumamaður Skipstjóri nokkur átti sér draumamann. Sagði sá honum fyrir um veður og aflabrögð og varaði hann einnig við ef snögga hættu bar að höndum. Furðaði skipverja oftlega á því að skipstórinn var stundum með lokuð augun eins og hann væri í leiðslu en hrökk svo upp og tók þá oft ákvarðanir, sem urðu til heilla fyrir þá og aðra. Eitt sinn lágu þeir í óðafiski á Halamiðum, þegar skipstjóri brá við hart og sagði þeim að hífa inn trollið og gera klárt. Hlýddu háset- arnir því og þegar því var lokið skipaði hann að setja á fulla ferð og stýra vestur. Komu þeir þá að sökkvandi skipi og gátu bjargað allri áhöfninni. Skipstjórinn sagði síðar frá að hann hefði átt sama draumamann- inn frá bernsku. Kæmi fyrir að sig sækti svefn við vinnu, þá væri það draumamaðurinn, sem væri að koma og segja sér fyrir um hluti, sem enga bið þyldu. Gætti hann þess því vandlega að fara að fyrir- mælum hans, hversu fáránlega, sem það liti út í augum þeirra, sem við væru. Skipstjórinn andaðist í hárri elli og hafði alla ævina búið við vin- sældir og lífsgæfu. Andaglasið Reykvísk hjón voru kvöld nokk- urt ásamt kunningjahjónum sínum að fara í andaglas. Voru andarnir vel við og glasið þeyttist frá einum staf til annars. Höfðu þau af þessu hina mestu skemmtun, auk þess sem margt kom fram, sem þeim þótti athyglisvert. Þegar svo hafði fram farið um hríð, var dyrabjöllunni hringt og stóð þar úti fyrir hósbóndinn á næstu hæð fyrir neðan þau. Var hann hinn reiðasti og spurði hver déskotinn gengi á hjá þeim þar efra. Hann hefði verið háttaður hjá eiginkonu sinni í rúmi þeirra beint niður af stofunni efra, þegar allt í einu hefði rúmið tekið að lyftast og hoppa eins og skip í ólgusjó. - Þið hafið þó ekki verið með eitthvert gárans andabraskið, spurði hann vonskulega. Jú, þau urðu að viðurkenna að þau höfðu farið í andaglas, en hétu að hætta því á stundinni. Hinn reiði eiginmaður fór aftur niður til konu sinnar, og hefur þeim vonandi sofnast betur á eftir. Augun „Augun eru spegill sálarinnar,“ segir gamalt máltæki og mun það satt vera. Þau eru líka skáldum yrkisefni og eru oft það fyrsta, sem ungt, ástfangið fólk, sér fyrir sér, þegar það hugsar til þess, sem það elskar. Augu lýsa ást, gleði, sorg, örvæntingu og hatri, allt eftir því hvað inni fyrir býr. Vinur þess, er hér ritar, sagði eitt sinn að augu föður síns hefðu oft birst sér eftir dauða hans. Eg sé aldrei neitt af honum nema augun, sagði hann, en þau eru alveg eins sterk og lifandi eins og þau voru meðan hann var á meðal okkar. Ef ég hef verið að hugsa um að leggja út í einhverja tvísýnu, hafa þau stundum skyndilega birst mér. Eg hef þá ævinlega hætt við ætlun mína og hefur það sýnt sig að vera rétt ráðið. Gamla manninum hefur aðeins verið leyft að sýna mér augun sín, en það er nóg, þau vaka yfir mér, sagði þessi vinur sögumanns að lokum. Eggbitnir Eggbitnir voru þeir menn sagðir, sem hlutu sár af völdum höggvopna, sem ekki var fátítt meðan land byggðist og alllengi eftir það meðan þjóðfélagið var í mótun. Nú er önnur öldin og menn veg- ast á með vopnum tungunnar og svíður suma undan, þótt með öðr- um hætti sé. Stjórnmálamaður, nú látinn, sagði svo frá, að eitt sinn hefði hann lent á óvenjuhörðum fundi í kjördæmi sínu og verið uppgefinn og andlega beygður um kvöldið, þegar hann gekk til náða. Honum gekk illa að festa svefn, en lokst tókst það, og þá dreymdi hann að hann væri kominn í forn- mannabúning og væri staddur úti á túni bæjar þess, sem hann gisti á. Þar voru og komnir andstæðingar hans af fundinum, svo og íylgis- menn. Allir voru þeir í klæðum fornmanna og skiptust í fjórar fylk- ingar, jafn margar og flokkar þeir sem þá buðu fram í héraðinu. Sigu fýlkingar brátt saman og varð mikill gnýr sverða og þytur spjóta og féllu ófáir óvígir í valinn. Gekk svo lengi uns fáir einir stóðu uppi. Sóttu þá þrír að dramamann- inum og vissi hann sig brátt verða ofurliði borinn. Tók hann þá undir sig stökk og hljóp yfir fjandmenn sína og kom niður utarlega á vell- inum. Sá hann óvini sína horfa undrandi á sig, en i því vaknaði hann og var því næst feginn að þetta var bara draumur. En oft kom honum draumurinn í hug, þegar hann síðar átti í harðri orðasennu, og var honum þá gjarnt að brosa, því lítt hetjulegir voru sumir er við stjórnmálin fengust.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.