Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 49
ar, varð ég enn meira undrandi, þar fékk ég skýringuna á
því furðulega orði sem Ljósbjörg hrópaði upp yfir sig um
leið og árstraumurinn hreif hana með sér í dauðann. Það
var nafn yðar.
Hann beit hörkulega sundur síðustu orðin en hélt svo
áfram án þess að gefa mér neitt færi á að svara.
- Ykkur hefur tekist bærilega að blekkja og fara á bak
við okkur foreldra Ljósbjargar, en slíkt athæfi var ólíkt
henni, þessari grandvöru, siðprúðu stúlku, sem alin var
upp við stangan aga í öllum kvenlegum dyggðum. Ég fæ
ekki ráðið þá dul hvernig hún gat látið ókunnugan útlend-
ing tæla sig til þvílíkrar óhæfu sem komin er fram í dgs-
ljósið og varpar óneitanlega dökkum skugga á þær björtu
minningar sem við foreldrar hennar hefðum viljað eiga
um hana óflekkaðar.
Hann rétti mér þykkan bréfaböggul, krossbundinn með
rauðum silkiborða, ásamt ljósmynd af mér, sem ég sendi
innan í jólabréfinu til Ljósbjargar minnar síðastliðinn
vetur.
- Hirðið þér þetta, sagði hann nístandi köldum rómi og
næstum með fyrirlitningu í svip.
- Þakka yður fyrir skilvísina, séra Finnbogi, svaraði ég
hæversklega og tók tveim höndum við bréfapakkanum og
myndinni. - Þessi bréf skulu vel geymd hjá bréfunum
sem ég á ffá Ljósbjörgu minni og aldrei verða aðskilin.
Myndina og mynd af Ljósbjörgu minni, sem hún gaf mér,
læt ég í gylltan ramma, þær verða ekki heldur aðskildar.
Séra Finnbogi gekk skrefi nær mér og ætlaði að taka af
mér orðið en ég hopaði hvergi og hélt áfram máli mínu.
- Eitt vil ég að þér vitið, séra Finnbogi, sagði ég ein-
arðlega, að Ljósbjörg heitmey mín og tilvonandi eigin-
kona, dó hrein og óflekkuð af mínum völdum og svo heitt
unnum við hvort öðru að þér, í öllu yðar föðurlega veldi,
hefðuð aldrei getað slitið þau ástar- og tryggðabönd sem
tengdu hjörtu okkar tveggja, það gat aðeins dauðinn einn,
og Ljósbjörg verður mín að eilífu.
Verið þér sælir, séra Finnbogi.
Ég hneigði mig hæversklega og gekk keikur fram úr
skrifstofu prestsins.
Knut frændi og prestsfrúin sátu á tali í gestastofunni og
Þórný hafði bæst í hópinn á meðan ég ræddi við sálu-
sorgarann. Ég nam staðar fyrir framan prestsfrúna og rétti
henni höndina í kveðjuskyni. Hún leit á mig um leið og
hún tók í hönd mína og ég las hvorki reiði né ásakanir úr
augum hennar, einungis sorg.
Næst sneri ég mér að Þórnýju, velgjörðarkonu minni og
ætlaði að kveðja, en hún kvaðst fylgja mér til dyra. í
sömu andrá snaraðist séra Finnbogi inn í gestastofuna,
sneri sér að Knut ffænda, en við Þómý gengum til dyra.
Við námum staðar úti á varinhellunni, Þórný brá hönd
ofan í vasa sinn og dró upp glóbjartan hárlokk.
- Þennan lokk gaf Ljósbjörg mér úr hári sínu fyrir
nokkrum árum, sagði hún dapurlega, - en mér var kunn-
ugt um hve hún unni þér heitt. Viltu þiggja lokkinn í
skilnaðargjöf, Jensen?
- Já, svaraði ég af sannfæringarkrafti. - Kærkomnari
gjöf hefði enginn getað gefið mér. En áttu þá sjálf engan
hárlokk, Þórný, spurði ég.
- Nei, ekki hárlokk, en ég á ótal margt annað til minn-
ingar um Ljósbjörgu okkar, sem lýsir upp sorgarhúmið,
svaraði hún og rétti mér hárlokkinn.
Ég tók við honum fagnandi og lagði hann í brjóstvas-
ann, þar sem hjarta mitt sló undir. Við heimkomuna til
Noregs ætlaði ég að ramma inn hárlokkinn með myndun-
um af Ljósbjörgu minni og mér, þar yrði hann tryggilega
geymdur.
Ég faðmaði Þórnýju og þakkaði henni fyrir þessa dýr-
mætu gjöf og allt það sem hún hafði gert fyrir mig á
gleði- og sorgarstundum, ókunnugan farandverkamann
frá öðru landi, og við kvöddumst með gagnkvæmri vin-
áttu og blessunaróskum.
En í þann mund sem kveðjum okkar var lokið, barst
fótatak að innan. Knut frændi kom í fylgd prestshjónanna
út á varinhelluna. Ég hafði kvatt á þessum bæ og skund-
aði fram á hlaðvarpann og beið þar á meðan frændi
kvaddi góðkunningja sína á prestssetrinu og loks var
þetta á enda runnið. Við frændurnir héldum heim á stöð-
ina en það var þögul ganga.
Nokkrum dögum síðar kvaddi ég ísland, þetta fagra,
stórbrotna land, þar sem ég hafði lifað sælustu stundir lífs
míns og þyngstu harma. Ég bjóst ekki við því að líta
landið framar augum en ásýnd þess yrði sem ofin helg-
ustu minningum mínum til hinstu stundar.
Rödd sögumannsins hljóðnar, frásögn hans er lokið en
nokkur andartök ríkir alger þögn. Asbjörg er djúpt snort-
in af þessari harmljúfu örlagasögu, sem henni hefur verið
trúað fyrir og varpar nýju ljósi á vissa eðlisþætti í per-
sónuleika afa Jensen, sem stundum hafa vakið hjá henni
spurningar um alvarlega lífsreynslu og nú hefur hún
fengið réttu svörin frá honum sjálfum, þessum heiðurs-
manni, sem tengdafaðir hennar er svo sannarlega.
Asbjörg rýfur þögnina og segir með hlýrri samkennd í
rómi:
- Ég þakka þér fyrir þessa áhrifamiklu frásögn, afi Jen-
sen, og trúnaðartaustið sem þú sýndir mér. Ég mun lengi
geyma sögu þína í minni. Þú hefur svo látið eldri dóttur
þína bera nafn íslensku prestsdótturinnar.
- Já, annað kom ekki til greina, svarar afi Jensen döpr-
um rómi. - Og ég hefði kosið að sjá Ljósbjörgu dóttur
mína líkjast nöfnu sinni að einhverju leyti en þar hef ég
ekki hitt á óskastundina.
- Vissi Solveig eiginkona þín ástæðuna fyrir vali þínu á
þessu íslenska nafni, spyr Asbjörg þýðlega.
- Já, ég hafði þar ekkert að fela. Solveig varð ekkja ung
að árum og að eigin sögn syrgði hún fyrri mann sinn
mjög, svo við áttum því að nokkru leyti svipaða reynslu
að baki þegar fundum okkar bar fyrst saman.
Skömmu eftir fæðingu frumburðar okkar tjáði ég Sol-
veigu að þessi dóttir mín skyldi heita Ljósbjörg og ekkert
annað, en eignuðumst við fleiri börn mætti hún vera ein-
ráð um nöfn þeirra, hve mörg sem þau kynnu að vera, og
Heima er bezt 141