Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Side 48

Heima er bezt - 01.03.2002, Side 48
Þetta sumar hvarf síldin með fyrra móti af íslandsmið- um en starfsemin á bræðslustöðinni var algerlega háð at- ferli hennar og því styttist brátt í heimför okkar Norð- mannanna. Og dagarnir siluðust áfram. Knut frændi var vanur að sækja guðsþjónustu síðasta messudaginn sem hann dvaldi á stöðinni og kveðja um leið kunningja sína á prestsetrinu og kirkjugesti úr sveitinni. Hann ætlaði ekki að bregða út af þeirri venju við þessi starfslok. * * * Síðasti messudagurinn á dvalartíma okkar stöðvarbúa rann upp, regnþrunginn og sólarvana. Ég slóst í för með Knut frænda til kirkjunnar. Sporin voru þung heim á prestssetrið og messugjörðin fór að mestu framhjá mér í þetta skipti. Að kirkjuathöfn lokinni var öllum viðstödd- um boðið, að venju, til stofu á prestsetrinu. Ég sagði Knut frænda að ég ætlaði að fara í kirkjugarðinn á meðan hann þægi veitingar með kunningjum sínum. - Já, vinur, ég skil það, svaraði hann þýðlega. - Við hittumst á eftir. Knut gekk heim á prestssetrið en ég inn um sáluhliðið. Leiði Ljósbjargar minnar var auðfundið, líkt og flakandi sár í grónum reit. Ég veit ekki hve lengi ég dvaldi við gröfina en ég átti þar harmsára, heilaga kveðjustund. Ég sá að kirkjugestir voru byrjaðir að tínast á brott frá prestsetrinu og það vakti tímaskyn mitt að nýju. Ég signdi í hinsta sinn yfir legstað Ljósbjargar minnar og gekk út úr kirkjugarðinum. Ég bjóst við því að Knut frændi, samferðarmaður minn, væri farinn að bíða eftir mér og hraðaði för minni heim á prestsetrið til fundar við hann. Prestsfrúin stóð úti á var- inhellunni og var að enda við að kveðja organistann og konu hans. Hún bauð mér strax til stofu og lét þess getið að frændi minn biði mín þar og við fylgdumst að inn í gestastofuna. Þeir sátu þar tveir á tali, Knut frændi og séra Finnbogi. Frúin bauð mér að þiggja veitingar en ég afþakkaði þær. Ég hafði ekki lyst á slíku. Knut frændi sýndi þegar á sér fararsnið en séra Finn- bogi ávarpaði mig að bragði og mælti með þunga í rómi: - Ég þarf að tala við yður nokkur orð undir fjögur augu, ungi maður. Komið þér með mér héma inn á skrif- stofu mína. - Já, eins og þér óskið, svaraði ég ósmeykur og gekk með sálusorgaranum inn í skrifstofukytru við hlið gesta- stofunnar. Hann bauð mér ekki sæti, hvessti á mig augum og tók þegar til máls. - Að Ljósbjörgu dóttur minni látinni, fann ég í fórum hennar allmörg útlend sendibréf frá síðastliðnum vetri, undirrituð af yður, sem kom mér meira en lítið á óvart. En eftir að hafa kynnt mér innihald þessara bréfa til hlít- 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.