Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 16
Er við vorum tíu ára hófst barnaskólinn, sem var svokall- aður farskóli, þ.e. sami kenn- arinn kenndi tveim hópum barna á fjórum stöðum, öllum árgöngum í sama bekknum. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld kenndi mér fyrsta vetur- inn en Svava Thoroddsen frá Vatneyri við Patreksíjörð, næstu þrjá, fram að fermingu. Kennt var í stofunni á bæn- um Tröð í Bjarnardal fyrir jól. I sömu kennslustofu höfðu foreldrar mínir verið í skóla með Guðlaugi Rósinkrans síð- ar Þjóðleikhússtjóra, sem var fæddur og uppalinn þar. Eftir áramót var kennt í sérstöku skólahúsi innst í fjarðarbotnin- um, sem stóð milli bæjanna Hests og Efrihúsa. Skólabyggingin var raunar aðeins skólastofan, með kolaofni sem eitt sinn datt um koll við glímuátök elstu strákanna og ég man að glóðin hraut út um allt gólf öllum til mikillar skelfingar, og svo forstofa þar sem við geymdum yfir- hafnir og útiskó. Já, ég man að hér- aðslækninn bar að garði til árlegrar læknisskoðunar einmitt á meðan við krakkamir og Svava kennari vorum að saína saman eldsglóðunum og reyna að forða eldsvoða. Okkur var kennt tvær vikur í senn en síðan vorum við aðrar tvær vikur heima með námsefni sem okkur hafði verið sett fyrir og vorum síðan prófuð í er við mættum í skólann næst. A meðan við lásum heima kenndi svo kennarinn börnum i Val- þjófsdal og í þinghúsinu á Þórustöð- um, hálfan veturinn á hvorum stað. Þau sem lengst áttu að sækja í skól- ann gistu á nálægum bæjum meðan kennt var fjarri þeirra eigin. Þannig gisti ég og bjó hjá Hólmfríði og Þor- geiri í Ármúla í Firði þegar kennt var þar og Guðmundur sonur þeirra hjá foreldrum mínum þegar kennt var í Tröð. Þetta fyrirkomulag og heimavinna kenndi okkur að vinna sjálfstætt og ég tel að það hafi verið þroskandi að leita sjálf en láta ekki stöðugt mata sig á öllu. Valdimar með dœtrum sínum, Vöht og Kristínu á toppi Mosvallafjalls. Vitanlega fórum við gangandi í skólann og á skíðuni ef snjór var á jörðu, við Gróa frænka á hinum bæn- um á Mosvöllum sem var jafnaldra mín og ætíð samferða þegar kennt var í Tröð. Áin gat verið farartálmi ef mikið var í henni. Stundum var hún líka ísi lögð og hægt að ganga beint af augum, annars bara að velja gott vað og fara úr sokkum og skóm eða stígvélum ef of djúpt var fyrir þau og vaða. Þrautalendingin var að fara lengri leið á brú bílvegarins nálægt Kirkjubóli ef áin var ekki væð. Krist- ján bóndi í Tröð smíðaði reyndar göngubrú úr símastaurum yfir ána á móts við bæ sinn á síðari árum þess- arar skólagöngu minnar og það var mikil samgöngubót. Ekki minnist ég þess að börnin sem nutu aðeins farskólakennslu hálfan veturinn en lásu heima hinn helminginn, stæðu sig neitt lakar en þau sem komu frá kauptúnunum eða jaíhvel sjálffi höfuðborginni þegar í héraðsskólann á Núpi var komið. Heyskapur, mótekja o.fl. Það var hætt að binda heyið í bagga og flytja það á hestbaki í upp- vexti mínum, en flutt á hestvögnum og engjar og tún slegin með hesta- sláttuvél, nema einstaka skikar. Heyið var síðan flutt heim á tún og þurrkað þar. Eg lærði ungur að slá með orfi og ljá, þó það væri sjald- an gert. Dráttarvélin var ekki komin til sögunnar nema á vegum Búnaðarfélagsins, til að vinna nýjar sléttur og slétta þýfða jörð. Móinn til eldunar og upp- hitunar tókum við upp inni á Hestdal, þurrkuðum hann þar og fluttum í stórum hest- vögnum til bæjar á haustin. Eg man hve þreyttur ég var á kvöldin fyrsta haustið, sjö ára gamall, eftir 4 móferðir sem tóku um 16 klst., með því að bera líka inn móinn og hlaða honum upp eftir hverja ferð. Margar ferðirnar reiddi ég gang- andi ferðalanga yfir Vöðin frá Mosvöllum að Innri Veðrará, því um fjöru voru þau væð hestum, jafnvel þó sjórinn næði upp á miðjar síður þeirra, en óraleið var að ganga í kringum allan innfjörðinn, svo þetta sparaði fólki mikinn tíma. Fyrir kom að ferðamenn stungu einni eða tveimur krónum að hestastráknum og raunar voru þetta fyrstu vinnutekjur mínar, en yfirleitt var ekki minnst á neitt gjald, þetta var bara sjálfsagður greiði þó um ókunnuga væri að ræða. Mig minnir að tímakaup karla í vegavinnu á vorin hafi verið ein króna um þetta leyti. Kaupstaðarferðir, ferðalög og sundreið Oft var ég sendur ríðandi í kaup- staðinn á Flateyri á unglingsárum mínum, allt frá 12 ára aldri, skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir. Gaman var að koma í gamla kaupfélagshúsið, í bókabúð Jóns Eyjólfssonar og fá sér vínarbrauð í bakaríinu. Eftir að bílvegurinn var lagður kringum fjörðinn hafði Bjarni Guðmundsson læknir eitt sinn misst af Esjunni frá Flateyri suður og tók til þes ráðs að láta Guðmund Al- bertsson leigubílstjóra aka sér inn að Mosvöllum og falaði þar reiðslu 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.